Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 51

Haldinn í ráðhúsi,
18.03.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir ,
Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Birkir Snær Ingólfsson ,
Björgvin Freyr Larsson ,
Stígur Aðalsteinsson ,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Ólöf Ósk Guðnadóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202002015 - Ungt fólk og lýðræði 1.-3.apríl 2020
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði átti að fara fram dagana 2.-4.apríl. Vegna samkomubanns er búið að seinka ráðstefnunni fram á haust.

Ungmennráði kynnt að UMFÍ ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem halda átti í byrjun apríl verður frestað til september. Ungmenni ungmennaráðs fá því langan tíma til að ákveða hvort þau hafi hug á að taka þátt í þessari skemmtilegu ráðstefnu.
2. 201704091 - Erindisbréf Ungmennaráðs 2017
Erindisbréf ungmennaráðs Hornafjarðar er frá því í júní 2017. Erindisbréfið þarfnast endurskoðunar.

Áður hefur komið fram að ungmennaráð vilji breyta erindisbréfi sínu. Einna helst eru það ungmennaþingin sem hafa verið haldin á hverju ári núna þrjú ár í röð sem ungmennin velta fyrir sér. Einnig eru það mál eins og að setja vinnufundi inn á bréfið. Þetta eru hugmyndir sem þarf að skoða nánar og engin ákvörðun er tekin á þessum fundi.
3. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
1) Orkudrykkjakönnun ungmennaráðs.

2) Heimasíða ungmennaráðs. Er hægt að efla virknina á síðunni svo hún nái til unga fólksins t.a.m. ráðleggingar um covid?


1) Orkudrykkjakönnun Ungmennaráðs. Ákveðið er að fresta fyrirlögn könnunarinnar sem átti að leggja fram núna í mars í grunnskóla og framhaldsskóla. Ákveðið síðar hvort hún verði lögð fram við upphaf nýs skólaárs í ágúst.

2) Heimasíða ungmennaráðs. Ungmennaráð ætlar að að vera duglegri að auglýsa heimasíðuna og reyna setja inn á hana skemmtilegt efni sem létt gætu stundirnar á meðan Covid-19 aðgerðir eru í gangi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta