Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 278

Haldinn í ráðhúsi,
22.09.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir aðalmaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Helga Valgerður Friðriksdóttir varamaður,
Sigurjón Andrésson .
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, hafnarstjóri / bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
2. 202402131 - Fundargerðir og erindi Hafnasamband sveitarfélaga 2024-25
Lagt fram til kynningar.
stjórn Hafnasambands Íslands - 474.pdf
Almenn mál
1. 202406082 - Dýpkun á Grynnslum 2025
Kjartani Elíasson frá Vegagerðinni kom inn á fundinn og fór yfir stöðu dýpkunar á Grynnslum.

Kjartan upplýsti um að nú er umsókn um "Leyfi til varps í hafi", í mati á umhverfisáhrifum og ætti þeirri vinnu að ljúka á fyrri hluta næsta árs. Sótt er 10 milljón rúmmetra, en um 50 þúsund rúmmetrar eru eftir af núverandi heimild. Vegagerðin stefnir að því að gera samning um dýpkun upp á þessa 50 þúsund rúmetra nú í haust og færi sú dýpkun fram á vetrarvertíðinni.

Hafnarstjórn þakkar góða yfirferð og leggur áherslu á að þeir samningar sem gerðir verða um dýpkun í framhaldi af nýrri heimild til losunar verði til lengri tíma og auki þannig fyrirsjáanleika.
3. 202509043 - Hafnafundur 2025
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 12. hafnafundar, sem haldinn verður í Félagsheimilinu Klifi Ólafsvík, fimmtudaginn 23. október nk.

Lagt fram til kynningar.
4. 202509063 - Fjárfestingar Hafna á Íslandi 2025-2040
FJÁRFESTINGAR HAFNA Á ÍSLANDI 2025 - 2040
Stefnumótandi greining og fjárfestingarmat.
Skýrsla Íslenska sjávarklasans fyrir Hafnasamband Íslands lögð fram.


Lagt fram til kynningar.
Hafnarsamband Íslands - Endanlegt skjal 16agust25.pdf
5. 202509067 - Fulltrúi Ungmennaráðs
Nýr fulltrúi ungmennaráðs hefur nú tekið sæti í Hafnarstjórn - fulltrúarnir eru:
Aðalfulltrúi: Kristján Reynir Ívarsson og til vara er Sindri Sigurjóns Einarsson.


Hafnarstjórn býður nýja fulltrúa ungmennaráðs velkomna í hópinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta