Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 108

Haldinn í ráðhúsi,
08.01.2026 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Adam Bjarni Jónsson ,
Sindri Sigurjón Einarsson ,
Sigurður Gunnlaugsson ,
Björg Kristjánsdóttir ,
Kristján Reynir Ívarsson ,
Sunna Dís Birgisdóttir ,
Theódór Árni Stefánsson ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202601015 - Skuggakosningar 2026 (Sveitarstjórnarkosningar)
Laugardaginn 16. maí verða sveitarstjórnarkosningar um allt land. Því er við hæfi að kanna áhuga ungmennaráðs á því að standa fyrir skuggakosningum. Verkefnastjóri leggur fram minnisblað um uppsetningu skuggakosninganna.

Þar sem sveitarstjórnarkosningar snúast um nærsamfélag okkar eru þær góður vettvangur fyrir ungmenni til að koma sjónarmiðum sínum og spurningum á framfæri við frambjóðendur og ákveðin pressa til að minna frambjóðendur á mikilvægi þess að hlusta á raddir barna og ungmenna.


Ungmennaráð Hornafjarðar lýsir yfir vilja sínum til að standa að skuggakosningum í tengslum við sveitarstjórnarkosningar. Ráðið telur mikilvægt að skapa vettvang þar sem ungmenni geta kynnt sér framboð og komið sjónarmiðum sínum og spurningum á framfæri við frambjóðendur, sérstaklega í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar snúa að nærsamfélagi barna og ungmenna.

Með skuggakosningum er leitast við að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og minna frambjóðendur á mikilvægi þess að hlusta á raddir þeirra í aðdraganda kosninga. Verkefnastjóra er falið að annast skipulagningu skuggakosninganna. Með honum munu starfa þrír fulltrúar úr ungmennaráði Hornafjarðar við undirbúning og framkvæmd verkefnisins, þau Sunna, Björg og Adam.
2. 202504082 - Barna og ungmennaþing 2025
Haldið er áfram að rýna í niðurstöður barna- og ungmennaþings. Hvað getur ungmennaráð gert til að fylgja mikilvægum málefnum eftir? Hvaða mál leggur ungmennaráð áherslu á?

Ungmennaráð Hornafjarðar heldur áfram vinnu sinni með niðurstöður Barna- og ungmennaþings og leggur áherslu á að greina sameiginleg þemu og áherslur sem snúa að velferð og þjónustu við börn og ungmenna innan sveitarfélagsins.
Ráðið hefur hafið vinnu við að flokka niðurstöðurnar eftir stofnunum sveitarfélagsins með það að markmiði að skýra hvernig sjónarmið barna og ungmenna birtast í ólíkum þjónustuþáttum og hvar tækifæri til umbóta liggja.
Það eru mörg málin sem ungmennaráð vill fylgja eftir og er verkefnastjóra falið að koma þeim málum í réttan farveg og til kynninga.
3. 202303011 - Ungmennaráð - Fræðslu- og frístundanefnd
Ungmennaráð fundar árlega með fræðslu- og frístundarnefnd.
Á fundinum verður farið yfir verkáætlun og rætt hvernig undirbúningi fundarins er háttað og hvernig framkvæmd hans fer fram.


Ungmennaráð Hornafjarðar vill bjóða fræðslu- og frístundarnefnd til fundar með ráðinu mánudaginn 2. febrúar. Markmið fundarins er að ræða málefni er varða ungmennaráð og fræðslu- og frístundarsvið sem og þau verkefni sem ungmennaráð vill sjá komast til framkvæmda.

Til að tryggja að fundurinn verði markviss og vel undirbúinn skipar ungmennaráð tvo fulltrúa þá Sindra og Kristján til að annast skipulag fundarins í samráði við starfsmann. Hlutverk þeirra er að tryggja árangursríkt samtal og skýra framsetningu mála.
4. 202211033 - Ungmennaráð sameiginlegur fundur með bæjaráði
Ungmennaráð Hornafjarðar heldur árlegan fund með bæjarráði Hornafjarðar. Nú stendur til að skipuleggja fyrirkomulag og framkvæmd næsta fundar.

Ungmennaráð felur verkefnastjóra að boða bæjarráð á fund með ungmennaráði mánudaginn 2. mars. Skipulag fundarins verður unnið í kjölfar fundar með fræðslu- og frístundanefnd.
5. 202510010 - Fulltrúar í fastenefndum fara yfir málin
Fulltrúar ungmennaráðs í fastanefndum sveitarfélagsins kynna umræður og mál sem þeim finnst standa upp úr af fundum nefndanna. Það sem er áhugaverðast eða hefur verið mest umdeilt eða eftirminnilegt.

Rætt var um þá fundi sem áhreynafulltrúar höfðu setið. Vegna þess tímabils sem um ræðir telur ungmennaráð þó vænlegra að fresta frekari umræðu til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta