Haldinn í ráðhúsi, 12.05.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Stefán Birgir Bjarnason , Berglind Stefánsdóttir , Dagmar Lilja Óskarsdóttir , Selma Ýr Ívarsdóttir , Adam Bjarni Jónsson , Sigurður Gunnlaugsson , Emil Örn Moravek Jóhannsson .
Fundargerð ritaði: Emil Morávek, verkefnistjóri á fræðslu- og frístundasviði
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202505023 - Graffíll
Graffíll er skapandi verkefni sem unnið er af nemendum í FAS. Um er að ræða listahátíð sem þau vilja kynna samtímis fyrir ungmennaráði og bæjaráði.
Ungmennaráð þakkar nemendum FAS kærlega fyrir frábæra og vel unna kynningu. Ráðið lýsir ánægju sinni með framtakið og hvetur nemendur eindregið til að halda áfram með verkefnið.
Ungmennaráð hvetur nemendur FAS til að leggja fram ósk um fjárhagslegan stuðning á næsta fundi bæjaráðs. Einnig mun ungmennaráð skoða með hvaða hætti það geti tekið þátt í verkefninu.
Gestir
Nemendur Frammhaldskólans, Bæjarráð og Bæjarstjóri
2. 202402127 - Íþróttahús - hönnun
Á síðasta fundi kallaði ungmennaráð eftir frekari kynningu á stöðu mála varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Ungmennaráð þakkar bæjarstjóra fyrir greinargóða og gagnlega kynningu.
Jafnframt vill ráðið þakka stýrihópi um málefnið kærlega fyrir frábæra vinnu. Áréttað er að mikilvægt sé að samtalið sé ávallt virkt og að skoðanir sem koma fram í slíku samtali séu metnar að verðleikum.
Gestir
Sigurjón Andresson bæjarstjóri
3. 202502071 - Humarhátíð 2025
Dagskrá Humarhátíðar lögð fram til kynningar. Ungmennaráð ræðir hvernig hægt sé að gera hátíðina aðlaðandi fyrir ungmenni og hvort ungmennaráð vilji taka frekari þátt í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.
Ungmennaráð lýsir yfir mikilli ánægju með kynningu Siggu og færir henni innilegar þakkir fyrir frábæra og fagmannlega framsetningu. Ljóst er að Hornfirðingar geta hlakkað til glæsilegrar og eftirminnilegrar Humarhátíðar. Ungmennaráð mun í framhaldinu skoða möguleika á þátttöku í hátíðinni.
Gestir
Sigríður Þórunn Þorvarðsdóttir
4. 202504014 - Samfélagsmiðstöð
Ungmennaráð vinnur að kynningu á hugmyndum sínum um þróun samfélagsmiðstöðva. Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.
Ungmennaráð Hornafjarðar lýsir áhuga á að halda áfram vinnu við málefnið og felur verkefnastjóra að bóka og undirbúa fund með stjórnendum Nýheima. Ráðið leggur áherslu á að hugmyndin um samfélagshús tengist með nánum hætti þróun Nýheima.
5. 202504082 - Barna- og ungmennaþing 2025
Til að þróa næstu aðgerðaráætlun í verkefninu Barnvænt sveitarfélag þarf að skipuleggja Barna- og ungmennaþing. Verkefnastjóri vinnur nú að undirbúningi þingsins sem fyrirhugað er í nóvember 2025. Á fundinum verður rætt hvaða málefni ætti að taka fyrir á þinginu.
Ungmennaráð hlakkar til að fylgjast með störfum næsta ráðs og hvernig því tekst til með skipulagningu Barna- og ungmennaþings. Í því samhengi hefur núverandi ráð unnið tillögur að umræðuefnum, sem verkefnastjóri er beðinn um að afhenda næsta ungmennaráði við undirbúning komandi þings.