Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og tómstundanefnd - 68

Haldinn í ráðhúsi,
18.05.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Íris Heiður Jóhannsdóttir, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Nejra Mesetovic, Þóra Björg Gísladóttir, Ragnar Logi Björnsson, Ragnhildur Jónsdóttir, .

Fundargerð ritaði: Ragnhildur Jónsdóttir, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
16. 2004011F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 52
Fundargerð 52. fundar lögð fram.
Almenn mál
Herdís I. Waage tómstundafulltrúi situr undir liðum 1-4.
1. 202005041 - Sumarfrístund 2020
Tómstundafulltrúi kynnti drög að upplýsingariti sem hefur að geyma öll tómstundatilboð sem í boði verða fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í sumar á vegum sveitarfélagsins, félagasamtaka og einstaklinga.
2. 202001084 - Vinnuskóli 2020
Starf vinnuskólans hefst mánudaginn 8. júní. Borist hafa 68 starfsumsóknir og verður hægt að veita öllum umsækjendum vinnu. Nemendur úr 7. bekk fá vinnu hálfan daginn en eldri nemendur allan daginn. Verið er skipuleggja verkefni fyrir ungmenni í Öræfum í samvinnu við landgræðslufélagið og Vatnajökulsþjóðgarð.
3. 202005054 - Þrykkjan: Breytingar á starfsemi
Rætt var um blandaða starfsemi Kátakots og Þrykkjunnar og horfur á áframhaldandi samstarfi næsta vetur.
Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri, Herdís Tryggvadóttir fulltrúi kennara og Kristín Hermannsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir liðum 3-11.
4. 202004089 - Ungt fólk og lykiltölur í lífi barna
Farið var yfir niðurstöður könnunarinnar sem tekin var meðal nemenda í 8. -10. bekk í febrúar sl. Verið er að kynna niðurstöðurnar og taka samtal við nemendur í skólanum þessa dagana. Foreldrafundir hafa verið boðaðir með skólastjórnendum, umsjonarkennurum og félagsmálastjóra ásamt tómstundafulltrúa.
Hornafj. Ungt fólk 2020.pdf
Ungt fólk.pdf
5. 202004072 - Skolavogin: kannanir í GH
Fyrir liggja niðurstöður úr Skólavoginni 2019-2020 vegna GH; starfsmannakönnun sem tekin var í mars og foreldrakönnun sem tekin var í febrúar. Kannanirnar hafa verið kynntar í skólanum og eru birtar á heimasíðu hans. Fræðslu- og tómstundanefnd fór yfir niðurstöðurnar, en þær munu nýtast skólanum við skipulagningu og þróun innra starfs.
6. 202004048 - Kennslustundamagn GH 2020-2021
Fjöldi nemenda breytist úr 246 í 259 næsta skólaár, 32 nemendur koma inn í 1. bekk en 22 nemendur útskrifast úr 10. bekk í vor. Fyrsta bekk verður skipt í tvær bekkjardeildir. Fjölgað hefur í árgangi 2010 úr 23 nemendum í 25 og því verður næsta 5. bekk skipt upp í tvær bekkjardeildir í samræmi við úthlutunarreglur um kennslustundafjölda til GH. Með þessum aðgerðum fjölgar um tvær bekkjardeildir frá því sem nú er og eykst kennslustundafjöldinn úr 693 á síðasta skólaári í 776. Áætlanir gera ráð fyrir að við skólann starfi 32 kennarar í 30,4 stöðugildum, þrír stjórnendur og að aðrir starfsmenn verði 24 í 22,3 stöðugildum. Fræðslu- og tómstundanefd samþykkir framlagða tillögu að kennslustundamagni.
Reglur um kennslustundamagn
7. 202001028 - Seinkun skólabyrjunar
Könnunin var send út á 347 netföng og 183 eða 63,5% svaraði könnuninni. Þar af voru 36.8% hlynnt breytingunni en 63.2% á móti. Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir að upphaf skóladags verði á sama tíma og verið hefur undanfarin ár eða kl. 8:10.
Foreldrakönnun um upphaf skóladags niðurstöður.pdf
8. 202001024 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæðismál til framtíðar
Rætt var um húsnæðismál skólans til framtíðar en áætlun um þau þarf að vinna í samhengi við margþætta húsnæðisþörf fyrir íþróttaiðkun og skipulag miðsvæðisins milli Hafnar- og Heppuskóla. Mikið hefur verið rætt um þessi mál og m.a. hefur verið fundað með foreldrum, starfsmönnum skólans og skólaráði. Fræðslu- og tómstundanefnd er sammála um það að taka þurfi ákvörðun hið allra fyrsta. Fyrst og fremst þarf að taka ákvörðun um hvort skólinn á að vera í einu húsi eða tveimur því næstu skref varðandi deiliskipulagsvinnu og uppbyggingu á svæðinu byggja á henni. Nefndin er hlynnt því að hafa grunnskólann í einu húsi í framtíðinni og að byggt verði við Heppuskóla.
9. 201903067 - Grunnskóli Hornafjarðar: Húsnæði Kátakots
Í þjónustuhópi Kátakots verða samtals 108 börn næsta skólaár. Í 1. og 2. bekk verða þau 65 og 43 börn 3. og 4. bekk en leikrými í Kátakoti er um 90 fermetrar. Formaður nefndarinnar sagði frá skoðunarferð sem farin var í dag með umsjónarmanni fasteigna og skipulagsstjóra þar sem ýmsir kostir voru reifaðir. Fræðslu- og tómstundanefnd felur fræðslustjóra að skoða þessa kosti áfram.
10. 202005014 - Samræmd próf
Niðurstöður samræmdra prófa í 4., 7. og 9. bekk lagðar fyrir og ræddar.
Samræmd próf 2008 - 2020.pdf
11. 202003050 - Grunnskóli Hornafjarðar: Ytra mat
Umbótaáætlun út frá niðurstöðum ytra mats lögð fyrir og hún samþykkt. Rætt var um leiðir til að kynna betur stoðþjónustuna fyrir foreldrum og fræðslustjóra falið að fara yfir hvort skólareglur samrýmist reglugerð.
12. 202005020 - Grunnskóli Hornafjarðar: Erindi vegna iPadvæðingar
Rætt um erindi frá skólastjóra þar sem óskað er eftir áframhaldandi innleiðingu á iPad í kennslu og námi. Farið er fram á að kaupa bekkjarsett fyrir 7. og 8. bekk og eitt bekkjarsett fyrir yngra stigið ásamt 34 tækjum fyrir kennara. Fræðslu- og tómstundanefnd styður markmið skólans um áframhaldandi þróun á kennslu og verkefnavinnu í iPad og leggur til að skólinn fái fjármagn til tækjakaupa.
13. 202003056 - Grunnskóli Hornafjarðar: Skóladagatal 2021-2022
Óskað er eftir breytingum á skóladagatalinu og hafa vetrarfrí í nóvember í stað febrúar. Vegna Covid frestast námsferð starfsfólks til vors 2021. Lagt er til að fara í þá ferð 21. - 25. apríl 2021. Þess vegna voru tveir skipulagsdagar sem voru eftir áramót færðir á 21. og 23. apríl en vorfrí sem vera átti 23. apríl fellt niður og skólaslit færast því fram um einn dag. Fræðslu- og tómstundanefnd samþykkir framlagt skóladagatal.
14. 202001015 - Skipurit 2020
Tillaga að nýju skipuriti lögð fram til umræðu. Fræðslu- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.
15. 202004101 - Vallarstjórn Sindravalla
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð 28.apríl 2020
 
Gestir
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar
17. 201902052 - Velferðarteymi: fundargerðir og mál 2019-2020
Fundargerð frá 11.maí lögð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til baka Prenta