Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 98

Haldinn í ráðhúsi,
07.05.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Níels Brimar Jónsson 1. varamaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir varaformaður,
Þröstur Jóhannsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varamaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Bartek Andresson Kass , Guðrún Agða Aðalheiðardóttir .
Fundargerð ritaði: Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri mannvirkjasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202504058 - Umsókn um leyfi fyrir skilti - tjaldsvæði Hafnar
Kiwanisklúbburinn Ós óskar eftir leyfi til þess að setja upp skilti á tjaldsvæðinu. Skiltið er fest með 3 steyptum undirstöðum sem verða steyptar 1 m. niður í jörð og eru járn festingar steyptar í undirstöðurnar sem skiltið skrúfast síðan á, en þetta er sama aðferð og skiltið inn við vegamót er jarðfest (grundað) að forskrift Vegagerðarinnar.

Umhverfis- og skipulagasnefnd gerir ekki athugasemd við staðsetninguna með fyrirvara um samþykki rekstararaðila tjaldsvæðis og óskar eftir frekari upplýsingum er varða gerð, efni og innihald skiltanna.
2. 202504075 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hafnarbraut 11 - stækkun á lóð
Reynir Ásgeirsson f.h. Andreyn ehf. lóðarhafa lóðar að Hafnarbraut 11 óskar eftir stækkun lóðar að hluta til suðurs um 2,5 m. Ekki er til gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir frekari upplýsingum samkvæmt umræðu á fundinum og felur sviðsstjóra mannvirkjasviðs að hafa samband við umsækjanda.
3. 202501089 - Stækkun byggingar, Fiskhóll 11, deiliskipulag
Breytt erindi frá Imsland ehf. vegna deiliskipulags lóðar Fiskhóll 11. Ný tillaga gerir ráð fyrir því að lóðin stækki um u.þ.b. 640 fm, eða um 30% og að með fyrirhugaðri stækkun á byggingarmagni verði nýtinharhlutfall 0,49. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 6 í 7 og nýjan byggingarreit fyrir bílskúr og sólstofu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir samantekt á áhrifum erindisins á hagsmuni sveitarfélagsins og felur sviðsstjóra mannvirkjasviðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna áfram í málinu.
4. 202305021 - Hlíðartún 12, umsókn um breytingu á götukanti
Í máli 2023 sótti Óskar Arason um breytingu á götukanti til að koma fleiri bílastæðum við Hlíðartún 12. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti tillögur umsækjanda á fundi 15.5.2023 og bókaði að heimilt yrði að taka niður götukant fyrir tvo bíla til viðbótar. Gert var ráð fyrir að ný bílastæði yrðu aðgreind frá núverandi innkeyrslu í samráði við starfsmann sveitarfélagsins. Vorið 2024 tók lóðarhafi niður 9 m kantstein og gangstétt í landi sveitarfélagsins án þess að hafa samband við starfsmenn sveitarfélagsins. Staðan í dag er sú að hluti Hlíðartúns framan við hús nr.12 er án gangstéttar og innkeyrsla við húsið er 13 m. að breidd.

Þann 04.12.2024 skoraði umhverfis- og skipulagsnefnd á lóðarhafa að lagfæra gangstétt og götukant nú þegar. Að öðrum kosti myndi sveitarfélagið vinna lagfæringar á kostnað eiganda.

Starfsmenn sveitarfélagsins ítrekuðu erindi nýlega og svar barst þar sem fyrrverandi lóðarhafi segist ætla að ganga í málið.


Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir tímaáætlun framkvæmda og ítrekar að útfærsla skal unnin í samráði við starfsmenn sveitarfélagsins.
5. 202504071 - Fjallahjólabraut á gömlu krossarabrautinni við Drápskletta
Erindi frá Hólmari H. Unnsteinssýni um nýtingu á gömlu krossarabrautinni við Drápskletta. Erindið er einnig komið á dagskrá hjá Fræðslu- og frístundanefnd. Ein af tillögum að útfærslu er að nýta uppgröft af framkvæmdum við ÍB5 eða nýju verslunarsvæði til að móta brautina.

Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og lætur starfsmönnum að vinna í málinu áfram.
6. 202503086 - Útihirslur í almenningsrýmum
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 02.04.2025 var erindi þetta lagt fram til kynningar og bókaði nefndin að starfsmönnum var falið að vinna áfram að málinu. Uppfært minnisblað liggur ný fyrir.

Framvinda verkefnis lögð fram til kynningar. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
7. 202212047 - Umferðaröryggisáætlun - Endurskoðun - 2025
Lagt fram minnisblað um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar. Óskað var tilboða frá þremur fyrirtækjum. Á fundi sínum þann 02.04.2025 lét umhverfis- og skipulagsnefnd starfsmann í hönd að vinna málið áfram.

Framvinda verkefnis lögð fram til kynningar. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu og kanna fjárhagsleg áhrif.
8. 202504069 - Ábending um umferðaröryggi í Álaleiru og Hagaleiru
Hólmar H. Unnsteinsson og Hafrún Eiríksdóttir Álaleiru 17 senda inn ósk um botnlanga í enda Álaleiru, við Hagaleiru. Bent er á að umferð er mikil um götuna og stafar hún íbúum og börnum mikla hættu og mikið ónæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og tekur undir að þörf er á að bæta umferðaröryggi á svæðinu og draga úr hraða. Málinu er vísað til endurskoðunar umferðaröryggisáæatlunar.
9. 202412060 - Hoffell - Breyting á aðalskipulagi
Skipulagslýsingin var í kynningu frá 15.01. - 15.02.2025. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Andrési Skúlasyni, Minjastofnun, Brynju Dögg Friðriksdóttur/Helgu Valgerði Friðriksdóttur/Sveini Heiðari Friðrikssyni/Sigurbjörgu Helgadóttur, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Forsætisráðuneytinu og Náttúruverndarstofnun.

Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna samantekt á umsögnum og viðbrögð við þeim eftir því sem við á.
10. 202502088 - Borgarhöfn 2-3 - Deiliskipulag
Sótt er um heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgarhafnar - Neðribæjar. Breytingin felst í stækkun á tjaldsvæði og byggingarreit fyrir smáhýsi, íbúðarhúsi og þjónustuhúsi. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem verslun og þjónusta VÞ45 með eftirfarandi skilmálum: "Borgarhöfn Neðribær. Úr landi Borgarhafnar. Ferðaþjónusta, tjaldsvæði, gisting og reiðasala. Allt að 75 gistirými. Frístundahús, 4 hús. Hringtákn ~5 ha, þar af tjaldsvæði allt að 3 ha fyrir allt að 300 gesti."

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að fyrirhugaðrar breytingar séu verulegar og leggur til við bæjarstjórn að farið verði í verulega breytingu á deiliskipulagi. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
11. 202002001 - Deiliskipulag við Hrollaugsstaði
Lagt fram til kynningar staða á deiliskipulagi við Hrollaugsstaði vegna áforma ungmennafélagsins Vísir um að byggja fjölnota íþróttaaðsöðu við Hrollaugsstaði.

Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir tillögum frá starfsmönnum um næstu skref.
12. 202504012 - Dýpkun á Grynnslunum - Umsögn, skipulagsgátt
Hornafjarðarhöfn áformar dýpkun siglingarleiðar um Grynnslin við Hornafjarðarós. Grynnslin eru sandrif sem myndast framan við sjávarfallaósa og eru mikill áhrifaþáttur í siglingum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að langtímaáætlun sem felur í sér dýpkun með efnismagnið á bilinu 0 - 1.000.000 m3 á ári. Samtals allt að 5.000.000 m3 til 10 ára.

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um matsáætlun vegna dýpkunar Grynnslanna.


Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar því að áform séu um reglulega viðhaldsdýpkun og gerir ekki athugasemd við matsáætlunina.
13. 202504078 - Landeignaskrá: Gerði - umsókn um staðfestingu merkjalýsingar vegna stofnunar nýrra lóða
Björn Borgþór Þorbergsson í Gerði óskar eftir staðfestingu á merkjalýsingu sem gerir ráð fyrir stofnun nýrra lóða. Lóðir eru í samræmi við deiliskipulag fyrir svæðið með einni viðbót (Oddnýjarhús - 2742m² að stærð).

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu. Nefndin telur að stofnun lóðanna hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga, sbr. einnig 48.gr. skipulagslaga. Umsækjanda er bent á að uppbygging og framkvæmdir hafa ekki verið heimilaðar á svæðinu umfram það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
14. 202502028 - Fyrirspurn til Umhverfis- og skipulagsnefndar - Hárgreiðslustofa Litlubrú
Þann 05.03.2025 var gerð eftirfarandi bókun í umhverfis- og skipulagsnefnd:

Karl Guðni Ólafsson sækir um lóð fyrir hárgreiðslustofu á horni Hafnarbrautar og Litlubrúar þar sem gamla Sindrahúsið stóð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að mikilvægt sé að nýta lóðina betur en fyrirspurnin gerir ráð fyrir. Umhverfis- og skipulagsstjóra falið að ræða við umsækjanda.

Umsækjandi óskar eftir því að málið verði tekið aftur til afgreiðslu í nefndinni með þeirri breytingu að lóð undir hús sem hér um ræðir verður leigð til 15 ára og að ef til þess kæmi að áform verða um að sveitarfélagið vilji nýta lóðina til annarra, þá geti hann yfirgefið hana.


Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir afstöðu- og útlitsteikningum af fyrirhugaðri byggingu ásamt útfærslu á frágangi lóðar.
15. 202504084 - Júllatún endi - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Aðalsteinn Ingólfsson óskar eftir að leyft verði að aka í báðar áttir milli júllatúns og Víkurbrautar (gatan á milli júllatúns 8 og 13). Hægt væri að setja tvístefnu merki við endana á götunni þar sem ekki er svigrúm til að tvöfalda veginn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og felur starfsmanni að vinna áfram að málinu.
16. 202503068 - Takmörkun umferðar við Höfnina
Hafnarstjórn óskar eftir því að umhverfis- og skipulagssviðs skoði málið án tafar með það að markmiði að tryggja betur öryggi á svæðinu og skila tillögum til hafnarstjórnar fyrir næsta fund.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur starfsmanni að koma sjónarmiðum nefndarinnar til hafnarstjórnar.
17. 202501041 - Hraðahindrun Kirkjubraut
Fyrir örfáum vikum létt sveitarfélagið að setja upp tímabundnar þveranir við Kirkjubraut til að auka umferðaröryggi götunnar. Nýlega hefur komið í ljós að einhverjir einstaklingar hafa skemmt skilti á umferðaeyjum við Kirkjunna. Kostnaður við ný skilti er um 80 þús kr. auk vinnu starfsmanna. Ekki er verið að vakta svæðið með öryggismyndavélum.

Umhverfis og skipulagsnefnd harmar skemmdirnar og felur bæjarverkstjóra að laga skiltin. Nefndin óskar einnig eftir því að þau verði færð neðar í götuna til að draga enn meira úr hraða við gatnamótin Kirkjubraut-Víkurbraut.
Skiltaeyjur 02.05.2025.pdf
18. 202501057 - Fyrirspurn til skipulagsstjóra - Breyting á deiliskipulagi Hafnarvík - Heppa, garðhús á Pakkhúsalóð
Á fundi þann 22.01.2025 óskaði umhverfis- og skipulagsnefnd eftir afstöðumynd af fyrirhugaðri framkvæmd. Umbeðin gögn bárust sveitarfélaginu í lok mars.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þar sem um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta