Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 237

Haldinn í ráðhúsi,
31.05.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Reynir Arnarson formaður,
Arna Ósk Harðardóttir varaformaður,
Sigurður Ægir Birgisson aðalmaður,
Bryndís Hólmarsdóttir aðalmaður,
Sigurður Einar Sigurðsson 1. varamaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202104021 - Breyting á deiliskipulagi Hornafjarðarhöfn við Ósland
Ráðgjafafyrirtækið Alta kemur inn á fund Hafnarstjórnar til að kynna fyrstu skref í endurskoðun deiliskipulags á Hafnarsvæðinu í Óslandi.

Farið yfir helstu forsendur vegna endurskoðunar deiliskipulags í Óslandi með ráðgjöfum frá Alta.
 
Gestir
Brynja D. Ingólfsdóttir
Styrmir, nemi í landslagsarkitektúr
2. 202105087 - Fyrirspurn - Malbikað bílastæði við smábátahöfn
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið. Hafnarstjórn óskar eftir kostnaðargreiningu á framkvæmd við athafnasvæði smábátahafnar og leggur áherslu á að svæðið verði malbikað í haust.
3. 202105127 - Dæling í Hornafjarðarós - auglýsing
Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna dælingar úr Hornafjarðarós.

Hafnarstjórn samþykkir að auglýsa efnistöku úr Hornafjarðarósi í samræmi við nýorðna breytingu á aðalskipulagi.
4. 202105101 - Uppsögn á samningi um hafnaraðstöðu á Austurfjöru
Litlahorn ehf. Kt.5108720299 hefur sagt upp samningu um hafnaraðstöðu á Austurfjöru. Jafnframt óskar fyrirtækið eftir endurskoðun á samstarfi um
hafnaraðstöðuna sem tekur mið af núverandi aðstæðum.


Uppsögn samnings um hafnaraðstöðu á Austurfjörum dagsett 24.5.2021 er móttekin. Hafnarstjóra er falið að bjóða fulltrúa Litlahorns ehf. á næsta fund hafnarstjórnar.
5. 202105141 - Geymslumál hafnarinnar
Hafnarstjórn upplýst um stöðu mála varðandi geymslur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta