Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 128

Haldinn í ráðhúsi,
10.09.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezersson aðalmaður,
Gunnhildur Imsland aðalmaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2509003F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 104
Fundargerð ungmennaráðs lögð fram.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fundargerðina og óskar ungmennaráði velfarnaðar á komandi starfsári.
Almenn mál
2. 202211032 - Ungmennaráð skilaboð til fastanefnda og bæjaráðs
Eftirfarandi hvatning kom frá ungmennaráði til allra fastanefnda sveitarfélagsins.

"Ungmennaráð Hornafjarðar vill með þessari bókun beina sjónum allra nefnda sveitarfélagsins að störfum ráðsins og mikilvægi þess fyrir samfélag okkar, sérstaklega þó fyrir börn og ungmenni en það sem er gott fyrir börn er gott fyrir alla.
Nú hefur tekið til starfa öflugt og metnaðarfullt ungmennaráð sem er reiðubúið að láta til sín taka og vera málsvari ungs fólks í sveitarfélaginu.
Ungmennaráðið horfir til vetrarins með miklum metnaði og mun m.a. leggja áherslu á eftirfarandi:
-Standa fyrir Barna- og ungmennaþingi í nóvember þar sem raddir barna og ungmenna fá að heyrast og mál er þau varða tekin föstum tökum.
-Efla samstarf við önnur ungmennaráð og ungliðahópa í bænum með það að markmiði að byggja upp sterkara ungmennastarf og betri tengingu við nærsamfélagið.
-Veita bæjaryfirvöldum nauðsynlegt og eðlilegt aðhaldi líkt og fyrri ungmennaráð hafa gert að með öflugum og ábyrgum hætti.
-Minna á mikilvægi opinna svæða og þess að þau séu hönnuð og viðhaldið með það að leiðarljósi að þau höfði til og nýtist ungu fólki og þar með samfélaginu öllu.
-Halda áfram að vinna að jákvæðri samfélagsþróun með því að vekja athygli á málefnum sem skipta unga fólkið máli og hafa áhrif á daglegt líf í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð Hornafjarðar hvetur allar nefndir og ráð sveitarfélagsins til að hafa í huga mikilvægi þátttöku ungs fólks í ákvörðunum og stefnumótun og óskar eftir því að málum verði vísað áfram til ungmennaráðs hvort sem það sé til kynningar eða til umsagnar.
Að lokum óskar ungmennaráð eftir góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og stofnanir."


Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir brýningu ungmennaráðs og mun bæta sig í að vísa málum til ungmennaráðs.
3. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar
Fulltrúar í starfshópi um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar

Tilnefningar í starfshópinn liggja nú fyrir.
Í honum sitja
Þórdís Þórsdóttir skólastjóri
Halldóra Guðmundsdóttir og Steinunn Hödd Harðardóttir fyrir hönd starfsmanna skólans.
Inga Rósa Ingvadóttir fulltrúi foreldra.
Björn Þór Imsland fulltrúi umhverfis og skipulagssviðs.
Kristján Örn Ebenezarsson fulltrúi K lista
Steindór Sigurjónsson fulltrúi D lista
Gunnhildur Imsland fulltrúi B lista.
Enn vantar fulltrúa nemenda en von er á honum á næstu dögum.
Þórgunnur Torfadóttir er ábyrgðar- og starfsmaður hópsins.
Hornafjörður - Erindisbréf starfshóps vegna húsnæðis GH.pdf
4. 202508037 - Fjárhagsáætlanir á fræðslu- og frístundasviði fyrir 2026
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 er í vinnslu. Rammar á fræðslu- og frístundasviði lagðir fram til umræðu.


Farið yfir helstu útgjaldaliði og breytingar. Á fræðslu- og frístundasviði er launakostnaður lang stærsti útgjaldaliðurinn enda starfmenn á sviðinu 2/3 hluti starfsmanna sveitarfélagsins. Launaáætlanir fara í vinnslu í dag hjá forstöðumönnum og því eru þær ekki komnar inn í rammana.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta