Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 995

Haldinn í ráðhúsi,
08.06.2021 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Björgvin Óskar Sigurjónsson varaformaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2105011F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 25
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja D. Ingólfsdóttir
2. 2105008F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 237
Fundargerðin samþykkt.
Almenn mál
3. 202105143 - Nafn á víkinni við Ránarslóð
Erindi frá Gunnari Stíg Reynissyni þar sem hann bendir að manngerða víkin við Ránarslóð hefur ekkert nafn og er með hugmynd um að sveitarfélagið standi fyrir nafnasamkeppni um nafn á víkinni.

Málinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
4. 202106002 - Ályktun vegna fasteignamats 2022
Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.

Bæjarráð rýnir álagningaprósentu fasteignaskatts í tengslum við fjárhagsáætlunargerð á hverju ári. Fyrir árið 2021 var tekin ákvörðun um að lækka álagningahlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði og einnig á íbúðarhúsnæði. Bæjarráð mun sem fyrr rýna álagningaprósentuna við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022.pdf
5. 202102033 - Reglur um gáma, báta og aðra lausafjármuni í Sveitarfélaginu Hornafirði
Drög að reglum um gáma, báta og aðra lausafjármuni í sveitarfélaginu hafa fengið umfjöllun í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.
6. 202105087 - Fyrirspurn - Malbikað bílastæði við smábátahöfn
Erindi frá Nínu Sibyl Birgisdóttur þar sem hún bendir á að planið við smábátarbryggjuna sé orðið mjög blautt og komin tími til að malbika það. Erindið var lagt fyrir hafnarstjórn sem óskaði eftir kostnaðargreiningu á framkvæmdinni og lagði áherslu á að svæðið verði malbikað í haust.

Bæjarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar og felur starfsmönnum að kostnaðarmeta framkvæmdina.
7. 202103066 - Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á íbúðum á Höfn
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.
8. 202106022 - Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði.
Björgvin Ó. Sigurjónsson vék af fundi undir þessum lið.
Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu og samþykki Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að hluti ríkisjarðarinnar Sandfells og þjóðlendan Hoffellslambatungur verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrirhuguð breyting á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020 verður auglýst í samráðsgátt Stjórnarráðsins.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við stækkun þjóðgarðsins sem þessu nemur. Áréttað að nytjar verði með óbreyttum og fjármagn fylgi til nauðsynlegrar uppbyggingar innviða á svæðinu.
9. 202106020 - Ósk um styrk - SEM Samtökin
Bæjarráð samþykkir að veita SEM samtökunum styrk að upphæð 50.000 kr. sem verður tekið af óráðstöfuðu.
PDF Multi umsókn 400KM (3).pdf
10. 201709270 - Umsókn um lóð Álaleira 9
Björgvin Ó. Sigurjónsson vék af fundi undir lið 10. og 11.


Bæjarráð veitir frest til 30. nóvember 2021 vegna skipulagsbreytinga.
11. 201709271 - Umsókn um lóð Álaleira 11
Bæjarráð veitir frest til 30. nóvember 2021 vegna skipulagsbreytinga.
12. 202102059 - Fundargerð - stjórn samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SASS varðandi rekstur hjúkrunarheimila.
569. fundur stj. SASS.pdf
13. 202102014 - Fundargerð - stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10 

Til baka Prenta