Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 999

Haldinn í ráðhúsi,
27.07.2021 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Bryndís Hólmarsdóttir 1. varamaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Bryndís Bjarnarson , Ólöf Ingunn Björnsdóttir .
Fundargerð ritaði: Bryndís Bjarnarson, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202003021 - Sóttvarnir: COVID-2019
Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 25. júlí 2021 og gildir til 13. ágúst.
Meðal þeirra takmarkana sem eru í gildi eru takmörkun á fjöldasamkomum þegar fleiri en 200 einstaklingar koma saman.


Bæjarráð hvetur íbúa til að gæta að persónulegum sóttvörnum og fylgjast með breytingum á sóttvarnarreglum.
Reglugerð um Covid 19 frá 23. júlí 2021.pdf
2. 202101100 - Ósk um viðgerð á stíg milli 3. og 4. brautar á golfvelli
Verðkönnunargögn vegna lagfæringa á rofvörn á Golfvelli lögð fram.

Starfsmönnum falið að leita tilboða og hefja viðræður við Isavia um kostnaðarþátttöku.
3. 202103129 - Breyting á aðalskipulagi - Heppuvegur 6
Breyting á aðalskipulagi fyrir Heppuveg 6 lögð fram. Lýsing hefur farið fram.
Megin markmið með breytingunni er að M1 miðsvæði stækkar og Heppuvegur 5 og hluti Heppuvegar 6 verða á miðsvæði í stað athafnasvæðis.
Með breyttri landnotkun verður heimilt að hafa á lóðunum matvælaframleiðslu/iðnarðarframleiðslu, veitingasölu og listsýningar auk íbúða.


Bæjarráð samþykkir að kynna aðalskipulagsbreytingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.*
4. 202107011 - Kæra vegna samþykktar á nýju deiliskipulagi fyrir þéttingu byggðar
Erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlyndamála þar sem tilkynnt er að kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa kærðu deiliskipulagsákvörðun er hafnað.

Lagt fram til kynningar.
Úrskurður .pdf
Greinargerð með kæru 9 jul 2021.pdf
Gögn send Skipulagsstofnun.pdf
5. 202104049 - Byggingarleyfisumsókn - Krosseyjarvegur 6, olíugeymir
Olíudreifing hefur óskað eftir heimild til að byggja úrgangsolíugeymi á lóð Krosseyjarveg 6. Fyrirhugað er að koma fyrir 60m³ tvöföldum stálgeymi við hlið áfylliplans stöðvarinnar og lagnir tengdar frá geymi inn á planið.
Grenndarkynning hefur farið fram
Engar athuugasemdir bárust.


Bæjarráð samþykkir grenndarkynninguna og veitir heimild til útgáfu bygginaleyfis skv. 44. gr. skipulagslaga.*
6. 202107037 - Hleðslustöð frá Orkusölunni
Hleðslustöðin er staðsett á miðsvæði Hafnar og er í fullum rekstri og er í talsverðri notkun.
7. 202107032 - Ársreikningur SKG 2020
Ársreikningur SKG fyrir árið 2020.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun frá 2. mars sl. þar sem kallað er eftir endurskoðuðum ársreikningum og gistináttaskýrslum.
8. 202107022 - Umsögn um útgáfu leyfa - Útihátíð Stöðull
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleýfi fyrir útihátíð fyrir alla fjölskylduna á Stöðli Fagurhólsmýri.
Óskað er eftir umsögn slökkviliðs og HAUST varnandi fjölda á svæðinu.


Bæjarráð veitir jákvæða umsögn með fyrirvara um að slökkvistjóri og Haust veiti jákvæða umsögn og farið verði eftir gildandi sóttvarnarreglugerð á þeim tíma sem hátíðin fer fram.
9. 202107035 - Umsögn - Flugeldasýning á Jökulsárlóni 2021
Erinidi frá Björgunarfélagi Hornafjarðar þar sem óskað er eftir umsögn um flugeldasýningu á Jökulsárlóni 14. ágúst nk.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn fyrir flugeldasýningu 2021 og að farið verði eftir gildandi sóttvarnarreglugerð á þeim tíma sem flugeldasýningin fer fram.
*skv. 32. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 286 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40 

Til baka Prenta