Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 335

Haldinn í ráðhúsi,
02.05.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Þröstur Jóhannsson 2. varamaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Gunnar Ásgeirsson 1. varamaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Elías Tjörvi Halldórsson 1. varaforseti,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202504065 - Ársreikningur sveitarfélagsins Hornafjarðar 2024
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ársreikningurinn hefur fengið kynningu í bæjarráði að viðstöddum fulltrúum úr bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkti ársreikninginn og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarstjóri lagði ársreikning Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2024 fram og fór yfir helstu atriði hans.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 4.534 millj.kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.981 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæðum 756 millj.kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 473 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 7.087 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam um 5.931 millj. kr.

Forseti lagði til að ársreikningi 2024 verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Ársreikningur sveitarfélagið Hornafjörður 31.12.2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til baka Prenta