Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1145

Haldinn í ráðhúsi,
01.10.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2409017F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 67
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar númer 67 lögð fram til kynningar.

2. 2408014F - Íbúaráð - Nes og Lón - 5
Fundargerð íbúaráðs Nesja og Lóns númer 5 lögð fram til kynningar.

3. 2408013F - Íbúaráð Öræfum - 4
Fundargerð íbúaráðs í Öræfum númer 4 lögð fram til kynningar.

4. 2408009F - Íbúaráð - Suðursveit og Mýrar - 5
Fundargerð íbúaráðs í Suðursveit og Mýrum númer 5 lögð fram til kynningar.

Almenn mál
5. 202402034 - Fjármálaráðstefna 2024
Eftirfarandi aðalfundir verða haldnir í tengslum við Fjármálaráðstefnu 2024.

Aðalfundur samtaka Orkusveitarfélaga og Orkufundur 2024 verður haldin á Vox Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. október.

Aðalfundur samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. október kl. 11:30.

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn í sal E á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. október kl. 08:30-09:30.


Lagt fram til upplýsinga
6. 202409094 - Forkaupsréttur sveitarfélagsins
Erindi frá Skinney Þinganes hf. þar sem tilkynnt er um samning um sölu Þóris SF-77 til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupsstað. Skipið er selt án aflaheimilda en þær færast á önnur skip Skinneyjar-Þinganess hf. Með vísan í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er Sveitarfélaginu Hornafirði boðin forkaupsréttur að skipinu.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að skipið sé selt, Sveitarfélagið mun ekki nýta forkaupsréttinn. Samþykkt í tölvupósti.
Lagt fram til kynningar.
7. 202408025 - Fjárhagsáætlun 2025
Rammaáætlanir deilda lagðar fram og yfirfarnar.

Vísað til áframhaldandi vinnu hjá forstöðumönnum og sviðsstjórum.
 
Gestir
Bartek Anders Kass- sviðstjóri Mannvirkjasviðs
Skúli Ingibergur Þórarinsson - Sviðstjóri velferðarsviðs
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Eyrún Helga Ævarsdóttir- Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta