Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 19

Haldinn Teams Meating,
07.01.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgrímur Ingólfsson formaður,
Finnur Smári Torfason varaformaður,
Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjördís Skírnisdóttir 1. varamaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson aðalmaður,
Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagstjóri , Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Umhverfis- og skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2012010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 9
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál
2. 202012021 - Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á Höfn
Lögð fram ályktun frá skólaráði Grunnskóla Hornafjarðar um umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á Höfn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir með skólaráði Grunnskóla Hornafjarðar um að vinna þurfi áfram í því að gera úrbætur á umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á Höfn með það að markmiði að gangandi og hjólandi umferð verði í forgangi í þéttbýlinu. Í ályktuninni er vísað í Umferðaröryggisáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2018-2027 og aðgerðalista í henni. Það er nefndinni ánægja að upplýsa um að verið er að vinna í flestum þeim þáttum sem sérstaklega eru tilteknir í ályktuninni og ættu flest þessara atriða að komast í framkvæmd nú í vor. Umferðarhraði verður lækkaður í íbúðargötum, verið er að skoða gangbrautir og gönguleiðir að skólanum og gönguleið við N1 verður bætt. Þegar hefur verið færður ljósastaur til að laga aðgengi við Brautarholt. Sveitarfélagið hefur nú nýlega tekið við götulýsingu og verið er að vinna að áætlun um lýsingu þar sem öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda er sérstaklega skoðað og verið er að vinna í fleiri þáttum vegna umferðaröryggis m.a. í tengslum við deiliskipulagningu skóla- og íþróttasvæðis.
Umferðaröryggi, erindi til umhverfis og skipulagsnefndar.pdf
3. 202011129 - Breyting á aðalskipulagi Hnappavellir 1 - Verslunar og þjónustusvæði
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á hluta af Hnappavöllum 1. Nánar tiltekið er um að ræða 10.909 m2 lóð úr landinu þar sem stendur fjárhús og hlaða. Lóðinni verður skipt út úr jörðinni og mun heita Hnappavellir 1, Mói en hún hefur ekki verið skráð hjá Þjóðskrá. Stefnt er að því að breyta byggingum sem þegar eru á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir fleiri byggingum. Lóðinni verði breytt í VÞ svæði þar sem gert verði ráð fyrir ferðaþjónustu, m.a. gistingu og litlu tjaldsvæði. Skipulagslýsing hefur verið auglýst og bárust umsagnir frá landeigendum að Hnappavöllum 2 og 4, HAUST, Vegagerðinni og UST. Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu.

Í umsögnum er fjallað um vatnsöflun og frárennsli, aðkomuveg, tjaldstæði og náttúruvá. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu eru settir skilmálar um þessi atriði. Tjaldsvæðið sem um ræðir er fyrir hámark 40 gesti og bætt verði inn í tillöguna skilmálum um staðsetningu til að lágmarka ónæði íbúa á svæðinu. Vegna ábendingar um náttúruvá verði tillagan send til umsagnar hjá Veðurstofu Íslands. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að aðalskipulagsbreyting verði kynnt og auglýst skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig er lagt til að óskað verði eftir leyfi ráðherra um að taka landið úr landbúnaðarnotum, sbr. 6. gr. jarðalaga 81/2004. Umhverfis og skipulagsnefnd felur starfsmanni að hafa forkynningarfund í Öræfum.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting-Hnappavellir.pdf
4. 201912005 - Aðalskipulagsbreyting Seljavellir III
Unnið er að lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir 40 gistirýmum eða allt að 80 gestum á 9 ha svæði á reit VÞ10.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu v. aðalskipulagsbreytingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
5. 202011122 - Breyting á aðalskipulagi - Borgarhöfn 2-3 Suðursveit
Auglýst hefur verið lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags í landi Neðribæjar í Borgarhöfn. Gert er ráð fyrir nýjum reitum fyrir frístundabyggð og verslun og þjónustu. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun.

