Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 83

Haldinn í ráðhúsi,
17.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Steindór Sigurjónsson varaformaður,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður,
Selma Ýr Ívarsdóttir Fulltrúi ungmennaráðs,
Tinna Rut Sigurðardóttir aðalmaður,
Emil Örn Moravek Jóhannsson 1. varamaður,
Kristín Vala Þrastardóttir Menningarmiðstöð.
Fundargerð ritaði: Kristín Vala Þrastardóttir, Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 202003090 - Vatnajökulsþjóðgarður - fundargerðir stjórnar og svæðisráðs
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
VJP_217_fundargerð_svæðisstjórn_vjþ.pdf
VJP_218_fundargerð_svæðisstjórn_vjþ.pdf
VJP_151._fundargerð_svæðisráðs_suðursvæðis.pdf
Almenn mál
2. 202507025 - Verklag vegna styrkja og auglýsinga
Opnað hefur verið fyrir umsóknir til verkefnastyrkja sveitarfélagsins og breytt fyrirkomulag hefur verið auglýst á vef sveitarfélagsins.
Umsóknarform er aðgengilegt í íbúagátt sveitarfélagsins, umsóknarfrestur er 4. janúar 2026.

https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/sveitarfelagid/frettasafn/breytt-fyrirkomulag-styrkveitinga-sveitarfelagsins-hornafjardar


Nefndin hvetur áhugasöm til að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og sækja um styrk fyrir sínum verkefnum.
Úthlutunarreglur verkefnastyrkja.pdf
Reglur SVH um auglýsingastyrki...pdf
Matsblað verkefnastyrkja Sveitarfélagsins Hornafjarðar.pdf
3. 202512055 - Atvinnu- og rannsóknarsjóður 2026
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í atvinnu- og rannsóknarsjóð sveitarfélagsins og auglýst hefur verið á vef sveitarfélagsins.
Umsóknarform er aðgengilegt í íbúagátt sveitarfélagsins, umsóknarfrestur er til 5. janúar 2026.

https://www.hornafjordur.is/stjornsysla/sveitarfelagid/frettasafn/umsoknir-um-styrki-atvinnu-og-rannsoknasjods-2026


Nefndin hvetur áhugasama til að kynna sér úthlutunarreglur og sækja um styrk fyrir sínum verkefnum.
Reglur-fyrir-atvinnu--og-rannsoknarsjod.pdf
Atvinnu--og-rannsoknarsjodur--Matsrammi-fyrir-rannsoknarthatt.pdf
Atvinnu--og-rannsoknarsjodur---Matsrammi-fyrir-atvinnuthatt.pdf
4. 202512056 - Menningarverðlaun 2026
Menningarverðlaun sveitarfélagsins eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á nýliðnu ári.
Verðlaunin verða veitt á Menningarhátíð sveitarfélagsins 6. mars 2026.


Menningarlíf er í blóma í Sveitarfélaginu Hornafirði og margt eftirtektarvert á árinu sem er að líða.
Nefndin hvetur íbúa að senda tilnefningar til menningarverðlauna fyrir árið 2025.
Unnið er að því að setja upp tilnefningarform inn á íbúagátt sveitarfélagsins sem verður auglýst á miðlum sveitarfélagsins.
Reglur-um-Menningarverdlaun-Sveitarfelagsins-Hornafjardar.pdf
5. 202409071 - Menningarmiðstöð
Forstöðumaður kynnir starf Menningarmiðstöðvar.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta