Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 938

Haldinn í ráðhúsi,
24.03.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, 
Ólöf Ingunn Björnsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum nr. 3-6.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202003069 - Fundur með Umhverfis- og auðlindaráðherra 24. mars 2020
Bæjarráð fundaði með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindamálaráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins.
Farið var yfir málefni Vatnajökulsþjóðgarðs í tengslum við erindi frá ferðaþjónustuaðilum.
Reglugerð um atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs bíður birtingar í Stjórnartíðindum, í framhaldinu er hægt að fara að vinna skv. atvinnustefnu þjóðgarðsins.
Unnið er að stjórnun- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand sem mun ljúka í byrjun sumars.
Einnig rætt við ráðherra um rannsóknir, verkefnastöðu landvarða- og innviðauppbyggingu á Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
2. 202003059 - Fjarfundir bæjarstjórnar nefnda, ráða og stjórna
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem lagðar eru til upplýsingar leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar og breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þess efnis.
Lagt er til að tímabundið verði staðfesting fundargerða bæjarráðs og fastanefnda í gegnum tölvupóst.

Bæjarráð samþykkir að fundargerðir verði samþykktar í gegnum tölvupóst.
3. 201905069 - Rammasamningur: Aðild að raforkusamning
Sveitarfélagið tók tilboði frá Orku náttúrunnar og munu skiptin eiga sér stað 1.5.2020, skv. útboði Ríkiskaupa.
Lagt fram til kynningar.
Taka tilboðs I.pdf
4. 202003064 - Aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út, Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf.
Í því ástandi sem nú ríkir hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga öll sveitarfélög til þess að veita íbúum, einstaklingum og fjölskyldum, eins skýrar upplýsingar og kostur er um fyrirkomulag á velferðarþjónustu.

Bæjarráð fagnar tillögunum, það er skýr vilji bæjarráðs að standa vörð um störf og að stuðla eins og kostur er að því að atvinnulífið og heimilin beri sem minnstan skaða af þeim atburðum sem nú eiga sér stað.
Bæjarráð leggur til að gjalddögum fasteignagjalda í apríl og maí verði seinkað hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19.
Starfsmönnum falið að vinna að reglum um viðmið varðandi frestun á gjalddögum.
Bæjarráð hvetur foreldra leikskólabarna til að halda börnum sínum heima ef þeir hafa tækifæri til, svo draga megi úr álagi á leikskólanum.
Varðandi gjaldskrá leikskóla og Kátakots falla gjöld niður hjá þeim sem taka börnin sín úr vistun.
Bæjarráð og bæjarstjórn mun fylgjast vel með áhrifum COVID-19 á samfélagið og bregðast við þeim þegar það á við.
Atvinnumálafulltrúa falið að greina áhrif COVID-19 atvinnulífið í sveitarfélaginu.
Bæjarráð hvetur atvinnurekendur til þess að nýta sér þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á til þess að halda ráðningarsambandi við starfsmenn sína á þessum erfiðu tímum.

5. 201903114 - Eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 10. febrúar 2020.
Fjármálastjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
6. 202003078 - Staða sveitarsjóðs 2020
Fjármálastjóri fór yfir stöðu sveitarsjóðs. Rekstraryfirliti m.v. fyrstu tvo mánuði ársins 2020.
Drög að ásreikningi 2019 lögð fram.

Staða sveitarsjóðs er í jafnvægi miðað við áætlanir.
7. 201911049 - Hitaveita
Óskað var eftir að sveitarfélagið leitaði eftir tilboðum fyrir íbúa um vegna breytinga á hitaveitu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tilboðum sem hafa borist sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum til íbúa um þau tilboð sem hafa borist.
Bæjarráð hvetur RARIK til að taka tillit til breyttra aðstæðna í samfélaginu og framlengja þann tíma sem íbúar hafa til að taka inn hitaveitu.
8. 202002022 - Hrollaugsstaðir: framkvæmdir
Bæjarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum að fjármögnun og lagði fram hugmyndir af teikningum.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
9. 202003011 - Graðaloftið: ósk um samstarf
Erindi frá Hlyni Pálmasyni þar sem hann óskar eftir að taka Graðaloftið að sér og ásamt styrk að upphæð 16 milljónir til uppbyggingar á húsnæðinu.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið.
Í ljósi ástands húsnæðisins og fyrri tilrauna til samstarfs við einstaklinga um Graðaloftið, að koma því í notkun heldur bæjarráð sig við fyrri ákvörðun um niðurrif hússins og hafnar því erindinu.
10. 201912093 - Byggingarleyfisumsókn, niðurrif Krosseyjarvegur 5
Byggingarleyfi nr. 201912093 lagt fram til kynningar.
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi byggingarleyfi og felur starfsmönnum að tilkynna þeim sem enn eru að nota húsið um fyrirhugað niðurrif.
11. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í sveitarfélaginu.
Komin er flipi á forsíðu heimasíðunnar hornafjordur.is þar sem upplýsingar um COVID-19 í sveitarfélaginu eru settar inn daglega.
12. 201912091 - Stöðuleyfisumsókn: Bílaplan við Skaftafell: Afgreiðsluhús
Umsókn Arctic Adventures hf. þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir nýtt afgreiðsluhúsnæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í staðinn fyrir húsnæði sem var fyrir á staðnum en eyðilagðist í bruna nýlega.

Svæðisráð var jákvætt

Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðar og er ráðið jákvætt fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir stöðuleyfið.
13. 202003062 - Umsögn:Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.
Lagt fram til kynningar.
Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.
14. 202003044 - Umsögn: Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi
Lagt fram til kynningar.
RE: Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi
Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi
15. 202003065 - Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2020
Lagt fram til kynningar.
16. 202003046 - Tilnefning hamingjuráðherra: Hamingjulestin
Erindi frá SSASS þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilefni hamingjuráðherra, sem mun gegna hlutverki tengiliðs
við nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands, á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem ber heitið Hamingjulestin

Bæjarráð vísar erindi til starfsmanna að koma með tillögur fyrir næsta fund.
Hamingjulestin SASS GÓS.docx
17. 202002002 - Fundargerðir stjórnar SASS
Fundargerði lögð fram til kynningar.
555. fundur stj. SASS.pdf
18. 201903107 - Samningar um rekstur HSU Hornafirði 2019
Farið var yfir stöðu mála.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forstjóra HSU sem fyrst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta