Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 44

Haldinn í Miðgarði,
13.10.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sveinbjörg Jónsdóttir varaformaður,
Gunnar Stígur Reynisson aðalmaður,
Íris Heiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir formaður,
Ingólfur Guðni Einarsson aðalmaður,
Theódór Árni Stefánsson Fulltrúi ungmennaráðs,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2507008F - Fjölmenningarráð - 24
Fundargerð 24. fundar fjölmenningarráðs sem fram fór 26.8.2025 lögð fram til kynningar.

Fundargerð lögð fram til kynningar. Velferðarnefnd þakkar fyrir yfirferðina.
2. 2509022F - Öldungaráð - 19
Fundargerð 19. fundar öldungaráðs sem fram fór 1.10.2025 lögð fram til kynningar.

Fundargerð öldungaráðs lögð fram til kynningar. Velferðarnefnd tekur undir bókun öldungaráðs undir öðrum lið fundargerðarinnar og vísar málinu til frekari umræðu í bæjarráði.
Almenn mál
3. 202509101 - Fjárhagsáætlun 2026 - Velferðarsvið
Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2026 lögð fram til kynningar.

Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2026 lögð fram til kynningar.

Velferðarnefnd þakkar sviðsstjóra fyrir góða yfirferð.
4. 202505041 - Rekstur velferðarsviðs 2025
Rekstrartölur fyrir þriðja ársfjórðung á velferðarsviði lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar. Reksturinn er á ágætis stað og lítur út fyrir að heildar rekstur sviðsins verði innan áætlunar í lok árs.
5. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025
Sviðsstjóri kynnir tillögu varðandi ráðningu skjala og þjónustufulltrúa á velferðarsviði. Síðan sviðið flutti í Miðgarð þjónustumiðstöð á Víkurbraut 24 hefur ekki verið stöðugildi til að sinna skjalamálum, móttöku og öðrum almennum skrifstofustörfum á sviðinu. Starfsemin hefur þróast mikið á þessum tíma, verkefnum fjölgað og nú er svo komið að sviðsstjóri telur nauðsynlegt að skoða það gaumgæfilega hvort hægt sé að þróa stöðugildið innan sviðsins.
Samhliða þeim breytingum verði gerðar viðeigandi breytingar á öðrum starfslýsingum á sviðinu sem verða fyrir áhrifum af nýju stöðugildi. Lagt er fram minnisblað og drög að starfslýsingu skjala og þjónustufulltrúa á velferðarsviði.
Þá hafa verið mannabreytingar á sviðinu. Hildur Ýr Ómarsdóttir hefur lokið störfum eftir 10 ára samfellt starf hjá sveitarfélaginu. Á þeim tíma hefur hún unnið mikið brautryðjanda starf á sviði fjölmenningar og þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Sædís Ösp Valdemarsdóttir hefur tekið við stöðu Umsjónarfélagsráðgjafa af Hildi Ýr hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu.
Þá hefur Vigdís Birna Sveinsdóttir einnig látið af störfum hjá dagþjónustu aldraðra eftir 19 ára starfsferil hjá Sveitarfélaginu.


Sviðsstjóri velferðarsviðs fer yfir tillögu varðandi nýja stöðu skjala og þjónustufulltrúa og breytingar á stöðu fjölmenningar og gæðafulltrúa sem og minniháttar breytingar á öðrum starfslýsingum.

Velferðarnefnd telur nauðsynlegt að bæjarráð samþykki nýja stöðu skjala- og þjónustufulltrúa á velferðarsviði. Skjala- og þjónustufulltrúi mun auka skilvirkni, fagmennsku, gæði og stórbæta þjónustustig gagnvart íbúum og stjórnsýslunni.

Málinu vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Velferðarnefnd þakkar þeim Hildi Ýr og Vigdísi Birnu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar þeim velfarnaðar í hverju því sem tekur við.
6. 202510042 - Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð framkvæmdaáætlunar Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar (BFSH).

Gert var samkomulag við Sigur ráðgjöf um að annast gerð áætlunar í samstarfi við stjórnendur þjónustunnar.

Nú er þeirri vinnu lokið og fyrir liggja drög að framtíðarsýn BFSH fyrir árin 2026-2028 og eru þau lögð fram til umsagnar.


Drög að framkvæmdaáætlun Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar lögð fram til kynningar.

Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaáætlun. Velferðarnefnd hrósar starfsmönnum barnaverndarþjónustunnar og Sigur Ráðgjöf fyrir vandaða vinnu.

Málinu er vísað áfram til bæjarráðs til frekari umræðu.
7. 202509038 - Áætlun um öryggi og heilbrigði
Vinnueftirlitið kom í eftirlitsheimsókn á velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar 4.12.2024. Í kjölfarið var hafist handa við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum sem samræmist lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Á fundinum er áætlun um öryggi og heilbrigði á velferðarsviði lögð fram til umsagnar en hún hefur nú þegar verið samþykkt af vinnueftirlitinu.

Farið yfir áætlun um öryggi og heilbrigði. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við áætlunina.
Vinnuvernd Áætlun um öryggi og heilbrigði.pdf
8. 202312046 - Samningur um innkaup á mat fyrir stuðnings- og virkniþjónustu
Sveitarfélagið Hornafjörður og Vigdísarholt hafa endurnýjað samning um kaup á mat fyrir starfsemi stuðnings- og virkniþjónustu. Samningurinn er framlenging á eldri samningi og gildir til tveggja ára, eða 1.6.2027.

Framlenging á samningu um kaup á mat fyrir starfsemi stuðnings- og virkniþjónustu til júní 2026 fram til kynningar.
Framlenging á samningi - velferðarsvið.pdf
9. 202502023 - Félagslegt leiguhúsnæði - 2025
Taka þarf ákvörðun um með hvaða hætti skuli úthluta íbúðum innan félagslega íbúða kerfis sveitarfélagsins, þegar engir umsækjendur eru sem uppfylla skilyrði reglna Sveitarfélagsins Hornafjarðar um félagslegt leiguhúsnæði.
Upp hafa komið tilvik sem þessi og sérstaklega vegna íbúða sem ætlaðar eru fyrir eldri borgara. Ef íbúðum er úthlutað til einstaklinga sem ekki uppfylla skilyrði þarf að taka afstöðu til hvernig að því skuli staðið, hvert leiguverð er til þeirra einstaklinga og hvernig leigusamningar við þá aðila eru settir upp.


Velferðarnefnd felur starfsmanni, í samstarfi við fjármálasvið, að ákvarða upphæð leigu þannig að hún endurspegli rekstrarkostnað sveitarfélagsins af viðkomandi húsnæði s.l. 6 mánuði áður en að leigusamningur er gerður.

Leigusamningur skal gerður til eins árs í senn, með möguleika á framlengingu til fimm ára. Að öðru leiti skuli fylgja núgildandi verklagi og reglum sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta