Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Heilbrigðis- og öldrunarnefnd - 60

Haldinn í ráðhúsi,
22.06.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Björgvin Óskar Sigurjónsson formaður,
Kolbrún Reynisdóttir varaformaður,
Finnur Smári Torfason 2. varamaður,
Stefanía Anna Sigurjónsdóttir aðalmaður,
Jón Áki Bjarnason aðalmaður,
Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir hjúkrunarstjóri ,
Guðrún Dadda Ásmundardóttir .
Fundargerð ritaði: Guðrún Dadda Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU á Hornafirði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202005092 - Ársreikningur HSU Hornafirði 2019
Sigurjón Arnarson endurskoðandi fer yfir ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 2019.

Heilbrigðis- og öldrunarnefnd samþykkir ársreikning HSU Hornafirði fyrir árið 2019.
2. 201901117 - Lífeyrisskuldbindingar Heilbrigðisstofnunar
Staða samningaviðræðna um lífeyrissjóðsskuldbindinganna kynntar.

Sigurjón Arnarson endurskoðandi fór yfir stöðuna á samningsviðræðum á lífeyrisskuldbindingum heilbrigðisstofnunarinnar og áhrifum þeirra á stofnunina.
3. 201806069 - Rammasamningur milli SÍ og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila
Staða samnings milli sveitarfélagsins og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma kynnt.

Uppsögn á rammasamningi milli SÍ og sveitarfélagsins um rekstur hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma lögð fram til kynningar. Uppsögnin tekur gildi þann 7. júlí næstkomandi.
4. 201909059 - Fjárhagsáætlun HSU Hornafirði 2020
Fjárhagsáætlun lögð fram sem starfsáætlun.

Framlögð fjárhagsáætlun er samþykkt sem starfsáætlun fyrir árið 2020. Starfsmönnum og stjórnendum falið að halda áfram vinnu að aðgerðaráætlunum til að minnka halla stofnunarinnar. Heilbrigðis- og öldrunarnefnd vísar fjárhagsáætlun/starfsáætlun til umræðu í bæjarráði.
Minnisblað með fjárhagsáætlun 2020.pdf
Fjarhagsáætlun_HSUH2020.pdf
5. 202004068 - Rekstrarstaða Skjólgarðs
Rekstrarstaða Skjólgarðs kynnt.

Ljóst er að rekstur Skjólgarðs er mjög þungur. Starfsmönnum og stjórnendum falið að halda áfram vinnu að aðgerðaráætlunum til að minnka halla stofnunarinnar.
6. 202006007 - Innsent erindi sjúkraliða Skjólgarðs vegna hagræðingaraðgerða 2020
Innsent erindi sjúkraliða Skjólgarðs lagt fram til kynningar.

Heilbrigðis- og öldrunarnefnd sýnir erindinu skilning og þykir leitt að þurfa beita slíkum aðgerðum en styður hins vegar ákvörðun stjórnenda á grundvelli hagræðingaraðgerða til að mæta halla stofnunarinnar.
7. 202006050 - Innsent erindi starfsmanna Skjólgarðs
Innsent erindi starfsmanna Skjólgarðs lagt fram til kynningar.

Heilbrigðis- og öldrunarnefnd þakkar fyrir innsent erindi. Nefndin þakkar starfsmönnum einnig fyrir vel unnin störf nú sem og á tímum heimsfaraldursins Covid 19. Rammasamningi milli SÍ og sveitarfélagsins um rekstur hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrýma hefur verið sagt upp og tekur uppsögnin gildi þann 7. júlí næstkomandi.
8. 202004070 - Nafn heilbrigðisstofnunarinnar
Á fundi HÖN þ.24. nóv. 2015 var samþykkt að nafn stofnunarinnar yrði Skjólgarður samkvæmt máli nr. 201503091. Framkvæmastjóri leggur málið fram að nýju og óskar eftir staðfestingu á eldri ákvörðun.

Heilbrigðis- og öldrunarnefnd samþykkir samhljóma að nafn stofnunarinnar skuli vera Skjólgarður.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta