Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölmenningarráð - 25

Haldinn í Miðgarði,
14.10.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Goran Basrak aðalmaður,
Nejra Mesetovic formaður,
Matsupha Brynjulfsson aðalmaður,
Ann Marie-Louise S Johansson aðalmaður,
Bartek Andresson Kass aðalmaður,
Anna Birna Elvarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Anna Birna Elvarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202110002 - Fjölmenning í Sveitarfélaginu Hornafirði
Nýverið fór bókasafnsvörður MMH, Sandra Björg Stefánsdóttir, á ráðstefnuna Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi. Raðið óskaði eftir að fá hana á fund og segja ráðinu frá ráðstefnunni.

Ráðið þakkar Söndru fyrir samantektina og hrósar MMH fyrir sitt mikilvæga starf í fjölmenningarmálum hér í sveitarfélaginu og hlakkar til frekari samstarfs.
 
Gestir
Sandra Björg Stefánsdóttir
2. 202508030 - Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda
Ráðið stefnir á að sækja um samstarfs- og nýsköpunarstyrk vegna íslenskukennslu innflytjenda. Drög að umsókn hugmyndar sem kom til mála á síðasta fundi voru rædd.

Rætt var um drögin að umsóknunum og þær fínpússaðar.
3. 202110002 - Fjölmenning í Sveitarfélaginu Hornafirði
Farið var yfir verkefnastöðu fjölmenningarverkefna í sveitarfélaginu.

Fjölmenningarráð þakkar samantektina og bætir hugmyndum á listann sem hefur verið í vinnslu fyrir stofnun ráðs. Starfsmanni ráðs falið að vinna málin frekar.
4. 202405117 - Samræmd móttaka flóttafólks
Verkefnastjóri fjölmenningar- og gæðamála fór nýverið á starfsdaga á vegum Vinnumálastofnunar varðandi samræmda móttöku flóttafólks og sagði ráðinu frá því helsta sem þar fór fram.

Ráðið þakkar verkefnastjóra fjölmenningar- og gæðamála fyrir samantektina.
5. 202410030 - Starfsemi velferðarsviðs 2025
Fyrirhugaðar breytingar varðandi starf verkefnastjóra fjölmenningar- og gæðamála ræddar.

Starfsmaður upplýsti ráðið um fyrirhugaðar breytingar og ráðið fagnar því.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta