Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 937

Haldinn í ráðhúsi,
17.03.2020 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2003001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 10
Bókun frá Sæmundi undir lið 4. í fundargerðinni, Endurskoðun á ferðaþjónustukafla aðalskipulags. "Þar sem að það er ekkert sem takmarkar fjölda bílastæða í Aðalskipulagi Hornafjarðar þá verður ekki séð að 0,8 bílastæði á hvert herbergi takmarki það að bílastæðum mun fjölga til muna við þá gististaði sem eru í rekstri og geta sótt um framlengingu, samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram á þessum bæjarráðsfundi. Sæmundur hvetur til þess að þessi tillaga verði borin undir hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og óskað eftir viðbrögðum áður en hún verður tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar."
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja D. Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
2. 2002004F - Félagsmálanefnd Hornafjarðar - 317
Fundargerð samþykkt.
Almenn mál
2. 202002068 - Nýtt götuheiti í Óslandi
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að nýtt götuheiti verði Sandeyri skv. gömlu örnefni á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir götuheitið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 201709148 - Vöruhús Endurbætur. Hönnun til útboðs frá 1. áfanga til 4.áfanga.Verklok.
Umsjónarmaður fasteigna leggur fram gögn vegna endurbóta Hafnarbrautar 30.
Bæjarráð heimilar útboð 4. áfanga Hafnarbraut 30 Vöruhús samkvæmt framlögðum gögnum.
 
Gestir
Björn Þ. Imsland, umsjónarmaður fasteigna
4. 202003002 - Byggingarleyfisumsókn: Víkurbraut 24 - breyting á innra skipulag
Hönnunarteikningar Víkurbraut 24 lagðar fram til kynningar.
Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi teikningar af Víkurbraut 24. Hönnun er á lokastigum og útboðsgögn í undirbúningi. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi teikningu.
 
Gestir
Björn Þ. Imsland.
5. 202002056 - Niðurgreiðsla vegna daggæslugjalda
Félagsmálanefnd leggur til að reglur um niðurgreiðslu daggæslugjalda verði endurskoðaðar og færðar til samræmis við önnur sveitarfélög. Málinu vísað til Bæjarráðs.
Starfsmönnum falið að greina kostnað í kringum málaflokkinn og koma með tillögur að útfærslu. Einnig þarf að koma fram hvort hækkun niðurgreiðslna rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.
6. 201911065 - Barnvænt sveitarfélag: Innleiðing barnasáttmála SÞ
Bæjarstjóra var falið að kanna hver kostnaður væri við þátttöku í verkefninu barnvænt samfélag. Skráningargjaldið er 500.000 kr. og innifelur það námskeiðshöld, ráðgjöf og ferðakostnað. Launakostnaður á ári miðað við 30% stöðugildi sérfræðings er 2.500.000 kr.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu Barnvænt samfélag. Kostnaður vegna starfsmanns muni rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2020 en verði endurskoðaður við fjárhagsáætlunargerð 2021.
7. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Bæjarstjóra falið að senda bréf til heilbrigðisráðuneytisins þar sem óskað er eftir frestun á yfirfærslu heilsugæslu, sjúkrarýma, sjúkraflutninga og heimahjúkrunar til HSU sökum aðstæðna í samfélaginu í kjölfar útbreiðslu Covid-19 veirunnar.
8. 202001074 - Landsþing 26.mars 2020
Landsþingi verður frestað
Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vera átti 26. mars hefur verið frestað ásamt aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf vegna Covid-19 faraldurs.
9. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Bæjarstjóri fór yfir þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur gripið til vegna Covid-19 faraldurs.
Bæjarstjóri og fræðslustjóri hafa fengið ábendingar um hvort leikskólagjöld breytist til lækkunar ef tími leikskólabarna er styttur. Bæjarráð mun taka við ábendingum foreldra og taka ákvarðanir í samræmi við ákvarðanir annarra sveitarfélaga.
Ekki er heimilt samkvæmt lögum að fundir nefnda fari alfarið fram í fjarfundarbúnaði, á meðan svo er verða nefndarfundir með hefðbundnum hætti eða frestað.

Breytt fyrirkomulag í Grunnskóla Hornafjarðar vegna Covid
Viðbragðsáætlun vegna COVID19 -13.3.2020.pdf
Aðgerðaáætlun Hornafjarðar útgafa 1 dags. 16.mars
10. 202003027 - Erindi vegna alvarlegrar stöðu í ferðaþjónustunni
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga er unnið að aðgerðaráætlun vegna efnahagsáhrifa Covid-19 heimsfaraldurs. Bæjarstjórn hefur setið vinnufundi, og mun gera áfram, vegna málsins með það að markmiði að skoða hvernig hægt er að koma til móts við atvinnulífið vegna fyrirsjáanlegs tekjubrests og mögulegra greiðsluerfiðleika. Engin leið er að sjá fyrir endann á áhrifum faraldursins í dag.

Alyktun_stjornar_Ferdamalafelags_A_Skaft.pdf
11. 202003028 - Loftslagsyfirlýsing Festu og Sveitarfélagsins Hornafjörður
Eitt af markmiðum sveitarfélagsins með aðild að Festu Samfélagsábyrgð var að setja af stað sameiginlegt hvatningaverkefni fyrir stofnanir og fyrirtæki í loftslagsmálum.
Bæjarstjóri kynnti samvinnuverkefni Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar varðandi innleiðingu loftslagsyfirlýsingar Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar sambærilegt og Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa gert.
12. 202003038 - Nýheimar þekkingasetur: Leigusamningur
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
13. 202003035 - Beiðni um sameiginlega tilnefningu sveitarfélaga í hreindýraráð
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurland (SSA) hefur falið framkvæmdastjóra Austurbrúar/SSA að leita til sveitarfélaga á Austurlandi um umboð til handa SSA um tilnefningu í hreindýraráð í samræmi við meðfylgjandi erindi. Yrði það í takt við vinnulagið síðast þegar skipað var í ráðið fyrir hönd sveitarfélaganna. Mun framkvæmdaráð SSA tilnefna aðila í samræmi við erindið þegar umboð til þess hafa borist frá öllum sveitarfélögunum.

Bæjarráð leggur til við stjórn SSA að hún skipi sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu í Hreindýraráð, líkt og gert var árið 2016.
14. 202003034 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022
Kostnaður við refaveiðar er í kringum 2,5-2,7 m.kr. á ári.
Starfsmönnum falið að senda Umhverfisstofnun umbeðnar upplýsingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta