5. 202505129 - Breytingar á stjórnskipulagi umhverfis- og skipulagssviðs, og mannvirkjasviðs
Þann 12.06.2025 samþykkti bæjarstjórn sameiningu umhverfis- og skipulagssviðs og mannvirkjasviðs í umhverfis- og framkvæmdasvið og auglýsa eftir sviðsstjóra fyrir nýtt svið . Bartek Andresson Kass var ráðinn í stöðuna. Við breytingu á stjórnskipulagi var starfi verkefnasjtóra mannvirkjasviðs breytt í starf byggingarfulltrúa. Lagt er til við bæjarráð að það samþykki að Magnús Rannver Magnússon verði byggingarfulltrúi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að Magnús Rannver Magnússon verði byggingarfulltrúi sveitarfélagsins og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
6. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar
Kotnaðaráætlun vegna skólaheimsókna stýrihóps um húsnæðismál Grunnskóla Hornfajarðar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar henni til mats á fjárhagslegum áhrifum en leggur til að önnur tímasetning verði fundin þegar fleiri úr hópnum komast.
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. 202310043 - Félagsheimili sveitarfélagsins
Íbúaráð óskar eftir því við bæjarráð að fyrirkomulag á fundarhúsinu í Lóni verði sambærilegt annara félagsheimila sveitarfélagsins, að fundinn verði húsvörður á svæðinu sem getur haft umsjón með húsinu, tekið við bókunum og fylgst með notkun þess. Eins óskar íbúaráð eftir því að aðgengi á efri hæð hússins verði bætt með útistíg eða tröppum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannvirkja- og skipulagssviðs og umsjónarmanni fasteigna að vinna áfram að málinu.
8. 202509093 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr 1382011
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025 - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011?. Með þessum tölvupósti er þér/ykkur sérstaklega boðið að taka þátt. Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025. Smelltu hér til að skoða málið nánar/senda inn umsögn.
Sjá hér https://island.is/samradsgatt/mal/4065
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að leggja til drög að umsögn.
9. 201410023 - Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands
Ályktun frá stjórn skógræktarfélagi Íslands lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
10. 202509094 - Sveitarfélag ársins
Fimmtudaginn 30. október verður tilkynnt um niðurstöður könnunarinnar Sveitarfélag ársins fyrir árið 2025. Sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins. Þau hljóta viðurkenningu og verðlaunagrip fyrir bestu heildarniðurstöðu í könnuninni. Viðburðurinn fer fram á Hótel Selfossi og hefst kl. 14:00. Einnig verður viðburðinum streymst á netinu.
12. 202412030 - Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hefur uppfært minnisblað um greiðslur til formanna nefnda og bætt inn upplýsingum um hvaða leiðir eru farnar í nokkrum sveitarfélögum.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.