Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 86

Haldinn í ráðhúsi,
04.12.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Birta Ósk Sigbjörnsdóttir ,
Stefán Birgir Bjarnason ,
Berglind Stefánsdóttir ,
Alexandra Guðrúnardóttir ,
Sigursteinn Ingvar Traustason ,
Jón Dagur Ísaksen Hafsteinsson ,
Smári Óliver Guðjónsson ,
Dagmar Lilja Óskarsdóttir ,
Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202010120 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Aðgerðarhópur barnvæns sveitarfélags hefur unnið að breytingum á aðgerðaráætlun og því er aðgerðaráætlun lögð aftur fram til kynningar.

Ungmennaráð þakkar fyrir góða kynningu á metnaðarfullri aðgerðaráætlun
2. 202311010 - Ungmennaráð Barnvænna sveitarfélaga í Hörpu
2. nóvember fóru fulltrúar úr ungmennaráði Hornafjarðar á ráðstefnu í Hörpu þar sem mættir voru fulltrúar 23. annarra ungmennaráða víðsvegar af landinu. Þar var unnið að yfirlýsingu sem ungmennaráð UNICEFs gaf út í tilefni afmælis dag Barnasáttmálans sem er 20. nóvember ár hvert.
Yfirlýsinginn lögð fram til kynningar og umræðu.


Farið var yfir yfirlýsinguna frá ungmennaráði Unicef og er þeim þakkað sem unnu að henni.
Umræður sköpuðust í kjölfarið um mikilvægi þess að minna samfélagið á Barnasáttmálann og þá sérstaklega grein númer 12. "Öll börn eiga rétt á því að tjá sig um þau málefni sem þau varðar og fullorðnum er skylt að hlusta á þau og taka mark á þeim."
https://www.unicef.is/ungmennarad-23-sveitarfelaga-sameinast-i-akalli-um-adgerdir-i-loftslagsmalum?fbclid=IwAR2GcBVgFgPDldp9PIDl6kXoQSXk6vYnN_E9BYQLI0jLR_D6LrjhKIQwAsg

3. 202211033 - Sameiginlegur fundur bæjaráðs og ungmennaráðs.
Samkvæmt erindisbréf ber ungmennaráði að funda með bæjaráði einu sinni á ári. Lagt er til að sá fundur verði 8. janúar 2024.

Starfsmaður mun boða bæjarstjóra og bæjaráð inn á fund ungmennaráðs.
4. 202311177 - Ungt fólk og sjálfbært sveitarfélag
Hvað þarf til þess að sveitarfélagið verði sjálfbærara og að það unga fólk sem fer héðan til að sækjast sér menntun eða vinnu hafi tækifæri til að koma til baka með aukna þekkingu og reynslu. Að unga fólkið sjái tækifæri í og finnist eftirsóknarvert að Hornafjörður verði framtíðarheimilið þeirra.

Umræður sköpuðust út frá spurningalista sem starfsmaður hafði unnið. Hann mun vinna úr niðurstöðum listans og koma honum áfram á þá sem málið varðar.
5. 202302002 - Kynningar á fastanefndum
Farið yfir helstu umræður í fastanefndum.

Áheyrnarfulltrúar fóru yfir helstu umræðuefni frá umhverfis og skipulagsnefnd, fræðslu og frístundarnefnd og hafnarstjórn.
6. 202312021 - Þrykkjuball
Nemendafélag FAS hefur bókað Stuðlabandið hingað til Hornafjarðar 18.desember.
Það hefur boðið Þrykkjunni að nýta ferðina og vera með auka ball. Nemendafélagið óskar einnig eftir aðstoð frá ungmennaráði.


Ungmennaráð fagnar þessu framtaki nemendafélags FAS og mun að sjálfsögðu veita þann stuðning sem þau geta. Starfsmanni ungmennaráðs er falið að vinna nánar að þeim stuðningi í samstarfi við nemendafélag FAS.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta