Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 923

Haldinn í ráðhúsi,
26.11.2019 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Erla Þórhallsdóttir varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson upplýsinga- og umhverfisfulltrúi, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1910020F - Fræðslu- og tómstundanefnd - 61
Umræður um setu áheyrnafulltrúa ungmennaráðs í fastanefndum sveitarfélagsins og þóknun þeirra. Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir liðum 1-2
Almenn mál
2. 201906038 - Reglur um starfsemi leikskóla
Bæjarráðs samþykkir breytingar á reglum um starfsemi leikskóla.
3. 201902062 - Humarhátíð 2019
Humarhátíðarnefndin gerði grein fyrir skipulagi og hátíðarhöldunum síðastliðið sumar.

Bæjarráð þakkar humarhátíðarnefnd fyrir vel unnin störf á Humarhátíð 2019.
 
Gestir
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Steinunn Hödd Harðardóttir
Jónína Kristín Ágústsdóttir
Kristín Vala Þrastardóttir
4. 201909012 - Fjárhagsáætlun 2020
Farið yfir fjárhagsáætlun og umræður um þriggja ára áætlun.
 
Gestir
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri
5. 201903117 - Heimsmarkmið og stefnumótun 2019
Sveitarfélagið hefur fengið tilboð í ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við innleiðingu heimsmarkmiða og heildræna stefnumótun fyrir sveitarfélagið. Gert er ráð fyrir að hefja vinnu í janúar.

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Podium ráðgjöf og vísa vinnunni til fjárhagsáæltunar 2020.
6. 201809041 - Stekkaklettur: framtíðarstefna
Páll Róbert óskaði eftir upplýsingum um hvort komið væri svar frá Skipulagsstofnun um hvort aðalskipulagsbreyting væri veruleg eða óveruleg, hvort væri búið að fjarlægja rafspenni og hvort leigugreiðslur væru farnar að berast sveitarfélaginu?

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um svar frá skipulagsstofnun.
Rafspennir var fjarlægður í lok október og leigugreiðslur reiknast frá 1. nóvember.
7. 201909053 - Reglur um birtingu gagna með fundargerðum
Reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagðar fram, reglurnar hafa fengið umfjöllun í fastanefndum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 201911054 - Ráðning umhverfis- og skipulagsstjóra
Bæjarstjóri greindi frá umsóknarferli um stöðu umhverfis- og skipulasstjóra fjórir stóttu um starfið.
Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Fabio Ronti
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Sverrir Jensson
Bæjarráð samþykkir að ráða Brynju Dögg Ingólfsdóttur og býður hana velkomna til starfa.
9. 201910132 - Gjaldskrá og reglur -Gagnaveita
Frestað.
10. 201804064 - Samningur vegna reksturs tjaldsvæðis 2017-2032
Ósk um breytingu á byggingareit vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
11. 201911055 - Ósk um stuðning fyrir Náttúruverndarsamtök Austurlands
Erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands þar sem óskað er eftir styrk til samtakanna í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun samtakanna.

Hafnað.
Hornafjörður - NAUST.pdf
12. 201908054 - Starfshópur um endurskoðun reglna um úthlutun byggðarkvóta
Greining SASS á aflaheimildum sem renna til atvinnu- og byggðaþróunar lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
13. 201902122 - Fundargerðir stjórnar Nýheima
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta