Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 15

Haldinn í ráðhúsi,
27.05.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kristján Sigurður Guðnason formaður,
Hólmfríður Bryndís Þrúðmarsdóttir varaformaður,
Bjarni Ólafur Stefánsson aðalmaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir aðalmaður,
Eyrún Helga Ævarsdóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Eyrún Helga Ævarsdóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
4. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir 2020
Fundargerð frá 138. fundi Vatnajökulsþjóðgarðs og 79. fundi svæðisráðs Suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs lagðar fram til kynningar og umræðu.


Í fundargerðunum kemur fram að búið sé að samþykkja reglugerð vegna atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og að innleiðingarferli sé hafið. Atvinnutengd starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði er skilgreind sem þjónusta sem aðrir en þjóð­garðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Hefðbundin landnýting innan þjóð­garðs, sbr. 26. gr. reglugerðarinnar, og starfsemi henni tengd telst ekki atvinnutengd starfsemi. Hægt er að sækja um leyfi fyrir atvinnutengda starfsemi inni á vef Vatnajökulsþjóðgarðs og hvetur atvinnu-og menningarmálanefnd fyrirtæki á svæðinu sem hyggjast starfa innan þjóðgarðsins til að sækja um leyfi.

Nefndin telur brýnt að innleiðingarferli verði lokið sem fyrst, enda er hér um mjög mikilvægt atvinnusvæði að ræða.
Almenn mál
1. 202001015 - Skipurit 2020
Matthildur Ásmundardóttir kynnir nýtt skipurit sveitarfélagsins.

Tillaga að nýju skipuriti lögð fram til umræðu. Atvinnu og menningarmálnefnd styður fækkun sviða í nýju skipuriti með þeim tilgangi að auka skilvirkni í stjórnsýslunni.
 
Gestir
Matthildur Ásmundardóttir
2. 201907018 - Endurnýjun Jafnréttisáætlunnar
Til umsagnar

Atvinnu og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við endurnýjaða jafnréttisáætlun.
3. 202005048 - Markaðs- og kynningarmál í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Atvinnu- og ferðamálafulltrúi vann í samstarfi við Ríki Vatnajökuls ehf. og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu að tillögum um áherslur vegna markaðsátaks fyrir ferðasumarið 2020. Óskað var eftir tilboðum frá tveimur auglýsingastofum í kjölfarið.

Atvinnu- og ferðamálafulltrúi kynnir áherslur og stöðu á markaðsherferð sveitarfélagsins sem unnin verður í samstarfi við auglýsingastofu.
5. 202002099 - Staða á atvinnumarkaði í Sveitarfélaginu Hornafirði 2020
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru nú 92 aðilar á atvinnuleysisbótum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kynjaskipting er nokkuð jöfn, eða 45 konur og 47 karlar. Flestir atvinnulausra eru á aldrinum 18-40 ára, eða 65 talsins. Í hlutastarf eru skráðir 5, en alls 83 eru án nokkurrar vinnu. Inni í þessum tölum er ekki aðilar á hlutabótaleið skv. aðgerðarplani ríkisstjórnarinnar.

Lagt fram til kynningar.
6. 202004085 - Barnastarf MMH 2020
Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst 2.júní n.k. Í sumar verður boðið upp á skipulagðar ferðir á vegum Menningarmiðstöðvarinnar hvern þriðjudag frá júní til ágúst. Ferðir barnastarfsins hafa verið vinsælar ár hvert og eru þær í boði fyrri öll grunnskólabörn. Í ár verður ferðast um víðan völl og vonast er til að sjá sem flest börn í starfi sumarsins.
7. 201905077 - Vélar MMH í Hoffelli
Vélarnar sem eitt sinn voru geymdar á Byggðasafni Austur- Skaftafellssýslu og hafa verið í geymslu í Hoffelli undanfarin ár eru farnar að skemmast verulega. Atvinnu og menningarmálanefnd hefur ákveðið að halda eftir þremur vélum sem hafa sögu og menningarlegt gildi fyrir fyrir samfélagið þar á meðal vél Sigurðar Filipussonar sjá bókun Atvinnu og menningarmálanefndar 26.9.2019

Haft hefur verið haft samband við fyrrum eigendur annarra véla og þeim boðið að taka við þeim aftur. Vélunum verður komið aftur til fyrrum eiganda sem þess óska.En aðrir gáfu samþykki sitt fyrir að þeim yrði ráðstafað annað. Þær vélar verða boðnar Svani Hallbjörnssyni til eignar. Nefndin fagnar því hve málinu var vel tekið.
8. 202005078 - Helsingjar í Austur - Skaftafellssýslu
Náttúrustofa Suðausturlands hefur rannsakað ágang helsingja á tún í sveitarfélaginu. Helsingi er farinn að verpa í stórum stíl á Suðausturlandi og hefur fjöldi hreiðra aukist mikið á síðustu árum. Bændur hafa áhyggjur af fjölgun gæsa sem eru öflugir grasbítar og er því mikill uppgangur helsingja og annarra gæsa er bændum áhyggjuefni því þær hafa sótt mjög í tún á vorin.
Atvinnu og menningarmálanefd beinir því til Umhverfisstofnunar að veiðitímabil helsingja verði fært fram til samræmis við veiðitímabil annarra gæsastofna.

 
Gestir
Matthildur Ásmundardóttir
9. 202005079 - Viðburðir í sveitarfélaginu
Ákveðið hefur verið að skipuleggja smærri viðburði yfir sumarið í sveitarfélaginu. Hugmyndir eru upp um að vinna viðburðina í samstarfi við atvinnurekendur sveitafélagsins sem þá munu kynna afurðir, sýningar, eða starf. Fagnar nefndin erindinu og starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta