Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 25

Haldinn í ráðhúsi,
02.06.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjördís Skírnisdóttir 1. varamaður,
Herdís Ingólfsdóttir Waage 1. varamaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi, Bartosz Skrzypkowski byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Styrmir Nýelsson sat fundinn.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202105050 - Umsögn - Landgræðsluáætlun 2021-2031
Erindi frá Landgræðslu Ríkisins þar sem óskað er eftir umsögn um Landgræðsluáætlun. Umsagnarfrestur er til 14. júní n.k.
Áætlunin er framtíðarsýn og stefna stjórnvalda í landgræðslu með hliðsjón af markmiðum landgræðslulaga.
Landgræðsluáætlunin tengist landskipulagsstefnu, landsáætlun í skógrækt, aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og skipulagsáætlunum sveitarfélaga.


Starfsmanni falið að vinna að umsögn nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
Óskað er umsagna hagaðila. Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar.pdf
landgraedsluaaetlun.pdf
2. 202105051 - Umsögn - Landsáætlun í skógrækt 2021-2031
Erindi frá Skógræktinni þar sem óskað er eftir umsögn um landsáætlun í skógrækt 2021-2031

Umhverfis-og skipulagsnefnd felur starfsmanni að vinna að umsögn nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
landsaaetlun-i-skograekt-07052021.pdf
3. 202105053 - Ákall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni
Erindi frá Skógræktinni þar sem skorað er á sveitarfélög að taka þátt í Bonn áskoruninni þar sem stórar landslagsheildir sem stunda má ýmiskonar landnotkun auk þess að vera með svæði þar sem unnið verður að útbreiðslu gamalla birkiskóga sem fyrir voru og gróðursetning til nýrra birkiskóga. Þetta getur fallið vel að öðrum verkefnum sem eru þegar hafin og eru í vinnslu s.s. bændaskógrækt, akurrækt ofl. Þetta er í raun tækifæri til aukinnar birkiræktar innan marka þess Bonn svæðis sem viðkomandi sveitarfélag ákveður að tilnefna.

Umhverfis-og skipulagsnefnd er jákvæð fyrir Bonn áskoruninni og hvetur landeigendur til að kynna sér verkefnið.
Bonn-áskorun_vefkynning_.pdf
4. 202005078 - Helsingjar í Austur - Skaftafellssýslu
Sveitarfélagið sendi ályktun frá atvinnu- og menningarmálanefnd um ágang Helsingja á Breiðamerkursandi þar sem kemur fram áskorun til Umhverfisstofnunar að breyta veiðitímabili helsingja í samræmi við veiðitíma annarra gæsastofna.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Hornafjarðar hvetur umhverfisráðherra til að heimila skotveiði á helsingja í Austur- Skaftafellssýslu á því tímabili sem veiðar eru leyfðar annarsstaðar á landinu.
Eins og mönnum er kunnugt þá er helsingi nýlegur landnemi á Íslandi en síðustu ár hefur honum fjölgað gríðarlega. Helsta aðsetur helsingjans er á Breiðamerkursandi og er ástandið nú þannig að vistkerfi Breiðamerkursands er komið að þolmörkum. Sést það m.a á ungadauða nú á vormánuðum. Hvað sá ungadauði er mikill eða af hvaða völdum hefur ekki verið rannsakað en vísbendingar eru um að fæðuskortur valdi honum. Landnám þessa nýja grasbítar er ógn við vistkerfi Breiðamerkursands bæði plantna og fugla.
Þó svo að stærstu varpstöðvarnar séu á Breiðamerkursandi þá hefur þessi skaðvaldur tekið sér bólfestu víðar og eru varpstöðvar á Mýrum í Austur Skaftafellssýslu og einnig er hann farinn að verpa í eyjum í Hornafirði.
Bændur bæði í Suðursveit og á Mýrum verða fyrir búsifjum vegna ágangs helsingjans og þessarar miklu fjölgunar hans. Var þar ekki á bætandi því heiðargæs hefur verið í þúsunda tali á túnum bænda í Austur-Skaftafellssýslu í allt vor eins og undanfarin vor.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að vísa bókuninni til Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Helsingjar 2020_helsingjar greinagerð.pdf
Ályktun atvinnu og menningamálanefndar - Helsingjar.pdf
5. 202101111 - Úrgangsmálefni: 2021
Brotajárn var sótt heim í dreifbýli sveitarfélagsins í apríl síðastliðnum og tókst framtakið vel.
Reikningur lagður fram til upplýsinga.


Lagt fram til kynningar.
6. 202105135 - Eftirlitsskýrsla - Opin leiksvæði
Heilbrigðiseftirlit fór í eftirlit á opin leiksvæði á Höfn í maí. Nokkrar athugasemdir bárust. Úrbætur eru komnar í ferli.

Lagt fram til kynningar.
7. 202011112 - Ósk um myndatökusvæði á Höfn
Niðurstaða hefur verið fengin í samkeppni um myndatökustað á Höfn. Vinningstillaga sem atvinnu- og menningarmálanefnd lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
8. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í Sveitarfélaginu Hornafirði
Drög af reglum um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður. Markmið reglna er að tryggja að öllum öryggis- og hollustukröfum sem tilheyra lausafjármunum sé uppfyllt, að brunavarnir séu fullnægjandi, og að lausafjármunir skapi ekki óþægindi fyrir nágranna. Einnig að taka afstöðu til lausafjármuna á einstökum landnotkunarsvæðum innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Hafnarstjórn og Atvinnu- og menningarmálanefnd hafa fjallað um reglurnar og gera ekki athugasemdir.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu Hornafjörður og vísa þeim til bæjarráðs.
9. 202105043 - Byggingarleyfisumsókn - Skaftafell 2 Freysnes, viðbygging við íbúðarhús
Eyrún Halla Jónsdóttir sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús að Skaftafell 2 Freysnes. Um er að ræða 177,6m² viðbyggingu. Samþykki landeigenda er til staðar. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilt verði að byggja við íbúðarhús að Skaftafell 2 Freysnes skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grenndarkynning hafi þegar farið fram.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.Skaftafell 2 Freysnes aðaluppdrættir.pdf
10. 202105096 - Byggingarleyfisumsókn - Uppsalir 3 hlaða, breyting á notkun og innra skipulagi
Erindi frá Björgvini Sigurjónssyni fyrir hönd Ingvars Þ. Geirssonar um leyfi til að breyta notkun hlöðu á Uppsölum 3. Um er að ræða breytingu í íbúðarhús, en hlaða stendur á viðskipta- og þjónustusvæði. Einnig er sótt um leyfi til að breyta innra skipulag byggingar og útlit (einangrun og klæðning, gluggar og hurðir, minniháttar hækkun á þaki). Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilað verði að breyta hlöðu að Uppsölum 3 í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. 202009041 - Tilkynning um framkvæmd - Birkikot, vélageymsla
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt undanþágu frá skipulagsreglugerð, vegna vélageymslu á frístundalóð við Birkikot í Lóni.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum að heimila byggingaráformin en umsækjanda var bent á að sækja um undanþágu vegna fjarlægðar frá þjóðvegi skv. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga til umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lagt fram til kynningar.
12. 202105042 - Tilkynning um framkvæmd - Sandbakki 22, sólskáli
Björn Þór Imsland sækir um leyfi til að byggja við íbúð í raðhúsi á Sandbakka 22. Um er að ræða 4,20m x 3,50m sólskála allt að 3m að hæð. Lóð er á svæði C2 skv. núgildandi deiliskipulagi miðbæjar, en um það kemur fram að hámarksnýtingarhlutfall er 0,3. Svk. Þjóðskrá er núverandi nýtingarhlutfall lóðar 0,46. Ekki eru sýndir byggingarreitir á skipulagsuppdrætti. Samþykki íbúa raðhússins er til staðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
13. 202105089 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - Sandbakki 9, viðbygging
Finnur Torfason vék af fundi undir þessu máli.
Erindi frá Kjartani Árnasyni f.h. Halldóru Jónsdóttur. Óskað er eftir heimild til að byggja viðbyggingu við hús á Sandbakka 9. Um er að ræða u.þ.b. 19m² sólstofu vestan megin hússins. Lóðin er á svæði C2 skv. núgildandi deiliskipulagi miðbæjar, en um það kemur fram að hámarksnýtingarhlutfall er 0,3. Svk. Þjóðskrá er núverandi nýtingarhlutfall lóðar 0,34. Ekki eru sýndir byggingarreitir á skipulagsuppdrætti.


Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
14. 202011122 - Breyting á aðalskipulagi - Borgarhöfn 2-3 Suðursveit
Markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að breyta landnotkun á hluta lögbýlisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði á um 5 ha. svæði. Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi var í kynningu 15. desember 2020 til 4. janúar 2021. Kynningarfundur um aðalskipulagstillöguna var haldinn á Teams meating 13. janúar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að hún verði uppfærð skv. athugasemdum Skipulagsstofnunar og auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
breytingauppdtáttur-Borgarhöfn Neðribær.pdf
15. 202101132 - Leyfi vegna efnistöku á Suðurfjörum
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir efnistöku á Suðurfjörum hefur verið auglýst. Umsagnir og athugasemdir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Landgræðslunni, Skipulagsstofnun og Ómari Antonssyni.Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að unnin verði aðalskipulagsbreyting á grundvelli lýsingarinnar. Sett verði inn skilyrði um ástandsmat á varnargörðum fyrir og eftir efnistöku skv. umsögn Landgræðslunnar. Um er að ræða tilraunaverkefni og framhald þess verður ákveðið á grundvelli þeirrar reynslu sem aflað verður. Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að aðalskipulagsbreyting verði kynnt og auglýst skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16. 201908014 - Deiliskipulag Miðsvæði Hafnar
Minnisblað starfsmanna um stærðarþörf Grunnskóla Hornafjarðar á Höfn til framtíðar.
Umræða um forsendur og fyrirhugaðar stærðir bygginga.


Lagt fram til kynningar.
17. 202105142 - Framkvæmdaleyfi v. móttöku jarðvegs - Höfn
Umræður um nýtt svæði til móttöku jarðvegs.
Lagt er til að nýta svæði IB 2 og IB 5.
18. 202103060 - Byggingarleyfisumsókn - Hrísbraut 3, viðbygging
Kjartan Árnason sækir f.h. Óskars Arasonar og Írisar Heiðar Jóhannesdóttur um leyfi til að byggja við Hrísbraut 3. Um er að ræða sólstofu vestan megin við núverandi hús. Einnig er sótt um leyfi til að saga niður úr gluggaopi á vesturgafli hússins og setja nýja hurð. Grenndarkynning var auglýst frá 18.4. - 20.5.2021. Engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki breytingar á húsnæðinu án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga enda er breytingin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
19. 202104020 - Deiliskipulag - Stekkaklettur
Deiliskipulagstillagan var í kynningu 20. apríl til 1. júní 2021.
Markmið með gerð deiliskipulagsins er að framfylgja markmiðum aðalskipulags um eflingu byggðar, styrkja og auka fjölbreytileika atvinnu og menningarlífs í sveitarfélaginu. Gera listsköpun sýnilega, styrkja og efla menningu, sköpun og tjáskipti og hlúa að menningararfi samfélagsins. Búa starfsemi á staðnum fastan ramma í samræmi við áætlanir og markmið sem fram koma í tillögu um nýtingu á Stekkakletti. Deiliskipulagið var auglýst frá 20. apríl til 1. júní 2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, HAUST og Minjastofnun.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bætt verði inn í skipulagið umfjöllun um náttúruvernd og votlendi skv. umsögn Umhverfisstofnunar. Einnig að unnin verði minjaskráning á svæðinu skv. umsögn Minjastofnunar og að bætt verði inn texta sem heimilar breytingu á aðkomu við gatnamót skv. umsögn Vegagerðarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta