|
|
| 1. 2511016F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 107 |
Fundargerð ungmennaráðs lögð fram.
|
| Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fundargerðina. |
|
| |
| Gestir |
| Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
|
|
| 2. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025 |
Kynning á helstu niðurstöðum Barna- og ungmennaþings frá í nóvember.
|
| Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir ágæta kynningu á niðurstöðum barna- og ungmennaþings og hvetur stofnanir og starfsfólk til að skoða niðurstöðurnar vel og bregðast við þegar hægt er. Nefndin ætlar að veita gott fordæmi og hvetja til og styðja við góð verkefni á fræðslu- og frístundasviði. |
| Samantekt frá barna- og ungmennaþingi_kynning í nefndum.pdf |
|
| |
| Gestir |
| Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
| 3. 202511021 - Starfsáætlun FabLabsVöruhúss 2026 |
Stjórn Vörhúss/Fablabs hefur tekið til starfa. Stefnt er að tveimur formlegum fundum á ári og vinnufundum þess á milli. Stjórnin leggur ríka áherslu á að leggja fram öfluga og sýnilega starfsáætlun fyrir starfseininguna og í framhaldi eru drög að starfsáætlun nú kynnt fyrir fræðslu- og frístundanefnd.
|
| Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með starfsáætlunina og telur að hún sé góður stuðningur við starfið enda margt spennandi í boði. Það er líka gott að hafa starfsáætlunina lifandi og bæta inn í hana þegar líður á árið. |
|
| |
| Gestir |
| Sindri Elvarsson forstöðumaður Vöruhúss |
|
|
| 4. 202511089 - Skráningardagar í leikskólanum |
Um þessar mundir eru rúm tvö ár síðan skráningardagar voru teknir upp á Sjónarhóli. Nýting á þeim er að meðaltali um 35% en mjög misjöfn nýting milli daga. Mest hefur nýtingin verið rúm 58% og minnst tæp 9,5%.
|
| Fyrirkomulag skráningardaganna hefur að mestu gengið vel og eru stjórnendur og starfsfólk leikskólans ánægt með fyrirkomulagið. Foreldrar hafa bent á að það sé óþægilegt að láta bæta gjaldi fyrir skráningardaga ofan á mánaðargjaldið. Betra væri að hafa mánaðargjaldið hærra og fá afslátt en það er hinsvegar flóknari framkvæmd og gjaldakerfið býður ekki upp á einfalda lausn á því. Til að koma til móts við hugmyndir foreldraráðs ákvað fræðslu- og frístundanefnd að byrja á að leggja skoðanakönnun fyrir foreldra á leikskólanum og spyrja út í skoðanir þeirra á skráningardögum. |
|
| |
| Gestir |
| Svava Kristín Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Sunna Jónsdóttir fulltrúi foreldra |
|
|
| 5. 202511090 - Breytingar á skóladagatölum veturinn 2025-2026 |
Óskað er eftir breytingum á skóladagatölum leik- og grunnskóla vegna námskeiðs um Heillaspor fyrir allt starfsfólk. Vegna breyttra flugsamgangna og breytinga hjá námskeiðshöldurum er farið fram á að hafa sameiginlegan skipulagsdag 11. mars í stað skipulagsdaga sem áttu að vera 16. mars í Grunnskóla Hornafjarðar, 6. mars í Hofgarði og 20. febrúar í Leikskólanum Sjónarhóli. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á skráningardaga.
|
| Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skóladagatölum og biður skólastjórnendur að auglýsa breytingarnar strax bæði í starfsmannahópnum og foreldrahópnum. |
| Leikskóladagatal Sjónarhóll 2025-2026 breytt.pdf |
| grunnskoladagatal-2025-2026Hofgardur - breytt.pdf |
| Grunnskóladagatal-2025-2026 GH breytt.pdf |
| Leikskóladagatal 25-26_Hofgarður - breytt.pdf |
|
| |
| Gestir |
| Þórdís Þórsdóttir skólastjóri, Halldóra Guðmundsdóttir og Svava Kristín Þorsteinsdóttir fulltrúar starfsmanna, Sunna Jónsdóttir fulltrúi foreldra |
|
|
| 6. 202510048 - Skólapúlsinn 2025-2026 |
Niðurstöður Skólapúlsins í 2. - 5. bekk eriu komnar í hús. Þessi könnun er lögð fyrir einu sinni á ári og nær yfir ánægju af lestri, ánægju með skólann, vellíðan í skólanum og ánægju með matinn í skólanum.
|
| Skólapúlsinn kemur ágætlega út hjá skólanum og er hann vel fyrir ofan meðalag í öllum þáttum en þeir eru ánægja af lestri, ánægja með skólann, vellíðan í skólanum og ánægja með matinn í skólanum. Vellíðan í skólanum og ánægja með matinn er meira að segja marktækt yfir meðaltali. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir kynninguna og hvetur skólann til að vinna að úrbótaáætlun eftir svona kannanir og setja í sjálfsmatskerfið Bravo lesson sem skólinn er nýfarinn að nota. Fræðslu og frístundanefnd vill svo gjarnan fá kynningar á úrbótaáætlunum einu sinni á ári. |
| Skólapúslinn 2.5.bekkur haust 2025(51).pdf |
|
| |
| Gestir |
| Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi kennara |
|
|
| 7. 202511093 - Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla |
Vegna innleiðingar á nýjum miðlægum nemendagrunni sem heldur utan um samræmda skráningu barna á skólaskyldualdri í grunnskóla fyrir allt landið óskar Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) eftir því að sveitarfélög samþykki sameiginlegt tímabil fyrir innritun í grunnskóla. Innritun yrði þá á eftirfarandi tímum; Innritun í 1. bekk: 1. febrúar - 31. mars. Umsókn um skólaskipti innan/milli sveitarfélaga: 1. febrúar - 30. apríl. Umsókn um sjálfstætt starfandi skóla: 1. febrúar - 30. apríl. Umsókn um sérdeild og umsókn um sérskóla: 1. febrúar-31. mars. Umsókn um áframhaldandi skólavist: 1. febrúar - 31. mars.
Sameiginlegt innritunartímabil er leið til að tryggja gagnsæi og skapa jafnræði gagnvart forsjáraðilum og börnum þegar kemur að aðgengi að skólakerfinu, óháð sveitarfélagi og skóla. Gögn barna í Nemendagrunninum munu fylgja þeim á milli skóla, milli sveitarfélaga og síðar á milli skólastiga og eru samræmdar dagsetningar fyrir innritun forsenda þess að allt gangi hnökralaust fyrir sig.
|
| Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir sameiginlegt tímabil fyrir innritun í grunnskóla. |
|
| |
| Gestir |
| Þórdís Þórsdóttir skólastjóri, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna |
|
|
| 8. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar |
4. og 5. fundargerð starfshóps um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar kynntar.
|
| Fundirnir hafa verið gagnlegir og margt komið til umræðu. Fulltrúar í starfshópnum sammála um að það þurfi að fara í breytingar og að aðstaða og rými í skólanum séu ekki ásættanleg. Stýrihópur um íþróttamannvirki hefur verið boðaður til samráðs á næsta fund starfshópsins. Stefnt er að því að starfshópurinn skili af sér í byrjun febrúar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir upplýsandi umræður. |
|
| |
| Gestir |
| Þórdís Þórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar, Halldóra Guðmundsdóttir fulltrúi kennara |
|
|
| 9. 202502064 - Heillaspor |
Kynning á stöðu Heillaspora í Sveitarfélaginu.
|
Eins og fram kom á fundi nefndarinnar í ágúst sótti skólaskrifstofa Hornafjarðar í samráði við skólastjórnendur og stjórnendur frístundastarfs sveitarfélagsins Hornafjarðar um að innleiða Heillaspor í skóla- og frístundastarf sveitarfélagsins. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) heldur utan um innleiðinguna í samráði við starfsfólk í héraði. Samhliða umsókninni var sótt um styrk til Mennta- og barnamálaráðuneytisins (MRN) til að standa straum af kostnaði við verkefnið.
Nú hefur MMS samþykkt þátttöku sveitarfélagins, starfsfólk er reiðubúið að hefja innleiðingu og MRN hefur samþykkt að styrkja verkefnið veglega.
Nú þegar hafa fjórir aðilar úr héraði setið námskeið um Heillaspor. Þessir aðilar sem eru fulltrúar skólaþjónustu sveitarfélagsins verða leiðtogar í sveitarfélaginu við innleiðingu á Heillasporum. Þeir sáu um kynningu fyrir starfsfólk 21. nóv og atkvæðagreiðslu þar sem allir sem tóku þátt voru til í að fara í verkefnið. Í mars verður sameiginlegt námskeið fyrir allt starfsfólk, leik- og grunnskóla, frístundar, félagsmiðstöðvar og annað starfsfólk á fræðslu- og frístundasviði. Í framhaldinu hefst formleg innleiðing sem standa mun í a.m.k. eitt og hálft ár en mun lengri tíma þarf til að verkefnið festist í sessi.
|
|
|
|
| 10. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga |
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki hjá sveitarfélaginu. Breytingar hafa verið gerðar á reglum um styrki til að tryggja enn betur jafnræði, gagnsæi og faglega úthlutun fjármagns til samfélagslegra verkefna sem styðja við menningu, íþróttir, frístundir, atvinnuþróun, félagsstarf og fræðslu. Með nýju fyrirkomulagi er umsóknarferli einfaldað og samræmt. Styrktarsjóðir atvinnu- og menningarmálanefndar og fræðslu- og frístundanefndar hafa verið sameinaðir og vinna nefndirnar sameiginlega úr styrkumsóknum.
|
| Breytt fyrirkomulag og hugmyndir um úrvinnsluferli rætt. Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu. |
|
|
|