Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 12

Haldinn í ráðhúsi,
27.02.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir aðalmaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Fundurinn var haldinn í fjarfundi á Teams Meeting.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202002101 - Staða og horfur í sjávarútvegi í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Aðalsteinn Ingólfsson forstjóri Skinneyjar-Þinganess ræðir stöðu í sjávarútvegi í Hornafirði í ljósi aflabrests.

Aðalsteinn fer yfir áhrif humar- og loðnubrests á samfélagið. Ljóst er að efnahagslegu áhrifin eru mikil, bæði bein og óbein.
Aukin vinnsla á hvítfiski vinnur tapið upp að hluta og ekki eru fyrirhugaðar uppsagnir hjá fyrirtækinu vegna þessa.
 
Gestir
Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess
Árdís Erna Halldórsdóttir
2. 201904050 - Eyðibýli
Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason fer yfir verkefni Þorbergsseturs og skráningu eyðibýla.

Þorbjörg sagði nefndinni frá helst verkefnum Þorbergsseturs undanfarin ár og áhuga þeirra á skráningu eyðibýla sveitarfélagsins frekar. Hefur þetta verkefni verið lengi í farvatninu og áætlað væri að leita að menningarminjum um búsetu og þær skráðar. Með skráningu minjanna má bjarga þeirri þekkingu sem til er áður en hún glatast.
Þorbergssetur stefnir á að efla fræðastörf er tengjast söfnun, varðveislu og skráningu menningarminja.
 
Gestir
Fjölnir Torfason, Þórbergssetri
Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs
3. 202002100 - Staða og horfur í ferðamálum í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Olga Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls ehf. og Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Hornafirði ræða stöðu og horfur í ferðamálum í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Olga fer yfir stöðuna hjá ferðaþjónustunni á svæðinu, en ljóst er að þó nokkur samdráttur er hér líkt og annarsstaðar á landinu. Drög að skýrslu um komur ferðamanna til svæðisins árin 2004-2019 liggur fyrir þar sem kemur fram að gestum hefur fækkað úr 839.000 árið 2018 í 773.000 gesti árið 2019. Það má að hluta til rekja til falls WOW air sem hafði mikil áhrif á komur gesta frá Bandaríkjunum og Kanada, en einnig til fleiri þátta eins og Covid 19 veirunnar sem nú geisar og hefur mikil áhrif á komur ferðamanna frá Asíu.

Umræður sköpuðust um mikilvægi þess að atvinnustefna Vatnajökulsþjóðgarðs líti sem fyrst dagsins ljós, meðal annars vegna öryggismála á jökli. Einnig er orðið brýnt að þjóðgarðurinn komi fram með leiðir til að standa við eitt af meginmarkmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs sem er að "Leitast við að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins."

Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur áhyggjur af stöðu mála í atvinnugreininni og leggur til við bæjarráð að sveitarfélagið fari fram á fund með Umhverfisráðuneytinu þar sem þessi mál verði rædd.
 
Gestir
Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ
Olga Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls ehf.
Árdís Erna Halldórsdóttir
4. 202002099 - Staða á atvinnumarkaði febrúar 2020
Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Árdís Erna Halldórsdóttir
5. 202002065 - Til samráðs: Reglugerð um héraðsskjalasöfn
Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnti til samráðs mál nr. 32/2020, Reglugerð um héraðsskjalasöfn".

Umsagnarfrestur er til og með 13.3.2020.


Starfsmanni nefndar er falið að skila inn athugasemdum í samræmi við umræður á fundi.
6. 201905077 - Vélar MMH í Hoffelli
Unnið er að skráningu véla í samráði við Björn Arnarsson og málið er í vinnslu.

Skráning véla er vel á veg komin. Starfsmaður nefndar vinnur áfram að málinu.
7. 201911076 - Safnamál sveitarfélagsins
Atvinnu og menningarmálanefnd fundar um stöðu safnamála í sveitarfélaginu.

Atvinnu og menningarmálanefnd ætlar að klára framtíðarstefnu í safnamálum sveitarfélagsins á vormánuðum.
8. 202002095 - Sjóminjasýningar
Vegna breytinga á aðstöðu sýninga sjóminjasafnsins er stefnt á að taka niður sjóminjasýninguna í Skreiðarskemmunni á næstu mánuðum. Mun nefndin leita leiða til að finna sýningunni sýningarpláss svo hægt verði að setja sjóminjasýningu sveitarfélagsins aftur upp.
9. 201809035 - Mikligarður
Fyrirhugaðar framkvæmdir í Miklagarði ræddar.
10. 201709186 - Skreiðarskemma sýningaraðstaða.
Sýningaraðstaða Í Skreiðarskemmu stendur ekki mikið lengur til boða og fyrirhugaður flutingur muna sýningarinnar á næsta leiti.

Munir sýningarinnar verða færðir í geymslur Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í Álaleiru þar til önnur lausn finnst.
11. 202002094 - Starfsstefna MMH 2020-2024
Vinna þarf að starfstefnu Menningarmiðstöðvarinnar. Leggja þarf fram stefnu stofnunarinnar og mennignarmála næstu 4 árin.

Frestað til næsta fundar.
12. 201912062 - Umsóknir um menningastyrki 2019
Nefndin fór yfir tilnefningar og tók ákvörðun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til baka Prenta