Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Ungmennaráð Hornafjarðar - 58

Haldinn Teams Meating,
13.01.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingunn Ósk Grétarsdóttir ,
Íris Mist Björnsdóttir ,
Björgvin Freyr Larsson ,
Stígur Aðalsteinsson ,
Selma Ýr Ívarsdóttir ,
Alexandra Hernandez ,
Agnar Jökull Imsland Arason ,
Elín Ósk Óskarsdóttir ,
Laufey Ósk Hafsteinsdóttir ,
Herdís Ingólfsdóttir Waage .
Fundargerð ritaði: Herdís I. Waage, Tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 201903117 - Heimsmarkmið og stefnumótun 2019
Rafrænn íbúafundur um stefnumótun fyrir sveitarfélagið í tengslum við heimsmarkmiðin,var haldinn þann 17. desember og var vel heppnaður og vel sóttur. Bæjarráð lagði til að fundað verði með ungmennum, eldri borgurum og íbúum að erlendum uppruna.Stefnumótunarfundurinn með ungmennum verður haldinn 20. janúar og verður honum streymt til eldri bekkja grunnskólans og nemenda í FAS. Þar sem fundurinn er á skóla tíma þá næst til sem flestra ungmenna í sveitarfélaginu. Ungmenni í ungmennaráði ætla að hvetja sem flest ungmenni sem eru á vinnumarkaði að taka einnig þátt í fundinum.
2. 202009004 - Orkudrykkjakönnun ungmennaráðs
Orkudrykkjakönnun Ungmennaráðs verður lögð fyrir 5.-10.bekk vikuna 18.-22. janúar. Í framhaldinu verður vinnufundur þann 29.janúar hjá Ungmennaráði til að fara yfir niðurstöður. Niðurstöðurnar verða í framhaldinu kynntar fyrir stjórnsýslu, stjórnendum grunnskólans og almenningi.
3. 202101039 - Skuggakosningar alþingiskosningar 2021
Í ár fara fram Alþingiskosningar og venja hefur verið að Ungmennaráð haldi Skuggakosningar.

Ungmennaráð hefur í nokkur ár haldið Skuggakosningar þegar sveitarstjórnar-, forseta- og alþingiskosningar hafa farið fram. Kosningarnar í ár eru með breyttu sniði því nú verða haustkosningar. Á sama eða svipuðum tíma er annar stórviðburður sem Ungmennaráð stendur fyrir en það er ungmennaþing. Ákvörðun um Skuggakosningar er því frestað til næsta fundar.
4. 202101040 - Kynning á stjórnmálaflokkum á Höfn
Á fundi Ungmennaráðs og bæjarráðs var rætt um að ungmenni Hornafjarðar myndu fá kynningu á stjórnmálaflokkum sem starfa á Höfn. Mjög gott í aðdraganda kosninga sem verða í ár þó ekki sé um að ræða sveitarstjórnarkosningar

Ungmennaráð mun hafa samband við þá stjórnmálaflokka sem starfandi eru hér á Höfn. Hugmyndin er svo að halda kynningu fyrir ungmenni sveitarfélagsins á hverjum flokki fyrir sig þar sem þeir kynna stefnu sína og áherslur. Ungmennaráð telur að kynning sem þessi sé nauðsynleg ungmennum svo þau geti myndað sér eigin skoðanir á stjórnmálum.
5. 201902023 - Önnur mál ungmennaráðs
1) Geðrækt - hvaða áherslur telur ungmennaráð að sveitarfélagið þurfi að bæta sig í er varðar geðrækt almennt. Hvað vantar okkur?

Umræða um andlega heilsu ungmenna fór fram og ýmsar hugmyndir varðandi fræðslu til ungmenna og foreldra viðraðar. Starfsmanni falið að vinna áfram með þær hugmyndir sem upp komu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta