|
Fundinn sátu: Gunnlaugur Róbertsson formaður, Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður, Þröstur Jóhannsson aðalmaður, Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir varamaður, Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður, Stefán Birgir Bjarnason Fulltrúi ungmennaráðs, Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri . |
|
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri |
|
|
|
1. 202409045 - Færsla stofnlagnar hitaveitu vegna vegagerðar - framkvæmdarleyfi |
Fyrirspurn lögð fram frá RARIK ohf. um framkvæmdaleyfisskyldu vegna færslu á stofnlögn hitaveitu Hafnar. Þar sem þjóðvegur tengist Hafnarvegi á nýjum stað er þörf á færslu hitaveitu um nokkra tugi metra. Færlslan er í landi Dilksness, Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.
|
Framkvæmdin er afleidd framkvæmd vegna vegagerðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki framkvæmdaleyfisskyld eins og hún hefur verið kynnt enda um sutta leið sem þarf að breyta þannig að umfang framkvæmdar, varanleiki, áhrif á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif verða minniháttar og tímabundin. Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina í landi sveitarfélagsins. Bent er á að umsögn Minjastofnunar þarf að liggja fyrir ásamt leyfi landeiganda.
|
|
|
|
2. 202409032 - Hagaleira 12, bílastæði - Deiliskipulag |
Sótt er um stækkun á bílastæði við Hagaleiru 12 þannig að stæðum fjölgi úr 2 í 4. Í gildi er deiliskipulag fyrir Leirur á Höfn frá 2007. Þar segir að almennt skuli gert ráð fyrir 2 bílastæðum á lóð fyrir hverja íbúð í sérbýli.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar 12 metra samfelldu bílastæði þar sem hámarks úrtak vegna bílastæða er 9 metrar við sérbýli.
|
|
|
|
3. 202409048 - Umhverfing, listasýning - Fyrirspurn til skipulagsstjóra |
Sótt er um að listasýningin Umhverfing sem sett var upp í sumar og sem saman stendur af stein skúlptúrum á 7 stöðum við þjóðveginn, fái að standa í um eitt ár í viðbót.
|
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að listasýningin standi til haustsins 2025 svo fremi að þau hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfi og þoli vetrarveður. Bent er á að samþykki Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir þar sem sum verkin eru innan veghelgunarsvæðis. |
|
|
|
4. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Farið yfir fund með bæjarstjórn þann 9. september 2024 og rætt um framtíðaruppbyggingu á Höfn og hvernig áframhaldandi samtal við Vegagerðina skuli háttað. Matthildur kemur inn á fundinn til að ræða langtíma þróun bæjarins.
|
Lagt fram til umræðu. |
|
|
|
5. 202407010 - Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur |
Deiliskipulag Hagahverfis hefur tekið gildi.
|
Umhverfis- og skipulagsstjóri upplýsti um næstu skref. Jarðvegskönnun á svæðinu er á síðustu metrunum og ættu niðurstður að liggja fyrir fljótlega. Niðurstöður hennar ráða miklu um hönnun innviða, skilmála um grundun húsa og hvaða lóðir koma til með að vera fyrstar til úthlutunar. Stefnt er að því að hefja úthlutun lóða fyrir áramót. |
|
|
|
6. 202409049 - Fjárhagsáætlun Umhverfis- og skipulagssviðs |
Umræður um fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs og gjaldskrár. Starfsmanni falið að afla frekari gagna. |
|
|
|
7. 202307059 - Umsókn um byggingarheimild - Stafafellsfjöll 1D, frístundahús og gestahús |
Hafin er bygging sumarhúss á lóð 1D í Stafafellsfjöllum. Óskað eftir undanþágu á deiliskipulagi frístundasvæðis í Stafafellsfjöllum í Lóni. Breytingin nær til lóðar nr. 1D í Stafafellsfjöllum. Lóðin er eignarlóð. Breytingarbeiðnin felur í sér beiðni um undanþágu á skilmálum í greinargerð deiliskipulags. Um er að ræða niðurfellingu viðmiðs um mænisstefnu í 2.2. gr. sem segir að "miðað er við (...) að stefna aðalmænis fylgi sem mest meginstefnu í landinu og verði að jafnaði samsíða hlíðum. Þau hús sem eru innan byggingarreits lóðar eru 40 m2 aðalhús og 15 m2 gestahús og eru þannig að stærð að lítið frávik frá viðmiði um mænisstefnu skerðir að engu hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn skv. 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
|
Gunnlaugur Róbertsson vék af fundi undir þessum lið. Umhverfis og skipulagsnefnd felur umhverfis- og skipulagsstjóra að afla umsagna landeigenda. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |