Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 111

Haldinn í ráðhúsi,
17.04.2024 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Róslín Alma Valdemarsdóttir formaður,
Þóra Björg Gísladóttir varaformaður,
Steindór Sigurjónsson aðalmaður,
Kristján Örn Ebenezarson aðalmaður,
Guðrún Sigfinnsdóttir 1. varamaður,
Jón Dagur Ísaksen Hafsteinsson Fulltrúi ungmennaráðs,
Þórgunnur Torfadóttir .
Fundargerð ritaði: Þórgunnur Torfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2404004F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 90
Fundargerð ungmennaráðs tekin fyrir.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir 90. fundargerð ungmennaráðs.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Almenn mál
2. 202403105 - Samningur um vallarumhirðu 2024
Sveitarfélagið hefur mörg undanfarin ár gert samning við knattspyrnudeild Sindra um vallarumhirðu á Sindravöllum (nú Jökulfellsvelli) og umhverfi hans.

Fræðslu- og frístundanefnd er samþykk nýjum samning.
Samningur um vallarumhirðu - 2024.pdf
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
3. 202404041 - Vallarstjórn 2024
Í vallarstjórn sitja forstöðumaður íþróttamannvirkja, eftirlitsmaður fasteigna, aðili frá fræðslu- og frístundasviði og fulltrúi frá USÚ. Auk þess er sá aðili frá knattspyrnudeild Sindra sem sinnir vallarumsjón boðaður á fundinn.
Mikilvægt er að viðhald, umhirða og umgengni á íþróttasvæðinu sé til fyrirmyndar. Það tryggir betri umgengni og betri upplifun bæði gesta og gangandi af bænum.
Nú er verið að skoða möguleika á að kaupa slátturróbót á Jökulfellsvöllinn sjálfan í stað þess að kaupa slátt.


Rætt um ástand valla og íþróttamannvirkja almennt.
Gervigrasið á sparkvellinum við Íþróttahúsið er illa farið en beðið hefur verið eftir því að ákvörðun um uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla liggi fyrir svo hægt sé að taka ákvörðun um hvað skuli gera við það. Grasið í Bárunni er komið á aldur en er þó enn í ágætis standi. Fræðslu- og frístundanefnd líst vel á að keyptur verði slátturróbot á Jökulfellsvöll. Einnig mælir nefndin með því að ef ekki verður hægt að gera við ærslabelginn núna næstu daga þá verði sótt um aukafjárveitingu svo hægt verði endurnýja hann fyrir sumarið. Boðað verður til fyrsta fundar vallarstjórnar á næstu dögum.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
4. 202401103 - Vinnuskóli Hornafjarðar 2024
Vinnuskólinn mun hefja störf í byrjun júní líkt og undanfarin ár. Börnum fæddum 2008-2011 er boðin vinna þar í 8 vikur í sumar. Þeim yngstu einungis fyrir hádegi en elstu þremur árgöngunum býðst að vinna frá níu til fjögur.

Emil fór lauslega yfir starf vinnuskólans. Búið er að ráða fjóra flokkstjóra og einn yfirflokksstjóra en umsóknarfrestur fyrir börnin rennur út í lok maí.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
5. 202403070 - Sjávarútvegsskólinn - samstarf við vinnuskólann
Í sumar verður Sjávarútvegsskólinn starfræktur í fyrsta skipti á Höfn.
Þetta er skóli þar sem kennt er í eina viku á hverjum stað og er samstarfsverkefni vinnuskóla sveitarfélaga, fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskeldi og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Fyrirtækin greiða alfarið kostnað skólans, vinnuskólinn sendir sín ungmenni í skólann og kennarar eru nemendur í sjávarútvegsfræði og líftækni við Háskólann á Akureyri. Skinney-Þinganes mun greiða kostnað við skólann á Höfn.


Fræðslu- og frístundanefnd fagnar því að Sjávarútvegsskólinn verði starfræktur á Höfn í sumar í tengslum við vinnuskólann.
6. 202403042 - Sumarfrístund 2024
Hluti af styrktarsamningi sveitarfélagsins við umf. Sindra felur í sér að Sindri sjái um leikjanámskeið fyrir börn í 1. - 4. bekk á sumrin. Stefnt er að því að fyrsta leikjanámskeiðið fari af stað 3. júní og boðið verði upp á tvö tveggja vikna námskeið í júní og eitt tveggja vikna námskeið í ágúst. Námskeiðin eru frá 9:00-12:00 á morgnana og boðið upp á gæslu frá 8:00. Börn úr vinnuskólanum hafa aðstoða á leikjanámskeiðinu eftir þörfum. Þar sem sumir foreldrar geta lent í vanda með gæslu eftir hádegi hefur sveitarfélagið boðið upp á gæslu fyrir þau börn sem þess þurfa eftir hádegi síðustu tvö ár. Lítil aðsókn hefur verið í þessa gæslu og því verður núna stefnt að því að bjóða frekar upp á mismunandi námskeið eftir hádegi fremur en gæslu. Þau námskeið verða unnin í samráði við ýmsa aðila.

Verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði fór yfir þær hugmyndir sem eru í gangi en það á eftir að fullmóta þær. Auk sumarfrístundar fyrir börn í 1. - 4. bekk verður einhver opnun í Þrykkjunni fyrir börn í 5. og 6. bekk fyrir hádegi. Verkefnastjóri mun sjá til þess að framboð frístunda fyrir börn í sumar verði kynnt sem best seinni hluta maí.
 
Gestir
Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði.
7. 202404019 - Grunnskóli Hornafjarðar - húsnæði
Húsnæði Grunnskóla Hornafjarðar er komið til ára sinna og verulegra úrbóta þörf á ýmsum stöðum. Matsalurinn er í elsta hluta skólans sem er 85 ára á þessu ári. Matasalurinn er bæði lítill og verulega farið að sjá á húsnæðinu. Þá er starfsemi frístunaheimilisins Kátakosts á tveimur stöðum sem hvorugur uppfyllir viðmið um ásættanlegan aðbúnað hvorki fyrir börn eða starfsmenn.

Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.
 
Gestir
Kristín G Gestsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar
Björn Imsland umsjónarmaður fasteigna
Brina Sæmundsdóttir fulltrúi foreldra
Marie Louis Johansson fulltrúi starfsmanna grunnskóla
8. 202404031 - Íslensku menntaverðlaunin 2024
Opið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024
Er framúrskarandi kennari, verkefni og/eða menntaumbætur í þínu sveitarfélagi? Því ekki að tilnefna þau til íslensku menntaverðlaunanna? Nú er hægt að senda inn tillögur

Íslensku menntaverðlaunin 2023 verða afhent að Bessastöðum í nóvember næstkomandi og nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Verðlaunin eru í fimm flokkum:

- Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur, ein verðlaun veitt til skóla eða annarrar menntastofnunar.
- Framúrskarandi kennari, ein verðlaun veitt til kennara.
- Framúrskarandi þróunarverkefni, ein verðlaun. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- og frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum.
- Framúrskarandi iðn- og verkmenntun, ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- og menntastofnun .
- Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem þykja hafa skarað fram úr.
Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní n.k.

Frekar upplýsingar og tilnefningarform eru hér:
https://skolathroun.is/menntaverdlaun/


Fræðslu- og frístundanefnd hvetur fólk til að tilnefna framúrskarandi skólastarf sem við vissulega búum að.
9. 201101068 - Reglur um akstur foreldra í dreifbýli vegna þátttöku barna þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi fjarri heimili
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á frístundaakstur fyrir börn í dreifbýli og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að fella þessar reglur sem eru frá 2011 úr gildi https://www.hornafjordur.is/media/reglur-og-samthykktir/Reglur-um-akstur-foreldra-i-dreifibyli.pdf

Fræðslu og frístundanefnd leggur til að reglur frá 29. ágúst 2011 verði felldar úr gildi þar sem frístundaakstur hefur tekið við hlutverkinu. Málinu vísað til bæjarráðs.
10. 202404046 - Ársskýrsla Hestamannafélagsins Hornfirðings
Ársskýrsla Hestamannafélagsins Hornfirðings.

Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Hafrúnu fyrir greinagóða skýrslu og óskar hestamannafélaginu áframhaldandi velfarnaðar í starfi.
Skýrsla Stjórnar HH. 2023.pdf
Ársreikningur-Hornf-2023pdf.pdf
 
Gestir
Hafrún Eiríksdóttir
11. 202404049 - Eldhugar á Höfn
Þorgrímur Þráinsson er Hornfirðingum vel kunnur af mörgum góðum verkum í gegnum árin. T.a.m. hefur hann komið árlega og rætt við 10. bekkinga í Grunnskóla Hornafjarðar. Hann er núna á lokametrunum að setja saman og kynna svokallað Eldhugaverkefni. Þetta verkefni snýst um að koma á fót verkefnum sem ungt fólk getur fundið sig í og stutt þannig við áhugamál og hæfileika sem flestra og hjálpa ungu fólki að finna ofurmanninn í sér.

Þorgrímur fór yfir verkfærakistuna og hvatti fræðslu- og frístundanefnd til að styðja við verkefni sem minnst er á þar og styðja þannig við bakið á sem fjölbreyttustum hópi ungs fólks.
Eldhugarnir.pdf
 
Gestir
Þorgrímur Þráinsson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta