Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Öldungaráð - 19

Haldinn í Miðgarði,
01.10.2025 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Guðmundsson aðalmaður,
Albert Eymundsson aðalmaður,
Ólafía Ingibjörg Gísladóttir aðalmaður,
Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir aðalmaður,
Jóna Bára Jónsdóttir ,
Skúli Ingibergur Þórarinsson .
Fundargerð ritaði: Skúli Ingibergur Þórarinsson, sviðsstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202503079 - Hönnun Ekra- endurbætur viðbygging
Arkitektar frá Gláma-Kím koma inn á fundinn ásamt Birni Imsland Umsjónarmanni fasteigna, og gera grein fyrir stöðu verkefnisins.

Sigbjörn og Bæring frá Gláma-Kími komu á fundinn til að kynna hugmyndir að breyttu skipulagi á Ekrureitnum. Byrjað var á hönnun innanhúss í Ekrusalnum, dagþjónustu aldraðra og félagsaðstöðu Félags eldri Hornfirðinga. Því næst voru sýndar tillögur að breyttu skipulagi utandyra með framtíðar uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis fyrir eldriborgara í huga. Hugmyndir eru margbreytilegar allt frá viðbyggingu, byggja ofaná Ekru og stakstæðar byggingar. Ljóst er að mörgu er að huga og mikilvægt að vinna verkefnið vandlega sem og í samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Næstu skref eru að fullvinna tillögurnar sem fram eru komnar og fá fram alla kosti og galla. Eins þarf að hafa í huga annað umhverfi í kringum Ekruna með tilliti til útiveru íbúa og notenda þjónustu í húsinu.

Öldungaráð þakkar Sigbirni og Bæring frá Glámu-Kím fyrir góða yfirferð.
 
Gestir
Bæring Bjarnar Jónsson
Björn Þór Imsland
Sigbjörn Kjartansson
2. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri, kemur inná fundinn og gerir grein fyrir stöðu framkvæmda vegna byggingu hjúkrunarheimilis.

Sigurjón Andrésson kemur inn á fundinn og gerir grein fyrir framvindu á uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis við Skjólgarð. Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili þokast áfram en ljóst er að verkið er ekki í samræmi við verkáætlun. Eins og stendur er stefnt að skilum fyrir sumar 2026 sem þykir ekki líklegt að raungerist miðað við stöðuna í dag. Það er margt sem spilar inní þær tafir sem upp hafa komið og snúa þær m.a. að ófullnægjandi hönnunargögnum. Virkt samtal er í gangi við alla aðila sem og kjörna fulltrúa á þingi til að koma málunum í betri framgang svo unt sé að tryggja að þetta þarfa verkefni klárist með farsælum hætti og að gætt verði að sanngirni hvað varðar kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í verkefninu.

Ari Jónson lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun og óskaði eftir að hún yrði tekin til afgreiðslu:

Fundur í öldungaráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar haldinn 1.10. 2025 vekur athygli á því að aðbúnaður heimilisfólks á Skjólgarði er undir lágmarkskröfum stjórnvalda um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Hvetur öldungaráðið bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samstarfi við Vigdísarholt ohf að bregðast skjótt við og gera það sem unnt er til þess að bæta aðbúnað heimilisfólksins á Skjólgarði. Samtímis þessu verði gjaldtaka fyrir dvöl á heimilinu tekin til endurskoðunar og í framhaldinu færð til samræmis við eðlilega viðskiptahætti.

Ásgerður Gylfadóttir sagði að gjaldtakan væri á ábyrgð ríkisins og lagði til eftirfarandi breytingu á tillögu Ara:

Fundur í öldungaráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar haldinn 1.10. 2025 vekur athygli á því að aðbúnaður heimilisfólks á Skjólgarði er undir lágmarkskröfum stjórnvalda um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Hvetur öldungaráðið bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar í samstarfi við Vigdísarholt ohf að bregðast skjótt við og gera það sem unnt er til þess að bæta aðbúnað heimilisfólksins á Skjólgarði. Samtímis þessu verði gjaldtaka ríkisins fyrir dvöl á heimilinu tekin til endurskoðunar og í framhaldinu færð til samræmis við eðlilega viðskiptahætti.

Breytingatillaga Ásgerðar á ályktur Ara samþykkt samhljóða.

Öldungaráð mun fylgja málinu eftir.

Sigurjón Andrésson kom stuttlega inn á önnur mál sem eru í gangi á hans borði, t.d. varðandi viðhald á innsiglingunni og möguleg uppbygging á björgunarmiðstöð í Öræfum. Sigurjón fór einnig yfir tölfræði varðandi íbúafjölda. 35% íbúa eru erlendir íbúar og einstaklingar yfir 56 ára 23% íbúa.

Öldungaráð þakkar þeim Sigurjóni og Birni Imsland fyrir yfirferðina.
 
Gestir
Sigurjón Andrésson
Björn Imsland
3. 202509091 - Frístundastyrkur fyrir eldri borgara
Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs, kemur á fundinn og kynnir hugmyndir vegna mögulegra breytinga á frístundastyrk fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.

Liðnum frestað. Boðað verður til aukafundar í október 2025 og málið tekið fyrir þar.
4. 202412045 - Framtíðarsýn um málefni aldraðra 2026-2030
kynnt verða drög að Framtíðarsýn í málefnum aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árin 2026-2034.

Liðnum frestað. Boðað verður til aukafundar í október 2025 og málið tekið fyrir þar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta