Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn Hornafjarðar - 256

Haldinn í ráðhúsi,
23.05.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Ingólfsson formaður,
Halldór Tjörvi Einarsson varaformaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson aðalmaður,
Sigursteinn Ingvar Traustason Fulltrúi ungmennaráðs,
Ögmundur Jón Guðnason varamaður,
Björgvin Hlíðar Erlendsson varamaður,
Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafna


Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
4. 202003067 - Fundargerðir Hafnasambandsins
Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
1. 202301061 - Deiliskipulag hafnarsvæðis Krossey - endurskoðun
Hafnarstjórn samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis í Krossey. Starfsmönnum falið að fá ráðgjafa til samstarfs í vinnunni og boða til vinnufundar.
2. 202203093 - Dýpkun á Grynnslum 2022
Sigurður Sigurðarson verkfræðingur frá Vegagerðinni kom fyrir fundinn og fór yfir drög að skýrslu dönsku straumfræðistofnunarinnar DHI þar sem stofnunin hefur rannsakað sandburð á Grynnslunum í Hornafjarðarósi.

Hafnarstjórn mun á næstu dögum boða til sameiginlegs fundar með hagsmunaaðilum hér í Hornafirði og Vegagerðinni til að kynna helstu niðurstöður skýrslunnar.
 
Gestir
Sigurður Sigurðarson
3. 202303100 - Samtal við Vegagerðina um málefni hafnarinnar
Starfsmenn hafnarinnar óskuðu eftir mati Vegagerðarinnar á burðarþoli bræðslubryggjunnar og voru niðurstöður kynntar á fundinum.

Í máli Vegagerðarinnar kom fram að þolstyrkur stálbitana í bræðslubryggjunni í Óslandi er mikill og vel hægt að setja yfir 15 tonna álag á miðja töng. Staurarnir eru reknir niður á klöpp og þola mjög mikið líka. Þannig er burðarþol bryggjunnar á þessari bryggju er ekki ósvipað og á stálþilsbryggju með steyptri þekju.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta