Fundargerð 18. fundar öldungaráðs sem fram fór 11.6.2025 lögð fram til kynningar.
Farið yfir fundargerð 18. fundar öldungaráðs.
Almenn mál
2. 202508031 - Ársskýrsla velferðarsviðs 2024
Árskýrsla velferðarsviðs 2024 lögð fram til kynningar.
Sviðsstjóri fór yfir ársskýrslu velferðarsviðs 2024. Velferðarnefnd vísar ársskýrslu velferðarsviðs til kynningar í bæjarráði, notendaráði fatlaðs fólks, öldungaráði og fjölmenningarráði.
Sviðsstjóri fer yfir starfsemi á velferðarsviði og fyrirséðar breytingar sem verða á starfsemi þess á haustdögum.
Selið var afhent velferðarsviði aftur nú í vor eftir að hafa þjónustað leikskólann Sjónarhól sem ungbarnadeild síðustu ár. Fyrirhugað er að hefja þar starfsemi vinnu- og hæfingarstöðvar á næstu mánuðum en slík framkvæmd kallar á endurskoðun á starfseminni og verður farið yfir þær breytingar sem farið verður í samhliða því.
Sviðsstjóri fór yfir starfsemi á velferðarsviði haustið 2025. Velferðarnefnd fagnar því að Selið hafi verið afhent velferðarsviði aftur og þjónustan þannig komin með húsnæði sem hentar fyrir vinnu- og hæfingarstöð.
Velferðarnefnd vísar málinu áfram til kynningar í bæjarráði og notendaráði fatlaðs fólks.
Velferðarnefnd þakkar fyrir góða yfirferð.
4. 202505041 - Rekstur velferðarsviðs 2025
Fjárhagsgreining fyrir annan ársfjórðung á velferðarsviði lögð fram til kynningar.
Farið yfir rekstrartölur velferðarsviðs á öðrum ársfjórðungi. Reksturinn í góðu jafnvægi og lítur út fyrir að hann verði innan áætlunar í lok árs.
5. 202506070 - Ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda
Þann 1. janúar 2026 mun ríkið taka ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með flóknar og fjölþættar þjónustuþarfir sem búsett eru utan heimilis samkvæmt samkomulagi sem undirritað var þann 19. mars 2025. Lagt er fram til kynningar bréf til sveitarfélaga frá mennta- og barnamálaráðuneytinu ásamt skýrslum sem liggja samkomulaginu til grundvallar.
6. 202508032 - Innleiðing á Signs of Safety (Öryggismerki)
Ákveðið hefur verið að Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar innleiði hugmyndafræði Signs of safety (Öryggismerki) í starfsemina. Innleiðingin er á ábyrgð Barna- og fjölskyldustofu og sveitarfélögunum að kostnaðarlausu, að undanskildnum ferða- og dvalarkostnaði starfsmanna.
Málið lagt fram til kynningar.
Sviðsstjóri gerir grein fyrir innleiðingu á Signs of Safety sem er hugmyndafræði sem nýtist við vinnslu barnaverndarmála.
Velferðarnefnd tekur vel í innleiðingu á hugmyndafræðinni og vonast til að hún skili góðum árangri í starfi Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
7. 202508027 - Reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr.47.gr.barnaverndarlaga nr.802002
Lögð eru fram drög að nýjum reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 hjá Barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Farið yfir drög að nýjum reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim áfram til umfjöllunar í bæjarráði.
8. 202508028 - Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir
Lögð eru fram drög að nýjum reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir. Vinnsla reglanna er liður í úrbóataáætlun vegna reglna stuðnings- og virkniþjónustu.
Farið yfir drög að nýjum reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar málinu áfram til umfjöllunar í notendaráði fatlaðs fólks áður en það fer til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
9. 202508029 - Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð
Lögð eru fram drög að nýjum reglum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Farið yfir drög að nýjum reglum um notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til umfjöllunar í notendaráði fatlaðs fólks áður en þær fara til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
10. 202508034 - Til umsagnar áform um frumvarp til laga um málefni innflytjenda
Umsögn Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna áforma um frumvarp til laga um málefni innflytjenda sem skilað var inn á samráðsgátt þann 15.8.2025 lögð fram til kynningar.
Farið yfir umsögn Sveitarfélagsins Hornafjarðar um áform um frumvarp til laga um málefni innflytjenda.