1. 202006079 - Samráðsteymi sveitarfélaga vegna efnahagsáhrifa í kjölfar Covid-19.
Verkefnastjóri fjölmenningar og verkefnastjóri virknisúrræðis kynna verkefni er varða úrræði fyrir íbúa af erlendum uppruna.
Verkefnastjóri fjölmenningar og verkefnastjóri virknisúrræðis kynntu verkefni sem hafa verið unnin í þágu virkni fyrir íbúa af erlendum uppruna sem misst hafa vinnu sína.
2. 202008025 - Innleiðing samþættingar heimaþjónustu og heimahjúkrunar - Þjónustan heim
Upplýsingar um stöðu innleiðingar á samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu - Þjónustan heim.
Félagsmálastjóri upplýsti um framgang innleðingar á Þjónustunni heim sem er samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Innleiðingarferli hófst í október sl. og er nú boðið uppá samþætta þjónustu til nokkurra notenda heimahjúkrunar og heimaþjónustu.
3. 202012055 - Reglur um daggæslu í heimahúsum og niðurgreiðslu til dagforeldra
Reglur um daggæslu í heimahúsum og niðurgreiðslu til dagforeldra lagðar fram til samþykktar.
Reglur um daggæslu í heimahúsum og niðurgreiðslu til dagforeldra lagðar fram og samþykktar með einni breytingu. Samþykkt að í gr.49 komi "með hæstan samfelldan starfsaldur" í stað "með hæstan starfsaldur".
4. 202012095 - Tillögur Velferðarvaktarinnar - mótvægisaðgerðir vegna COVID-19
Þann 1. desember sl. samþykkti Velferðarvaktin að beina því til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að hafa 14 áherslupunkta að leiðarljósi í þeim mótvægisaðgerðum sem framundan eru vegna Covid-19. Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og fræðslu- og tómstundanefndar.
Áherslupunktar Velferðarvaktarinnar lagðar fram til kynningar.