Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 274

Haldinn í ráðhúsi,
14.05.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Ásgrímur Ingólfsson, Björgvin Óskar Sigurjónsson, Kristján Sigurður Guðnason, Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason, Bryndís Hólmarsdóttir, Bryndís Bjarnarson, Matthildur Ásmundardóttir, .

Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, 


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2004005F - Bæjarráð Hornafjarðar - 942
Bryndís Hólmarsdóttir tók til máls undir 3. lið, aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf, til andsvars Matthildur Ásmundardóttir.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 2004008F - Bæjarráð Hornafjarðar - 943
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
3. 2004014F - Bæjarráð Hornafjarðar - 944
Sæmundur Helgason tók til máls undir 5. lið, útboð Vöruhús endurbætur 2020 4. áfangi.
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
4. 2005003F - Bæjarráð Hornafjarðar - 945
Fundargerðin samþykkt með sjö atkvæðum.
5. 2004003F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 273
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Almenn mál
6. 202004030 - Ársreikningur sveitarfélagsins 2019
Ársreikningur sveitarfélagsins 2019 lagður fram til síðari umræðu.
Matthildur Ásmundardóttir lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Engar breytingar hafa verið gerðar á ársreikningi frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Matthildur lagði til að bæjarstjórn samþykki ársreikning fyrir árið 2019.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Sveitarfélagið Hornafjörður sundurliðun ársreiknings 2019.pdf
7. 202002099 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Atvinnuleysistölur eru með því hæsta sem gerist á landinu eða tæplega 27% í apríl og áætlað 22% í maí.
Sveitarfélagið vinnur nú að ráðningu ungmenna í vinnuskóla ásamt því að auglýst hefur verið eftir námsmönnum á framhalds- og háskólaaldri til starfa. Nú liggja fyrir nokkrar umsóknir sem er verið að vinna úr og mun það skýrast á næstunni hversu marga hægt verður að ráða til starfa. Forstöðumenn vinna einnig að því að skoða möguleika á að ráða starfamenn tímabundið í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar. Bendum við fyrirtækjum á að skoða þá leið ef hægt er að skapa störf tímabundið. Hlutfall atvinnulausra er svipað og er á Suðurnesjum og ástandið mjög alvarlegt.
Atvinnuleysi er af áður óþekktu hlutfalli í sveitarfélaginu. Unnið er að skipulagi sumarstarfa í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnar. Forstöðumenn eru einnig með í skoðun að ráða til sín starfsmenn í samstarfi við Vinnumálastofnun.

Matthildur Ásmundardóttir og Ásgerður K. Gylfadóttir lögðu fram eftirfarandi bókun og óskuðu eftir að bæjarstjórn geri bókunina að sinni.
" Hlutfall atvinnuleitenda og þeirra sem eru á hlutabótaleiðinni í Sveitarfélaginu Hornafirði er 26.6% í apríl og er það með því hæsta sem mælist á landinu öllu. Áætlað er að atvinnuleysi muni mælast 22% í maí.
Atvinnuleysi er af áður óþekktu hlutfalli í sveitarfélaginu. Unnið er að skipulagi sumarstarfa í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Forstöðumenn eru einnig með í skoðun að ráða til sín starfsmenn í samstarfi við Vinnumálastofnun. Bæjarstjórn lýsir yfir áhyggjum af atvinnuástandi í sveitarfélaginu og hvetur stjórnvöld til að horfa til sértækra aðgerða þar sem ástandið er verst."
Forseti bar bókunina upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
8. 202001015 - Skipurit 2020
Matthildur Ásmundardóttir kynnti nýtt skipurit sem gerir ráð fyrir að fækka kjarnasviðum úr fimm í þrjú og færa málaflokk öldrunarþjónustu undir hatt velferðarsviðs. Fjármála- og stjórnsýslusvið verður áfram stoðsvið við kjarnasviðin. Lagði til að bæjarstjórn vísi skipuritinu til fastanefnda sveitarfélagsins.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
9. 202005024 - Lántaka 2020
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2020. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins, skv. gildandi áætlun, sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Matthildi Ásmundardóttir, bæjarstjóri, kt. 221177-5419, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Forseti bar tillögu um lántöku upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
10. 201907087 - Samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur átt í samningaviðræðum við stjórnendur HSU frá því í nóvember eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun samanber neðangreint þann 23.10.2019 sem byggði á innleiðingu fjármögnunarlíkans í heilsugæslunni sem taka átti gildi um áramót 2019/2020 en var hins vegar frestað til næstu áramóta 2020/2021: „Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 verði HSU alfarið falin umsjón með allri heilbrigðisþjónustu, utan reksturs hjúkrunarrýma, í umdæmi Hornafjarðar. HSU verði frjálst að gera samning við sveitarfélagið um rekstur ákveðinna þátta. Samhliða leggur ráðherra til að stofnaður verði samráðshópur sem í sitja fulltrúi frá heilbrigðisráðuneyti, HSU og Sveitarfélaginu Hornafirði. Samráðshópnum er ætlað að skoða möguleika til samþættingar, t.d. hvað varðar heimaþjónustu og heimahjúkrun og gera áætlun hvað varðar tímasetningar slíkar breytinga, verði niðurstaðan að samið verði um afmarkaða hluti þjónustunnar.“

Samráðshópurinn hóf vinnu eftir að forstjóri, fjármálastjóri og fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins heimsóttu stofnunina þann 29.-30. október síðastliðinn. Nú liggur niðurstaða samningaviðræðna fyrir og samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu við HSU er hér til samþykktar. Bæjarráð hefur komið að samningaviðræðunum síðustu mánuði og sú niðurstaða sem liggur fyrir er ásættanleg fyrir báða aðila. HSU rekur nú heilsugæslu og sjúkraflutninga ásamt því að bera ábyrgð á rekstri sjúkrarýma. Samningur þessi tekur á samstarfi um rekstur sjúkrarýma í formi starfsmannahalds, kaupum á vörum og þjónustu. Einnig var samið um að sveitarfélagið beri ábyrgð á rekstri heimahjúkrunar sem gefur tækifæri til að þróa áfram samþætta heimaþjónustu í sveitarfélaginu með aðstoð Memaxi tæknilausna o.fl. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Skjólgarður er áfram í rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn þakkar þeim sem komið hafa að samningaviðræðum fyrir samstarfið og vonast til þess að framtíðin verði björt í samstarfi HSU og sveitarfélagsins.
Björgvin Sigurjónsson tók til máls, einnig tóku til máls Matthildur Ásmundardóttir og Ásgerður K. Gylfadóttir.
Forseti bar samninginn upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
11. 202003045 - Urðunarstaður: Grænt bókhald 2019
Það er álit KPMG að skýrslur Sveitarfélagsins Hornafjarðar um grænt bókhald fyrir árið 2019 sé gert í samræmi við lög og reglur um innihald skýrslu um grænt bókhald og að tölulegar upplýsingar í skýrslunni séu í samræmi við þær aðferðir sem þar er gerð grein fyrir.
Bæjarstjórn undirritar Græna bókhaldið sem verður sent Umhverfisstofnun til samþykktar.
Lagt fram.
12. 201709281 - Fjallskilasamþykkt
Fjallskilasamþykktin er lögð fram til annarrar umræðu.
Fjallskilasamþykktin hefur verið í vinnslu frá árinu 2017 og margir komið að vinnu hennar. Einnig hafa verið haldnir opnir fundir. Samþykktin var send til umsagnar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið til Búnaðarsambandinsins, eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins og vísi henni til samþykktar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fjallskilasamþykkt Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2020
13. 201809065 - Málefni sláturhúss á Höfn
Bæjarráð vísaði málinu til umræðu í bæjarstjórn.

Ásgerður K. Gylfadóttir gerði grein fyrir málinu, til máls tóku Páll Róbert Matthíasson, Sæmundur Helgason og Kristján S. Guðnason.
Ásgerður K. Gylfadóttir tók til máls og lagði til að bæjarstórn gerieftir farandi bókun að sinni.
"Sveitarfélagið Hornafjörður hefur um nokkurt skeið fjallað um málefni sláturhússins á Höfn sem nú er í rekstri Sláturfélagsins Búa. Reksturinn hefur verið þungur og húsnæði sláturhússins auglýst til sölu. Sláturfélagið Búi hefur leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi m.a. með slátrun stórgripa og slátrun á sauðfé til heimtöku. Stjórn Sláturfélagsins Búa er með áhugaverðar hugmyndir um sókn í slátrun og matvælaframleiðslu og hefur fengið styrki frá Uppbyggingarsjóði SASS og Framleiðnisjóði til að vinna þær hugmyndir áfram en húsnæðið, þ.e. rekstrarkostnaður þess er stór baggi á félaginu.

Síðustu mánuðir, í heimsfaraldri inflúensu, hafa sýnt okkur og sannað að matvælaöryggi er eitt af því mikilvægasta sem við Íslendingar þurfum að huga að og þá einnig Hornfirðingar. Því er mikilvægt skoða hvort ekki sé tækifæri til að skipta úr vörn í sókn og láta reyna á hvort hægt sé að halda starfseminni áfram með breyttu sniði.

Til þess að svo megi verða liggur sú hugmynd á borðinu að sveitarfélagið kaupi húsnæðið sem er í eigu Sláturfélagsins Búa og Norðlenska Matborðsins. Austur- og vesturendi hússins fái breytta nýtingu fyrir starfsemi sveitarfélagins og hefur safnastarfsemi verið rædd í þeim rýmum. Ein forsenda kaupanna er að Sláturfélagið Búi leigi miðju hluta hússins sem nauðsynlegt er til að sjá hvort hægt sé að halda lífi í slátrun og vinnslu matvæla í héraði. Mögulega getur starfsemi Matarsmiðjunnar flust í þann hluta húsnæðisins.

Það er ljóst að sveitarfélagið mun ekki reka sláturhús. Svo þessi sviðsmynd verði að veruleika þarf að ganga frá samningum við Sláturfélagið um leigu á hluta húsnæðisins.
Sveitarfélagið er 30% eigandi í Búa með kaupunum væri staðinn vörður um þann eignarhlut og atvinnulífinu gefið tækifæri til að styrkjast."
Björgvinn Ó. Sigurjónssonn tók til máls.
Forseti bar bókunina upp til samþykktar.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
14. 202002003 - Tilkynning um framkvæmd: Kirkjubraut 63 - breytt notkun bílskúrs og stækkun
Forseti greindi frá grenndarkynning vegna breytinga á Kirkjubraut 63, stækkun á bílskúr, breytt notkun og bygging sólskála.
Grenndarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust.

Lagði til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi grenndarkynningu og vísi henni í lögformlegt ferli skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
15. 202001030 - Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri greindi frá störfum sínum sl. mánuð.
Skýrsla bæjarstjóra maí 2020
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til baka Prenta