Í umsögnum er fjallað um aðkomuveg og fornminjar sem fjallað verður um í deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að aðalskipulagsbreyting verði kynnt og auglýst skv. 30. og 31. gr. skipulagslaga.
Einnig er lagt til að óskað verði eftir leyfi ráðherra um að taka landið úr landbúnaðarnotum, sbr. 6. gr. jarðalaga.
Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulagsbreyting-Borgarhöfn Neðribær.pdf
6. 201911001 - Deiliskipulag: Borgarhöfn 2 - 3 Suðursveit
Auglýst hefur verið lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags í landi Neðribæjar í Borgarhöfn. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun.

Í umsögnum er fjallað um aðkomuveg og fornminjar sem fjallað verður um í deiliskipulagi.
7. 201908028 - Deiliskipulag Þorgeirsstaðir í Lóni
Deiliskipulagið nær til hluta jarðanna Þorgeirsstaða og Þorgeirsstaða 3 í Lóni. Skipulagssvæðið er um 12 ha að stærð og er í þrennu lagi. Deiliskipulagið var auglýst frá
Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Ferðamálastofu, Minjastofnun og Vegagerðinni. Unnið hefur verið staðbundið hættumat og minjaskráning.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir auglýsingu. Starfsmanni falið að svara umsagnaraðilum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8290-001 Þorgeirsstaðir dskgrg.pdf
8290-001 Þorgeirsstaðir dskuppdr.pdf
Stadbundi_mat_lon.pdf
Þorgeirsstaðir-Fornleifaskraning.pdf
Umsögn HAUST.pdf
Umsögn UST.pdf
Umsögn VÍ.pdf
Umsögn ferðamálastofu.pdf
Umsögn MÍ.pdf
Umsögn Vegagerð.pdf
8. 202012081 - Breyting á deiliskipulagi, útbæ Höfn
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þar sem heimilað verði að byggja þriggja hæða hótel með allt að 204 herbergjum á lóðum D, E og F.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar því að byggðar verði þriggja hæða byggingar á lóðunum til að gæta samræmis í afgreiðslu mála á svæðinu. Það er álit nefndarinnar að mikilvægt sé að huga að útliti svo stórra húsa og að það falli vel inn í umhverfið. Starfsmanni falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
9. 202011121 - Lóðarmál Hornafjarðarhafnar
Hafnarstjórn leggur til að tvær lóðir nr. 11 og 13 við Ófeigstanga í Óslandi verði teknar frá fyrir Hornafjarðarhöfn. Bæjarráð vísaði málinu til umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Reynir Arnarson, formaður hafnarstjórnar, óskar eftir því að deiliskipulag svæðisins verði endurskoðuð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að undirbúa endurskoðun deiliskipulagsins og vísar því til bæjarráðs að þessum lóðum sé ekki úthlutað á meðan á endurskoðun stendur. Umsækjendum um geymslulóðir sé vísað á aðrar lóðir í Óslandi.
10. 202012003 - Hafnarbraut 20 - breyting á húsnæði
Lögð fram fyrirspurn um heimild til breytinga á Hafnarbraut 20. Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að skipta íbúðarhúsnæðinu í tvær íbúðir í stað einnar. Neðri íbúð myndi vera á hluta fyrstu hæðar og í kjallara en hin einnig að hluta til á fyrstu hæð og á 2 hæð. Nýjum svölum myndi vera komið fyrir á 2 hæð. Báðar íbúðir myndu vera með sérinngang. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd hefur verið grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga. Ein athugasemd barst frá Minjastofnun.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilt verði að breyta húsinu úr einbýlishúsi í tvíbýlishús skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Sett er skilyrði um að við breytingarnarnar verði farið eftir tilmælum Minjastofnunar og svalir á efri hæð verði staðsettar á öðrum hvorum gaflinum eða yfir bakinngangi til þess að rýra ekki byggingarlist hússins eða götumynd Hafnarbrautar.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Hafnarbraut 20, Höfn - umsögn MÍ.pdf
11. 202010100 - Byggingarleyfisumsókn: Júllatún 9 - viðbygging
Óskað er eftir heimild til að byggja framan og aftanvið Júllatún 9 og breyta notkun á bílskúr í íbúðarhúsnæði. Áformin hafa verið grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga og engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilt verði að byggja við húsið og breyta notkun á bílskúr í samræmi við framlagðar teikningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
12. 202101017 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Bílskúr við Hagaleiru 13
Eggert Helgi Þórhallsson sækir um samþykki fyrir breytingu á staðsetningu bílskúrs á lóð Hagaleira 13. Fyrirhugað er að hafa bílskúr vestan megin við íbúðarhús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að heimilt verði að breyta aðkomu að húsinu án breytingar á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, enda um óverulegt frávik að ræða sem skerðir hagsmuni nágranna í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
13. 202101016 - Byggingarleyfisumsókn - Hagaleira 12, einbýlishús
Óskað er heimildar vegna frávika frá deiliskipulagi. Sótt er um heimild til þess að hafa á húsinu flatt þak en deiliskipulag gerir ráð fyrir 10-35° halla. Einnig er óskað eftir heimild til að hafa útveggi á göflum hússins allt að 4,02m en deiliskipulag gerir ráð fyrir að hámarkshæð útveggja sé 3,6m. Hámarksmænishæð skv. deiliskipulagi er 4,6m.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að gefin verði heimild til að víkja frá kröfum deiliskipulags um hæð útveggja og þakgerð skv. framlögðum teikningum. Samþykkt er að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga vegna Hagaleiru 12 þar sem flatt þak og hámarkshæð útveggja verði allt að 4,02m á lóðinni. Grenndarkynning hefur þegar farið fram og samþykki nágranna í Hagaleiru 10 og 8 liggur fyrir.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Hagaleira 12, hús fært ínní byggingarreit 01.pdf
Hagaleira 12, hús fært inní byggingarreit 02.pdf
14. 202101009 - Fyrirspurn um efnistöku
GYG ehf vill kanna möguleika á efnistöku og vinnslu efnis til útflutnings innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Um er að ræða tilraunaverkefni um efnistöku úr Hornafjarðarós og mögulega staðsetningu vinnslusvæðis. Auk þess fyrirspurn um fleiri möguleg efnistökusvæði innan sveitarfélagsins.


Litið er svo á að fyrirspurnin sé tvíþætt. Annarsvegar er óskað eftir heimild til efnistöku úr Hornafjarðarósi sem er í eigu sveitarfélagsins. Til þess að hefja efnistöku á svæðinu þarf að gera breytingu á aðalskipulagi og finna þarf hentugan stað fyrir efnisvinnslu. Málinu er vísað til hafnarstjórnar til umræðu og bæjarráðs.
Hins vegar er um að ræða fyrirspurn vegna efnistöku á öðrum svæðum í sveitarfélaginu. Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að gera þarf breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku. Starfsmanni falið að svara fyrirspurn og ræða við umsækjanda.
15. 202011118 - Landsskipulagsstefna - ósk um umsögn
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um tillögu að viðbót við landsskipulagsstefnu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda umsögn byggða á drögum umhverfis- og skipulagsstjóra.
Landsskipulagsstefna- drög að umsögn.pdf
16. 202012063 - Umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur óskað eftir umsögn við frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. https://www.althingi.is/altext/151/s/0461.htmlBæjarráð mun afgreiða málið en umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir að umfjöllun um eftirfarandi atriði komi fram í umsögn sveitarfélagsins.
Fjallað verði um mikilvægi vörumerkisins Vatnajökulsþjóðgarðs og áhrif á skráningu á heimsminjaskrá UNESCO. Að fjármagn verði tryggt til þeirrar uppbyggingar sem þörf er á og að þjóðgarðurinn taki ábyrgð á aðkomuvegum að ferðamannastöðum í þjóðgarðinum. Tryggja þurfi umferð og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Sú skipulags- og áætlanavinna sem þegar hefur átt sér stað verði nýtt áfram og ekki verði töf á uppbyggingu á svæðinu. Sértekjur verði eftir þar sem þær verða til og skipting fjár til uppbyggingar milli svæða verði unnin á faglegum forsendum með tilliti til náttúruverndar og umhverfis.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta