Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 6

Haldinn í ráðhúsi,
06.11.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson, Finnur Smári Torfason, Erla Rún Guðmundsdóttir, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, Sæmundur Helgason, Gunnlaugur Róbertsson, Bryndís Bjarnarson, .

Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201709489 - Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV
Aðalskipulagsbreyting Skaftafell III og IV tekin fyrir. Skaftafell III og IV liggur sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli, fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði er í um 1.500 m fjarlægtð. Skaftafell er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins og er í aðalskipulagi skilgreint sem einn af megin seglum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu gistingar og íbúðar/starfsmannaíbúða og þjónustuhúsa, allt að 5.200 m² í landi Skaftafells III og IV til þess að auka þjónustu við þann fjölda ferðafólks sem kemur í Öræfin.
Farið var í vettvangsferð með landeiganda að Skaftafelli III og IV mánudaginn 28. október. Hugmyndir um uppbyggingu voru ræddar. Formanni og starfsmanni falið að boða þjóðgarðsvörð og eða svæðisráð á fund.
Málinu frestað til næsta fundar.
2. 201809084 - Aðalskipulagsbreyting: Þétting byggðar á Höfn
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Þétting byggðar í Innbæ tekin fyrir. Breytingin felur í sér að opnu svæði verði breytt í íbúðarsvæði við Silfurbraut og Hvannabraut.
Tillagan hefur hlotið yfirferð Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við tilvitnun í aðalskipulag og biður um að skerpt sé á texta í greinargerð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 30. og 31. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Minnihlutinn ítrekar fyrri bókun vegna málsins.
Aðalskipulagsbreyting þétting byggðar Innbæ, greinargerð 20190821
Aðalskipulagsbreyting þétting byggðar Innbæ, uppdráttur 20190821
3. 201709115 - Endurskoðun á ferðaþjónustukafla Aðalskipulags Hornafjarðar 2012-2030
Tillaga að breytingu á ferðaþjónustukafla aðalskipulags tekin fyrir. Mikil fjölgun er í ferðum gesta um sveitarfélagið enda eru fjölmargir áhugaverðirstaðir innan sveitarfélagsins. Það er vilji til að bregðast við þeirri fjölgun og styrkja ákveðin svæði þar sem umferð er mest, samhliða því að efla ný svæði til að taka við meiri fjölda ferðafólks. Þá er æskilegt að endurskilgreina heimildir til uppbyggingar aðstöðu á landbúnaðarlandi og óbyggðum svæðum, í tengslum við ferðaþjónustu til að hafa betri yfirsýn yfir þjónustu við ferðafólk á svæðinu og bæta upplýsingagjöf og öryggi fólks á ferð um svæðið.
Málinu frestað til næsta fundar.
4. 201812008 - Aðalskipulagsbreyting Háhóll
Tillaga að aðalalskipulagsbreytingu Hjarðanesi/Dilksnesi tekin fyrir. Markmið breytingarinnar er að heimila uppbyggingu verslunar-, veitinga-, gistiaðstöðu ásamt aðstöðu henni tengdri. Tillagan hefur verið send til athugunar Skipulagsstofnunar sem meðal annars bendir á að votlendissvæði stærra en 2 ha njóti sérstakrar verndunar skv. 62. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Tillagan hefur verið í auglýsingu og gerðu fjórar stofnanir athugasemdir við tillögu eins og hún er framsett. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnar verði mótvægisaðgerðir í samræmi við innkomnar athugasemdir.
Aðalskipulagsbreyting_Háhóll_Dilksnes_2019-04-01.pdf
5. 201904013 - Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes
Deiliskipulag Háhóll - Dilksnes tekið fyrir. Skipulagssvæðið er tvískipt og nær yfir um 44 ha. Svæðið er skammt norðan Hafnar og tekur yfir land Dilksness 1 og 2, Hjarðarness, Háhóls, Garðshorns og Hólaness. Ekki liggja fyrir formleg skipti milli Hjarðarness, Háhóls og Garðshorns. Skipulagssvæðið er nær algróið og liggur milli Suðurlandsvegar/Hafnarvegar að austanverðu og Hornafjarðar að vestanverðu. Hluti svæðisins er votlendur og um það kvíslast lækir. Land hefur verið framræst að hluta til. Heimalandið, næst byggingum, er að stærstum hluta til ræktað land en einnig hafa verið ræktuð tún á Hólanesi og víðar. Mannvirki standa á grónum klapparholtum sem eru hærra í landinu. Á jörðunum er stundaður landbúnaður, garðyrkjustarfsemi, steypustöð og ferðaþjónusta. Jarðirnar eru lögbýli í ábúð og rekstri.
Tillagan hefur verið í auglýsingu og gerðu fjórar stofnanir athugasemdir við tillögu eins og hún er framsett. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnar verði mótvægisaðgerðir í samræmi við innkomnar athugasemdir.
Deiliskipulagstillaga Haholl - Dilksnes Greinargerð 20190329
Deiliskipulagstillaga Haholl - Dilksnes Uppdráttur 20190329
6. 201911001 - Deiliskipulag: Borgarhöfn 2 - 3 Suðursveit
Ósk um að hefja vinnu við deiliskipulag við Borgarhöfn II-III í Suðursveit tekin fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimiluð sé vinna við deiliskipulag í samræmi við 40. til 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur til að Borgarhöfn verði deiliskipulögð sem heild. Ákvörðun vísað til bæjarstjórnar.
7. 201910118 - Fyrirspurn um skipulag, tengivirki í Öræfum
Fyrirspurn um deiliskipulag tengivirki í Öræfum tekin fyrir. Samkvæmt fyrirspurninni þá er ósk um að færa tengivirkishús til suðurs innan byggingarreits ásamt fræslu á innkeyrslu inn á lóð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við færslu á tengivirkishúsi þar sem færslan er innan heimilaðs byggingarreits skv. gildandi deiliskipulagi. Nefndin gerir heldur ekki athugasemd við færslu á aðkomuvegi þar sem um óbreytta landnotkun er að ræða. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. 201903121 - Byggingarleyfisumsókn: Hoffell og Stapi - Hitaveitumannvirki
Byggingarleyfisumsókn vegna hitaveitumannvirkja að Hoffelli og Stapa tekin fyrir. Byggingaráformin eru í samræmi við yfirstandandi vinnu við deiliskipulag. Áformin hafa verið kynnt landeigendum sem gerðu ekki athugasemdir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdir hefjist.
9. 201911007 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi: Víkurbraut 25 og 27
Ósk um breytingu á deiliskipulagi HSSA tekin fyrir. Breytingin snýr að því að lóðir að Víkurbraut 25 og 27 verði sameinaðar í eina lóð. Raðhús innan lóða munu mynda eina lengju sem verður þvert á Víkurbraut. Einnig snýr breytingin að því að sameiginlegt svæði innan þyrpingar myndi einn kjarna.
Skipulagsnefnd telur umhverfisáhrif vegna breytingarinnar óveruleg og að breytingin falli að því byggðarmynstri sem fyrir er. Nefndin telur sambland af tillögu 1 og 2 vera álitlegasta kostinn. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu.
10. 201907074 - Byggingarleyfisumsókn: Hofsnes mói - skemma
Byggingarleyfisumsókn Hofsnes Mói, skemma tekin fyrir. Á landi Hofsnes Móa var byggt íbúðarhús árið 2016. Vélaskemman verður staðsett norðvestur af íbúðarhúsinu og verður núverandi innkeyrsla samnýtt ásamt því að bílastæði verða austan við vélaskemmuna. Vélaskemman ætlast til nota sem geymsluhúsnæði fyrir eigendur lóðarinnar og verður nýtt sem geymslurými, vélageymsla og búnaðargeymsla. Ekki er í gildi deiliskipulag sem nær yfir svæðið.
Skipulagsstjóra falið að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga. Öll frekari uppbygging skal vera skv. deiliskipulagi.
11. 201909053 - Reglur um birtingu gagna með fundargerðum
Reglur um birtingu gagna með fundargerðum teknar fyrir.
Reglurnar lagðar fram og engar athugasemdir gerðar.
12. 201910034 - Fyrirspurn: Gamli vatnstankur
Erindi vegna uppsetningar fjarskiptatækja á toppi gamla vatnstanks tekin fyrir. Í erindinu er bent á sjón-, hávaða- og geislamengun frá fjarskiptabúnaði.
Starfsmanni falið að svara erindinu.
13. 201910046 - Beiðni: Óskað eftir leyfi til hringaksturs við Eimskip Höfn
Erindi vegna hringaksturs um lóð að Sæbraut 8 tekið fyrir. Óskað er eftir heimild til aksturs flutningabíla sunnan við byggingu á lóðinni. Umsögn hefur borist frá Vegagerðinni sem gerir ekki athugasemd við hringakstur á lóðinni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við hringakstur um byggingu að Sæbraut 8.
14. 201910108 - Fyrirspurn um lóð undir eldsneytissölu
Fyrirspurn um lóð undir eldsneytissölu tekin fyrir. Óskað er eftir því að staðsetja sjálfsafgreiðslustöð á Höfn.
Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
15. 201910064 - Svæði milli fiskhóls og Hrossabitahaga
Erindi vegna svæðis á milli Fiskhóls og Hrossabithaga tekið fyrir. Í erindinu er óskað eftir að gert verði íþróttasvæði á staðnum. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem afþreying AF1. Í gildandi deiliskipulagi sem nær yfir svæðið er ekki reiknað með uppbyggingu á svæðinu á Milli Fiskhóls og Hrossabithaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið. Starfsmanni falið að svara erindi.
16. 201910098 - Lækkun/niðurfelling byggingar- og gatnagerðargjalda fyrir grænar byggingar
Sveitarfélög hafa sum hver tilkynnt um lækkun eða niðurfellingu byggingar- og gatnagerðagjalda fyrir grænar byggingar sem uppfylla sérstakar umhverfiskröfur (t.d. BREEM vottaðar).
Umhverfis- og skipulagsnefnd er jákvæð fyrir málinu og vísar því til undibúnings starfsmanna og endurskoðunar gjaldskrár embættis skipulags- og byggarfulltrúa. Starfsmanni falið að vinna áfram í málinu.
17. 201910099 - Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa
Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember. Yfirskrift fundarins er "Störf í héraði og náttúruvernd í landnotkun".
Nefndin leggur til að tveir úr nefndinni sitji viðburðinn.
Dagskrá.pdf
18. 201709504 - Verkfundir: endurvinnsla og sorp
Fundargerð vegna verkfundar með Íslenska Gámafélaginu lögð fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur til betri umgengni í gámaporti og að uppsöfnun á t.d. heyrúlluplasti og timbri verði lágmörkuð.
19. 201905104 - Neyðaráætlun og umhverfismarkmið fyrir Urðunarstað í Lóni
Umhverfisstofnun gerði ekki athguasemd við umhverfismarkmið og neyðaráætlun fyrir urðunarstað í Lóni sem unnin voru í sumar til að fullnægja kröfum starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn.
Starfsmanni falið að senda gögnin til rekstaraðila.
leiðbeiningar_tilkynningar mengunaróhappa.pdf
Umhverfismarkmið Urðunarstaðar í Lóni
Neyðaráætlun fyrir urðunarstaðinn á Mel í landi Fjarðar í Lóni
20. 201910083 - Ársskýrsla: Loftgæði til ársins 2017
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem ársskýrsla loftgæða til ársins 2017 lögð fram og aðgerðaráætlun í loftgæðum.
Lagt fram til kynningar.
21. 201910071 - Sýnatökur á urðunarstað
Sýnatökuskýrslur HAUST vegna sýnatöku í vor.
Vísað til vinnu við Grænt bókhald 2019.
22. 201906020 - Þarfagreining á húsnæðisþörf eldri Hornfirðinga
Tekin er fyrir þarfagreining á húsnæðisþörf eldri Hornfirðinga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir bókun heilbrigðis- og öldrunarnefndar og telur lágt svarhlutfall ekki sýna heildarþörf á þörf húsnæðis og þjónustu við aldraða.
Þarfagreining á húsnæði eldri Hornfirðinga 2019
23. 201911002 - Framkvæmdaleyfi, efnistaka í Hoffellsá
Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í áraurum Hoffellsár tekið fyrir. Fyrirhugað er að taka um 1.500 m³ af sandi úr ánni. Leyfi Fiskistofu til efnistöku liggur fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að efnistakan hafi ekki í för með sér breytingu á umhverfi eða ógni lífríki á staðnum. Í ljósi efnismagns og þeirri staðreynd að áin mun jafna sig fljótt telur nefndin efnistökuna hvorki skipulagsskylda né háða framkvæmdaleyfi með vísan í 4. og 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
24. 201709450 - Sorphirða og sorpeyðing: gjaldskrá
Bæjarráð samþykkti að hækka gjaldskránna um 14% sem samsvarar vísitöluhækkun í samningi við Íslenska Gámafélagið.
Lagt fram til kynningar.
25. 201804015 - Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð
Bæjarráð samþykkti að hækka gjaldskránna um 14% nema liðurinn um lífrænan úrgang verður ekki hækkaður hann verður áfram 19 kr.
Lagt fram til kynningar.
Gjaldskrá fyrir Söfnunarstöð undirrrituð
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta