Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1180

Haldinn í ráðhúsi,
01.07.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Jóna Benný Kristjánsdóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2506017F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 77
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar númer 77 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar
2. 2504024F - Íbúaráð Öræfum - 7
Fundargerð íbúaráðs Öræfa númer 7 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
3. 2504023F - Íbúaráð - Nes og Lón - 8
Fundargerð íbúaráðs Nes og Lóns númer 8 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
4. 2504025F - Íbúaráð - Suðursveit og Mýrar - 8
Fundargerð íbúaráðs í Suðursveit og Mýrum númer 8 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
5. 202506089 - Málefni rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði
Erindi frá rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði lagt fram.

Bæjarráð þakkar fyrir gott samtal og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að gera drög að samstarfssamning við rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði þar sem stuðningur sveitarfélagsins við rannsóknarsetrið er formgerður. Nýjum verkefnum vísað til frekari vinnu.
 
Gestir
Þorvarður Árnason
Sæunn Stefánsdóttir
6. 202301036 - Hornafjörður náttúrulega
Byggðaþróunarfulltrúi upplýsir um stöðuna á verkefninu Hornafjörður Náttúrulega og breytta tímalínu en áætluð verklok eru enn um áramót.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Nejra Mesetovic- byggðaþróunarfulltrúi
7. 202506097 - Byggðaþróun í Suðursveit
Minnisblað vegna heimsóknar Nýheima þekkingarseturs og Fræðslunets Suðurlands í Suðursveit þann 11.júní 2025 lagt fram.
Verkefnastjóri mætti á fund.


Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Nejra Mesetovic- byggðaþróunarfulltrúi
8. 202506055 - Urðun plastdúka í kartöfluframleiðslu
Í samræmi við fyrirmæli frá Bæjarráði eru tillögur Xiaoling varðandi málið settar fram í meðfylgjandi minnisblaði.

Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögu að breyttri gjaldskrá í haust.
 
Gestir
Xiaoling Yu- Umhverfisfulltrúi
9. 202412046 - Útboð - Gáran, Sæbraut 1 - viðbygging fyrir baler og starfsmannaaðstöðu
Fresti til að skila tilboðum í verkið er lokið.

Kostnaðaráætlun verkefnis hljóðar upp á 39.740.250 kr.

Eftirfarandi tilboð bárust sveitarfélaginu:
1. Þingvað ehf, 51.086.870 kr., 28,55% yfir kostnaðaráætlun.
2. Verkfærni ehf, 58.275.533 kr., 46,64% yfir kostnaðaráætlun.
3. Mikael ehf., 49.399.150 kr., 24,31% yfir kostnaðaráætlun.
4. Ísbyggingar ehf., 45.907.912 kr., 15,52% yfir kostnaðaráætlun.

Við yfirferð tilboða kom í ljós að formúla til að reikna heildarfjárhæð í EXCEL skjali var gölluð.

Réttar upphæðir eru því eftirfarandi:
Kostnaðaráætlun verkefnis hljóðar upp á 42.043.250 kr
1. Þingvað ehf, 55.107.870 kr., 31,07% yfir kostnaðaráætlun.
2. Verkfærni ehf., 61.025.781 kr., 45,15% yfir kostnaðaráætlun.
3. Mikael ehf., 53.058.150 kr., 26,20% yfir kostnaðaráætlun.
4. Ísbyggingar ehf., 45.595.269 kr., 8,45% yfir kostnaðaráætlun.

Tilboði frá Ísbyggingum ehf. reyndist ógilt þar sem því var ekki skilað inn í samræmi við kröfur útboðslýsingar. Staðfesting á að fyrirtækið hafi póstlagt tilboðsgögn með ábyrgðarpóstsendingu barst sveitarfélaginu ekki fyrir opnun tilboða, og þá skv. 0.0.10. gr. útboðslýsingar telst tilboð fyrirtækisins ógilt.

Minnisblað lögmanns lagt fram.

Starfsmenn mannvirkjasviðs leggja til við bæjarráð að það hafni öllum gildum tilboðum á grundvelli 83. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, þar sem þau eru yfir kostnaðaráætlun og með því formlega ljúki útboðsferlinu.


Bæjarráð hafnar öllum gildum tilboðum í verkið með tilliti til markmiða laga um opinber innkaup nr. 120/2016 um að stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri, þar sem tilboðin eru verulega yfir kostnaðaráætlun, sbr. 83. gr. laganna.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
10. 202506105 - Framkvæmd - Gáran, Sæbraut 1 - viðbygging fyrir baler og starfsmannaaðstöðu
Niðurstaða útboðsferlis vegna framkvæmdar við viðbyggingu við Gáruna liggur nú fyrir og er hún sú að öllum gildum tilboðum hefur verið hafnað.

Þar sem framkvæmd sem hér um ræðir er undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt 23. gr. laga um opinber innkaup og sveitarfélagið hefur þegar uppfyllt kröfur 24. gr. laganna um gagnsætt ferli, leggja starfsmenn mannvirkjasviðs til við bæjarráð að farið verði í bein samningskaup við Ísbyggingar ehf.


Bæjarráð felur sviðsstjóra mannvirkjasviðs að fara í samningaviðræður við Ísbyggingar ehf.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
11. 202110085 - Gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála
Lagt fram til samþykktar uppfærsla á gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála. Upphæðir í gjaldskrá hafa verið uppfærðar til samræmis við vísitölubreytingar frá janúar 2021 til janúar 2025.
7. grein gjaldskrárinnar hefur einnig verið uppfærð.*


Bæjarráð samþykkir samhljóða uppfærða gjaldskrá umhverfis- og skipulagsmála.*
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
12. 202501089 - Stækkun byggingar, Fiskhóll 11, deiliskipulag
Erindi frá Sveinbirni Imsland f.h. Imsland ehf. óskað er eftir endurupptöku málsins.*

Bæjarráð fellst á endurupptöku málsins í samræmi við 1. tölulið 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Bæjarráð leggur til að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi. Óverulega breytingu skal grenndarkynna eigendum húsa að Fiskhól 7 og 9 og að Hagaleiru 1,3,4,6, 8 og 10, skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða.*
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
13. 202504045 - Umsögn um útgáfu rekstrarleyfis - (Gistileyfi IV) - Breiðabólsstaðir II
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfis til reksturs Gististaðir í flokki IV - A Hótel í gistiheimilinu Gerði.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn með sama fyrirvara og slökkviliðsstjóri gerir.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
14. 202506106 - Deiliskipulag
Andri Snær Þorsteinsson sækir um breytingu á deiliskipulagi á Oddnýjarhúsi í landi Gerði á Breiðabólstað. Til stendur að reisa frístundarhús á lóðinni.*

Bæjarráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi. Óverulega breytingu skal grenndarkynna eigendum húsa á Hala og Gerði, skv. 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða.*
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
15. 202506101 - Umsagnarbeiðni vegna akstursíþróttakeppni í motorcross
Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna keppnishalds í motocrossbraut Hornafjarðar þann 19. júlí næstkomandi.


Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna keppnishalds í motocrossbraut Hornafjarðar fyrir árið 2025.
Samþykkt samhljóða.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
16. 202301058 - Reglur um starfsemi leikskóla
Lögð er fram minniháttar breyting á reglum um starfsemi leikskóla. Minnisblað sviðsstjóra fræðslu-og frístundasviðs lagt fram.*

Bæjarráð samþykkir framlagða breytingu á reglum um starfsemi leikskóla.
Samþykkt samhljóða. *
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
17. 202409013 - Skólamáltíðir útboð 2025
Drög að samningi um skólamáltíðir lagður fram til samþykktar.*

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs að ganga frá undirritun.*
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
18. 202411018 - Netöryggi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði
Network Foundation Journey er vegferð til að þarfagreina og endurskoða netumhverfi hjá sveitarfélaginu og teikna upp ákveðin vegvísi til að vinna eftir í framtíðinni. Heildarkostnaður er 1.844.672 kr. Verkefnið verður unnið af Advania. Það er mikilvægt að fara í þessa vinnu til að búa til stefnu í þessum málum og að við höfum skýra framtíðarsýn í netmálum. Það er mikil tækniskuld í netbúnaði sveitarfélagsins og væri þetta sterkt fyrsta skref í taka þennan málaflokk í gegn.

Minnisblað verkefnastjóra stafrænna lausna og tækni um málið, verkefnalýsing og minnisblað fjármálastjóra lagt fram.


Bæjarráð samþykkir að fari verði í þarfagreiningu. Mat á fjárhagslegum áhrifum liggur fyrir. Málinu vísað til viðaukagerðar.
Samþykkt samhljóða.
19. 202102007 - Hraðhleðslustöð á Höfn - Samningur um afnot lóðar Krosseyjarvegur 1A
Tesla óskar eftir endurnýjun viðauka við samning um aðstöðu á lóð sveitarfélagsins fyrir hraðhleðslustöðvar þar sem óskað er eftir að fjölga hleðslustöðvum innan lóðarinnar úr þremur í sex. Ekki var innheimt aðstöðugjald samkvæmt eldri samningi en í viðauka er kveðið á um gjald fyrir afnot af lóð undir bílastæði, hleðslustöðvar og tækjabúnað.

Óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir undirritun viðaukans.*


Bæjarráð veitir staðgengil bæjarstjóra heimild til þess að undirrita viðaukann.
Samþykkt samhljóða. *
20. 202506092 - Myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu
Erindi barst frá Öruggara Suðurlandi um myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu. Óskað er eftir greiningu á þörf fyrir myndavélaeftirlit.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs í samráði við aðra sviðsstjóra, forstöðumenn og lögreglu að meta þörfina fyrir aukið myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu og senda niðurstöðuna inn til Öruggara Suðurlands.
21. 202402120 - Framkvæmd - Útiæfingasvæði við minigolf völl
Minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslusviðs lagt fram um stöðu málsins.

Verkefnið féll úr fjárhagsáætlun fyrir 2025. Málinu vísað til fjárhagsáætlunnar árið 2026 með uppfærðum gögnum og heildarkostnaði.
 
Gestir
Bartek Andresson Kass, sviðsstjóri mannvirkjasviðs
22. 202504048 - Fyrirspurn um fasteignagjöld
Lagður er fram leiðréttur útreikningur af fasteignagjöldum vegna mistaka í álagningu á tímabilinu 2020 til 2024. Endurskoðendur sveitarfélagsins, KPMG hafa yfirfarið útreikningana og staðfest þá.

Í umfjöllun á síðasta bæjarráðsfundi nr. 1179 láðist að geta tveggja gjaldliða sem nú er búið að leiðrétta. Heildarupphæðin breytist því úr 5.096.775 kr. yfir í 5.131.531 kr.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
23. 202506058 - Breyting á prókúruhafa
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs leggur fram tilkynningu um breytingu á prókúruhöfum sveitarfélagsins. Lagt er til að Sigurjón Andrésson bæjarstjóri og Jóna Benný Kristjánsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs verði áfram með prókúru en auk þeirra verði Valdís Ósk Sigurðardóttir fjármálastjóri með prókúru.*

Bæjarráð samþykkir samhljóða að prókúruhafar sveitarfélagsins verði Sigurjón Andrésson, Jóna Benný Kristjánsdóttir og Valdís Ósk Sigurðardóttir.*
24. 202503095 - Hækkun veiðigjalda 2025
Uppfærð greining KPMG fyrir samtök sjávarútvegssveitarfélaga um hækkun veiðigjalda lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
SSÚS samantekt 3 - 20250619.pdf
25. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 981. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. júní 2025 og fundargerð 982. fundar stjórnar Sambandsins frá 16. júní 2025 lagðar fram

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 982.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 981.pdf
26. 202506088 - Ársfundur Brákar íbúðafélags 2024
Fundargerð ársfundar Brákar fyrir árið 2024 frá 11. júní 2025 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
27. 202506090 - Aðalfundur leigufélagsins Bríetar ehf 2025
Aðalfundur leigufélagsins Bríetar var haldinn þann 27. júní 2025.

Lagt fram til kynningar.
28. 202412030 - Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Við síðustu uppfærslu láðist að setja inn ákvæði svo að launin ættu einnig við um setu í svæðisráði þjóðgarðsins. Þá eru laun kjörstjórnar og stýrihópa uppfærð sem einnig gleymdist í síðustu uppfærslu.

Mál tekið fyrir og samþykkt í tölvupósti. Lagt fram til kynningar.
29. 202506096 - Umsögn um útgáfu tækifærisleyfis til áfengisveitinga - Nailed it
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við útgáfu á tækifærisleyfi fyrir áfengisveitingar á veitingastaðnum Nailed it fish and Chips á meðan humarhátíð stendur.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn með sömu fyrirvörum og Slökkviliðistjóri gerir.
Málið var tekið fyrir og samþykkt í tölvupósti. Lagt fram til kynningar.
30. 202506067 - Umsögn um tækifærisleyfi -Humarhátíð miðsvæði, Sindravöllum og Víkurbraut
Umsögn um tækifærisleyfi- Humarhátíð miðsvæði, Sindravöllum og Víkurbraut
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við útgáfu á tækifærisleyfi vegna Humarhátíðar.


Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn. Málið var tekið fyrir og samþykkt í tölvupósti. Lagt fram til kynningar.
31. 202506066 - Umsögn um tækifærisleyfi - Tjald á hátíðarsvæði
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn við útgáfu á tækifærisleyfi fyrir áfengisveitingar í Tjaldinu á hátíðarsvæðinu.

Bæjarráð veitir samhljóða jákvæða umsögn. Málið var tekið fyrir og samþykkt í tölvupósti. Lagt fram til kynningar.
*skv. 32. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 337 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta