Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 65

Haldinn í ráðhúsi,
25.03.2020 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Nejra Mesetovic, Þóra Björg Gísladóttir, Ragnar Logi Björnsson, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, .

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri
Fundurinn fór fram í fjarfundi á samskiptaforritinu teams.


Dagskrá: 
Fundargerð
7. 2002002F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 50
Fundargerðir 50. og 51. funda Ungmennaráðs lagðar fram. Fram kom að ýmis verkefni sem ráðið hefur hug á að framkvæma þarf að fresta um óákveðinn tíma.
Almenn mál
1. 202002019 - Leik- og grunnskólinn í Hofgarði: Skóladagatal 2020-2021
Farið var yfir skóladagatal leik- og grunnskólans í Hofgarði fyrir næsta skólaár. Fram kom sú skoðun foreldra, í mati á skólastarfi, að efla mætti félagslíf þar sem íbúar tækju þátt með börnunum og því hefur slíkum viðburðum verið fjölgað. Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
 
Gestir
Brynja Kristjánsdóttir skólastjóri situr fundinn undir málum 1., 2. og 8.
2. 202003051 - Grunnskólinn í Hofgarði: Ytra mat
Farið var yfir skýrslu Námsmatsstofnunar um ytra mat þar sem sterkir þættir eru dregnir fram og bent er á tækifæri til úrbóta.Í framhaldinu var rætt um umbótaáætlun skólans. Fram kom að búið er að bregðast nú þegar við nokkrum ábendingum og aðrar sem taka meiri tíma eru í vinnslu. Matsskýrslan og umbótaáætlunin verða birt á heimasíðu skólans.
3. 202003050 - Grunnskóli Hornafjarðar: Ytra mat
Farið var yfir niðurstöður matsskýrslunnar þar sem sterkir þættir eru dregnir fram og bent á tækifæri til úrbóta. Skólastjórar eru byrjaðir að vinna umbótaáætlun en ekki hefur gefist mikill tími til þeirrar vinnu. Fram kom að skólastjóri óskaði eftir því að matsaðilar myndu meta skólabrag sem viðbótarmatsþátt. Þórgunnur fór yfir þau drög að umbótum sem búið er að vinna. Aftur verður fjallað um málið þegar umbótaáætlunin er tilbúin en í ljósi aðstæðna er óvíst hvenær það verður.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir skólstjóri, Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra og Herdís Tryggvadóttir fulltrúi kennara.
4. 202003056 - Grunnskóli Hornafjarðar: Skóladagatal 2021-2022
Farið var yfir drög að skóladagatali Grunnskóla í Hornafjarðar fyrir næsta skólaár. Dagatalið verður lagt aftur fyrir nefndina eftir að skólaráð hefur fjallað um það.
5. 202001028 - Seinkun skólabyrjunar
Fundi sem halda átti með foreldrum leik- og grunnskóla um þetta mál og um húsnæði Grunnskóla Hornafjarðar til framtíðar, þann 19. mars s.l. var frestað um óákveðinn tíma.
Ákveðið að halda fund um seinkun skólabyrjunar og húsnæði GH til framtíðar þann 16. apríl kl. 16:15 og streyma honum, ef samkomubann verður enn í gildi. Ítarlegt fundarboð og útskýring á fundarfyrirkomulagi verður sent út til foreldra leik- og grunnskólabarna fyrir páska og ítrekun þann 14. apríl.
6. 202003057 - Leikskólinn Sjónarhóll: Skóladagatal 2020-2021
Drög að skóladagatali leikskólans Sjónarhóls fyrir næsta skólaár lögð fram. Starfsmenn skólans óska eftir því að fjölga skipulags- og námsdögum um tvo, úr 6 í 8 vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsmanna erlendis í apríl 2021. Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir að veita leikskólanum einn aukadag en að skólinn nýti einn af sínum sex dögum í fyrirhugaða ferð. Skóladagatalið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi.
 
Gestir
Elínborg Hallbjörnsdóttir skólastjóri, Guðrún Einarsdóttir fulltrúi foreldra og Guðrún Erla Víðisdóttir fulltrúi starfsmanna
8. 202003052 - Aðgerðir í fræðslu-, íþrótta- og tómstundamálum vegna Covid 19
Minnisblað um aðgerðir til varnar útbreiðslu Covid 19 veirunnar lagt fram. Skólastjórar gerðu grein fyrir stöðunni eins og hún er núna í hverjum skóla fyrir sig, en aðgerðum er breytt nánast daglega í takt við breyttar aðstæður og ný tilmæli yfirvalda. Fræðslu- og tómstundanefnd gerir sér grein fyrir því hve miklu álagi ástandið veldur starfsfólki á sviðinu, þar sem hver dagur felur í sér nýja og fordæmalausa áskorun. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til stjórnenda og starfsfólks skólanna, fyrir samstöðu, æðruleysi og dugnað sem gerir það að verkum að hægt er að halda úti skólastarfi við þessar erfiðu aðstæður. Verum varkár, fylgjum fyrirmælum um samkomubann og leiðbeiningum um hreinlæti. Gleymum þó ekki að halda góðu sambandi og veitum allan þann stuðning sem við getum.
9. 202003058 - Tónskólinn: Skóladagatal 2020-2021
Drög að skóladagatali Tónskóla A - Skaft. fyrir næsta skólaár lagt fram. Dagatalið verður lagt aftur fyrir á næsta fundi.
10. 202002037 - Loftlagsráðstefna unga fólksins haust 2020
Nýheimar Þekkingarsetur í samvinnu við Ungmennaráð, Nemendafélag FAS, unga umhverfissinna og umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins hefur sótt um styrk til að halda viðburð um loftslagsmál á Höfn í september 2020. Undirbúnings- og skipulagshópur undirbýr viðburðinn þar sem gert er ráð fyrir fræðsluerindum og vinnustofum. Áhersla verður lögð á að ná til og vekja áhuga ungs fólks á umhverfis- og loftslagsmálum.
Verkefnislýsingin lögð fram til kynningar. Fræðslu- og tómstundanefnd líst vel á verkefnið og vonar að af viðburðinum geti orðið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta