Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1126

Haldinn í ráðhúsi,
23.04.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir , Bryndís Bjarnarson .
Fundargerð ritaði: Jóna Benný Kristjánsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2404010F - Íbúaráð - Suðursveit og Mýrar - 4
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
2. 2404008F - Íbúaráð - Nes og Lón - 4
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
3. 2404009F - Fræðslu- og frístundanefnd - 111
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
4. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Fundargerðir stýrihóps um byggingu nýs íþróttahúss nr. 1-7 lagðar fram til kynningar.
1. fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús.pdf
2. fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús.pdf
3. fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús (1).pdf
4. fundur í stýrihóp um nýtt íþróttahús.pdf
5. fundur í stýrihóp um nýtt iþróttahús.pdf
6. fundur í stýrihópur um nýtt íþróttahús á Höfn.pdf
7.fundur í stýrihóp 18.apríl.pdf
 
Gestir
Björn Þór Imsland, umsjónar- og eftirlitsmaður fasteigna
Almenn mál
5. 202404081 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2023
Bæjarstjórn var boðuð á fundinn og mætti undir þessum dagskrárlið þar sem Sigurjón Örn Arnarson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG fór yfir ársreikning sveitarfélagsins.




Bæjarráð þakkar vandaða yfirferð og samþykkir samhljóða árseikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

Bæjarráð vísar ársreikningi sveitarfélagsins til afgreiðslu og fyrri umræðu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi (K)
Björgvin Óskar Sigurjónsson, bæjarfulltrúi (B)
Gunnar Ásgeirsson, varabæjarfulltrúi (B)
Anna Lilja Henrysdóttir, fjármálastjóri
Tinna Rut Sigurðardóttir, varabæjarfulltrúi (D)
Skúli Ingólfsson, bæjarfulltrúi (D)
Sigurjón Örn Arnarson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG
6. 202404066 - Urðunarstaður Grænt bókhald 2023
Verkefnastjóri umhverfismála og KPMG hafa tekið saman grænt bókhald fyrir urðunarstaðinn á Mel í landi Syðri-Fjarðar í Lóni. Samtals voru urðuð 1.874 tonn af úrgangi á urðunarstaðnum árið 2023 og þar af voru 1.422 tonn, eða 76% úrgangs, grafin. Urðaður úrgangur dróst saman um 133 tonn frá árinu 2022 og 167 tonn frá árinu 2021. Af heildarúrgangi á urðunarstaðnum voru 351 tonn, sem samsvarar um 19%, safnað frá heimilum.

Bæjarráð samþykkir grænt bókhald fyrir urðunarstaðinn í Lóni. Bæjarfulltrúar munu skrifa undir rafrænt á bæjarstjórnarfundi á morgun, miðvikudaginn 24. apríl.
 
Gestir
Xiaoling Yu, verkefnastjóri umhverfismála
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
7. 202404065 - Ný urðunarrein fyrir urðunarstaðinn í Lóni
Verkefnastjóri umhverfismála kynnti áform um nýja urðunarrein fyrir urðunarstaðinn í Lóni og óskaði eftir samþykki til að hefja framkvæmdir.

Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til mats á fjárhagslegum áhrifum.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
Xiaoling Yu, verkefnastjóri umhverfismála
8. 202404068 - Beiðni um leyfi til að setja upp Ledskjá á Jökulfellsvöll
Knattspyrnudeild Sindra óskar eftir leyfi til að setja ledskjá, sem verður vallarklukka fyrir knattspyrnuvöllinn, á austurvegg Hafnarskóla.

Skjárinn er 5,5m x 3m og mun lýsa allan sólarhringinn og auglýsingar birtast þegar ekki eru leikir á vellinum.


Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu en felur umsjónar-, eftirlits- og ábyrgðarmanni fasteigna að óska eftir frekari upplýsingum frá Knattspyrnudeild Sindra varðandi framkvæmd, viðhald og eftirlit.
 
Gestir
Björn Þór Imsland, umsjónar-, eftirlits- og ábyrgðarmaður fasteigna
9. 202301007 - Mannréttindastefna
Mannréttindastefnan hefur verið tekin fyrir í nefndum sveitarfélagsins og er nú vísað til bæjarráðs til samþykkis.

Bæjarráð samþykkir mannréttindastefnuna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Gestir
Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
10. 202403063 - Örútboð fyrir rafmagnskaup
Upplýsingar um tilboð sem bárust í örútboð á raforku lagðar fram. Tilboði frá Orkusölunni, sem átti lægsta tilboðið, 10,00 kr/kWst m. vsk, var tekið í samræmi við skilmála örútboðsins. Önnur tilboð bárust frá Straumlind, 10,42 kr/kWst m. vsk og Orku náttúrunnar, 11,00 kr/kWst m. vsk.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Anna Lilja Henrysdóttir, fjármálastjóri
11. 202308003 - Fráveita og bílastæði Kátakot
Upplýsingar úr verðfyrirspurn um plan og lagnir við Kátakot lagðar fram. Eitt tilboð barst, frá Gröfuþjónustu Olgeirs ehf.

Bæjarráð samþykkir tilboð frá Gröfuþjónustu Olgeirs ehf. sem barst í plan og lagnir við Kátakot að fjárhæð 18.386.737 kr., eða sem nemur 97% af kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
12. 202404052 - Girðingar við Þjóðveg 1
Íbúaráð Suðursveitar og Mýra hvetur sveitarfélagið til að fara í samtal við Vegagerðina um girðingar við Þjóðveg 1. Einnig er lögð áhersla á að eins girðing sé lögð í öllu sveitarfélaginu.

Bæjarráð óskar eftir að atvinnu- og ferðamálafulltrúi taki saman minnisblað um ábyrgð, skuldbindingar og skyldu sveitarfélaga, bænda og Vegagerðarinnar í tengslum við girðingar meðfram þjóðvegum og lausagöngu búfjár.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
13. 202404042 - Söfnun á heyrúlluplasti
Íbúaráð Nesja og Lóns leggur til að söfnun á heyrúlluplasti verði í janúar/febrúar og í júní í stað þess að safna á haustin þar sem ekki er farið að gefa búfé á þeim tíma.

Bæjarráð þakkar ábendinguna. Í nýju sorphirðudagatali er gert ráð fyrir að heyrúlluplasti verði safnað í dreifbýli um miðjan nóvember, miðjan febrúar og í byrjun júlí sem bæjarráð vonar að þjóni ólíkum þörfum bænda.

 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
14. 202404055 - Göngu- og hjólastígur í Nes
Íbúaráð Nesja og Lóns leggur áherslu á að farið verði í vinnu við gerð göngu- og hjólastígs á milli Hafnar og Nesjahverfis.

Áætlað er að leggja göngu- og hjólastíg á milli Hafnar og Nesjahverfis. Umhverfis- og skipulagsstjóra er falið að skoða möguleika á styrkveitingum til verkefnisins.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
15. 202404056 - Refaveiðar í sveitarfélaginu
Mikil aukning á refum var rædd í íbúaráði Nesja og Lóns. Umhverfis- og skipulagsstjóri mætti á fund íbúaráðs og ítrekaði að mikilvægt væri að tilkynna særðan búfénað eftir dýrbíta til sveitarfélagsins svo hægt væri að bregðast við.

Bæjarráð þakkar ábendinguna og hvetur íbúa til að tilkynna særðan búfénað til sveitarfélagsins svo hægt sé að bregðast við. Samkvæmt reglum um refa- og minnkaveiði skulu bændur eða aðrir á þeirra vegum sem veiða refi, sem stafar hætta af, tilkynna slíka veiði til sveitarfélagsins svo fljótt sem auðið er. Tilkynningar skulu berast símleiðis eða í tölvupósti á afgreiðslu ráðhússins.
Reglur-um-refa-og-minkaveidi-spt.-2021.pdf
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
16. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð
Íbúaráð Suðursveitar og Mýra og íbúaráð Nesja og Lóns leggja til við bæjarráð að íbúaráðin fái að starfa áfram í ljósi þess að ráðin hafa einungis starfað einn vetur og hafa hug á að halda áfram með þau málefni sem þau hafa unnið að.

Í erindisbréfi íbúaráða kemur fram að fyrstu íbúaráðin verði skipuð af bæjarráði til eins árs.


Bæjarráð lýsir yfir ánægju með það góða starf og mikilvæga samtal sem hefur átt sér stað við íbúaráðin og þakkar fulltrúum fyrir þeirra vinnu. Um leið óskar bæjarráð eftir að núverandi fulltrúar sitji annað ár eða út kjörtímabilið sé það vilji fulltrúanna. Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúa er falið að bera það undir íbúaráðin og breyta erindisbréfinu í kjölfarið.
17. 202404083 - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi
Lagt fram til kynningar.
18. 202404082 - Umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)
Lagt fram til kynningar.
19. 202404067 - Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um áform um breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun
Stjórn samtaka orkusveitarfélaga hefur sent inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna máls nr. S-79/2024 um áform um breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Lagt fram til kynningar.
20. 202404080 - Málþing um öryggisinnviði
Sveitarfélögin í Skaftafellssýslum héldu sameiginleg málþing um öryggisinnviði 17. apríl sl. Minnisblað bæjarstjóra er lagt fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar þeim sem skipulögðu málþingið ásamt hagsmunaaðilum fyrir góða mætingu á málþingið og mjög innihaldsríkar umræður. Næstu skref eru að stofna samráðshóp hagsmunaaðila í Skaftafellssýslum og mun sá hópur beita sér fyrir tafarlausum aðgerðum af hálfu stjórnvalda þegar kemur að öryggi íbúa og ferðamanna í sveitarfélögunum.

Bæjarráð er einhuga um að fela bæjarstjóra að keyra málið áfram í samráði við atvinnu- og ferðamálafulltrúa.
Málþing um öryggisinnviði 17.04.2024 - minnisblað bæjarstjóra.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til baka Prenta