Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1086

Haldinn í ráðhúsi,
25.05.2023 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varamaður,
Bryndís Bjarnarson , Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2305010F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 58
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn einnig undir 7. 8. og 9. lið
2. 2305002F - Fræðslu- og frístundanefnd - 101
Fundargerðin samþykkt.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs sat fundinn einnig undir 10. lið
Almenn mál
3. 202305073 - Kjörskrá 2023
Kjörskrá fyrir íbúakosningu 19. júní til 10. júlí lögð fram. Kjörskráin verður til sýnis í afgreiðslu Ráðhúss á opnunartíma afgreiðslu og Svavarssafns.
Bæjarráð samþykkir kjörskrána.
4. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð
Bæjarráð auglýsti eftir áhugasömum til að taka þátt í að stofna íbúaráð í Öræfum, Suðursveit og Mýrum og Nesjum og Lóni.
Sex íbúar hafa gefið kost á sér og tilnefndir í Öræfum.
Tveir íbúar í Suðursveit og Mýrum hafa gefið kost á sér.
Fjórir aðilar í Nesjum og Lóni hafa gefið kost á sér.


Bæjarráð felur starfsmanni að funda með þeim sem hafa gefið kost á sér og vinna málið áfram.
5. 202304066 - Ársskýrsla slökkviliðsstóra fyrir árið 2021-2022
Árskýrsla slökkviliðsstjóra lögð fram til kynningar.
6. 202302041 - Fundargerðir - Samtök orkusveitarfélaga 2023
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga - nr 63.pdf
7. 202304005 - Útboð.Stækkun leikskóla á Hornafirði - Sjónarhóll
Brynja gerði grein fyrir ferli útboðsins.
Engin tilboð bárust.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
8. 202305038 - Yfirlýsing sveitarfélagsins vegna 19.gr.eldri lóðarleigusamninga
Til þess að flýta fyrir afgreiðslu á sölu fasteigna og minnka flækjustig er óskað eftir að bæjarráð felli úr gildi eftirfarandi málsgrein í 19. gr. eldri lóðarleigusamninga.
„Nú vill leigutaki framselja öðrum leigurétt sinn til lóðarinnar, ásamt húsum og mannvirkjum, sem á lóðinni og er honum þá skylt að tilkynna það byggingarfulltrúa sveitarfélagsins til skráningar, og er framsal ógilt, nema bæjarverkfræðingur eða fulltrúi hans hafi ritað vottorð sitt á framsali um að eignaskiptin hafi verið tilkynnt og þar með staðfest, að framsalið brjóti eigi í bága við lóðarleigusamning þennan"


Bæjarráð samþykkir að fella út ofangreinda málsgrein í 19. gr. eldri lóðarleigusamninga sem eru í gildi.

9. 202108112 - Sorpútboð 2023
Útboðsgögn fyrir sorphirðu, rekstur söfnunarstöðvar og rekstur urðunarstaðar ásamt jarðgerð lögð fram til samþykktar ásamt kostnaðaráætlun.

Farið yfir drög að útboðsgögnum. Starfsmanni falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fund næsta bæjarráðs.
 
Gestir
Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála
10. 202211018 - Málefni Sindra 2022
Forsvarsmenn Sindra komu fyrir fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni, markmiðum og rekstri Ungmennafélagsins Sindra. Óskað er eftir frekari stuðningi og samtali um hvernig við getum náð okkar sameiginlegu markmiðum.


Málinu vísað til áframhaldandi vinnu bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs.
 
Gestir
Margrét Kristinsdóttir
Hjalti Vignisson
Gísli Vilhjálmsson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta