|
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður, Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður, Þröstur Jóhannsson aðalmaður, Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður, Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður, Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Bartek Andresson Kass , Guðrún Agða Aðalheiðardóttir . |
|
Fundargerð ritaði: Guðrún Agða Aðalheiðardóttir, Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála |
|
|
|
1. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá Alta kom inn á fundinn. Farið yfir ýmis mál vegna auglýsingar vinnslutillögu.
|
Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá Alta kynnti vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum 8 og 9 kafla sem varðar breytingar í þéttbýli og dreifbýli. |
|
|
|
2. 202504012 - Dýpkun á Grynnslunum - Umsögn, skipulagsgátt |
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Hornafjarðar í máli nr. 0468/2025 í Skipulagsgátt. Óskað er eftir umsögn um matsáætlun vegna dýpkunar á Grynnslunum í Hornafirði.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
3. 202503099 - Umsókn um byggingarheimildleyfi- Hagi 2 |
Rut Guðmundsdóttir sækir um heimild til að setja niður 3 gistihús að Haga 2. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæði en samkvæmt aðalskipulagi er svæðið inn á landbúnaðarsvæði en um það segir m.a. "Ferðaþjónusta, svo sem gisting og greiðasala, innan tiltekinna stærðarmarka meðfram búskap, skal teljast hluti landbúnaðar þar sem er föst búseta. Heimilt er að selja gistiþjónustu í flokki 1 og 2 sbr. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Heimilt er að nýta núverandi byggingar með breytingum og/eða takmarkaðri viðbótaruppbyggingu fyrir gistingu í allt að 16 herbergjum, fyrir 32 gesti".
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar grenndarkynningu á málinu fyrir Haga, Haga 3 og Heimahaga samkv. 44 gr. skipulagslaga 123/2010. Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
4. 202504050 - Landeignaskrá - beiðni um skráningu nýs staðfangs, Holtsendi 2 |
Byggingarfulltrúi óskar álits nefndarinnar vegna beiðni Borgars Antonssonar um nýtt staðfang innan landeignar Holtsendi 2. Óskað er eftir að staðfangið verði Stökustaður og að það verði tengt við húsið.
|
Umhverfis og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið. |
|
|
|
5. 202504011 - Landeignaskrá - Smyrlabjörg - merkjalýsing |
Hótel Smyrlabjörg ehf óskar eftir staðfestingu merkjalýsingar sem gerir ráð fyrir afmörkun og stækkun lóðarinnar L160144 og afmörkun nýrrar lóðar undir einbýlishús sem tekið er úr landi L160145 samkvæmt framlögðum gögnum.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga. Umsækjanda er bent á að uppbygging og framkvæmdir hafa ekki verið heimilaðar á svæðinu umfram það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Málinu vísað til bæjarstjórnar. |
|
|
|
6. 202502103 - Fyrirspurn vegna áforma um uppbyggingu á Hafnarbraut 11. |
Reynir Ásgeirsson sótti um að byggja 10 herbergja gistiheimili á lóðinni Hafnarbraut 11. Verkefnið var grenndarkynnt og barst ein umsögn.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd um fyrirhugaðar framkvæmdir. Nefndin felur starfsmanni að svara innsendum athugasemdum. |
10 hótel herbergi Höfn à Hornafirði - Teikningar.pdf |
|
|
|
7. 202411063 - Sandbakkavegur 5 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra |
Fallastakkanöf ehf. hefur sent inn uppfærða tillögu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sandbakkavegi 5.
|
Umhverfis- og skipulagsnefndin veitir heimild til þess að láta vinna deiliskipulagsbreytingar í samræmi við framlögð gögn. Deiliskipulagsbreyting fellur að stækkun byggingarreits til suðurs og fjölgun úr 4 íbúðum í 7. |
250124 - Sandbakkavegur 5.pdf |
|
|
|
8. 202412108 - Íþróttavöllur á Hrollaugsstöðum |
Lögð er fram tillaga frá ungmennafélaginu Vísi um að byggja fjölnota íþróttaaðsöðu við Hrollaugsstaði. Málið hefur verið tekið fyrir hjá bæjarráði og var málinu vísað á til umhverfis- og skipulagsnefndar.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform. Nefndin leggur til að horft verði til sem bestrar nýtingar á svæðinu. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 |