Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1182

Haldinn í ráðhúsi,
29.07.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir 1. varamaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202501089 - Breyting á deiliskipulagi - Fiskhóll 11,Stækkun byggingar
Sveinbjörn Imsland, fyrir hönd Imslands ehf., óskar eftir breytingu á áður innsendu erindi. Fyrra erindið varðaði beiðni um breytingu á deiliskipulagi tjaldsvæðis og íbúðarsvæðis við Fiskhól, sem bæjarráð samþykkti að grenndarkynna á fundi sínum þann 1. júlí sl.

Breytingin felur í sér aðra útfærslu á lóðarmörkum en áður var kynnt. Ný tillaga gerir ráð fyrir að lóðarmörk fylgi legu gróðurs á svæðinu, en fyrri tillaga gekk að mati bæjarráðs of langt inn á bæjarland.



Bæjarráð felur starfsmanni að grenndarkynna tillögu að óverulega breytingu á deiliskipulaginu eigendum húsa að Fiskhól 7 og 9 og að Hagaleiru 1,3,4,6, 8 og 10, skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Samþykkt samhljóða.*
2. 202505053 - Sala ljósleiðara
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að undirbúa sölu á ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins. Lagt er til að fenginn verði til liðs við verkefnið ráðgjafi með sérþekkingu á ljósleiðaratækni.

Bæjarráð samþykkir að fengin verði ráðgjafi í verkefnið og vísar málinu til mats á fjárhagslegum áhrifum.
Samþykkt samhljóða.
3. 202110086 - Gjaldskrá byggingarmála
Lagt er fram tillaga að breytingu á lið 5.1.7. í gildandi gjaldskrá gatnagerðagjalda, byggingagjalda og þjónustu embættis byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Um er að ræða gjald fyrir breytingar á lóðarblöðum, en sveitarfélagið innheimtir 14.456 kr. fyrir þessa þjónustu.
Þar sem um aðkeypta vinnu er að ræða, gerir tillaga að breytingu ráð fyrir því að innheimt gjald verður í samræmi við útlagðan kostnað sveitarfélagsins.*


Bæjarráð samþykkir breytinguna samhljóða. *
4. 202507069 - Landeignaskrá - ósk um breytingu á staðfangi Bugðuleira 9 a,b,c,d
Eigendur íbúða að Bugðuleiru 9A-D óska eftir breytingu á staðfangi þessara íbúða í Bugðuleira 9, 11, 13 og 15.

Bæjarrað samþykkir samhljóða erindið.
5. 202507070 - Ósk um lóðarvilyrði - Álaugarvegur 13 og 15
Reynir Ásgeirsson óskar eftir lóðarvilyrði fyrir lóðirnar Álaugarvegur 13 og 15.

Bæjarráð er jákvætt fyrir lóðarvilyrðinu og felur mannvirkjasviði að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
6. 202507049 - Umsókn um lóð - Sandbakkavegur 3
T.I.M. Nord Development ehf. sækir um lóðina Sandbakkavegur 3. Fyrirhugað er að reisa þar fjölbýlishús og er áætlað að hefja framkvæmdir á lóð í maí 2026.*


Bæjarráð samþykkir samhljóma lóðaúthlutunina.*
7. 202507048 - Ósk um aukafjárveitingu - hitakassar fyrir skólamáltíðir
Óskað er eftir aukafjárveitingu til þess að endurnýja hitakassa sem notaðir eru undir skólamatinn. Minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs ásamt minnisblaði fjármálastjóra lagt fram.

Bæjarráð samþykkir samhljóma ósk um aukafjárveitingu sem verður mætt með viðauka 8.
8. 202412030 - Samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Fyrirspurn hefur borist frá nefnarmanni varðandi laun formanna í nefndum og ráðum. Samkvæmt 5. grein samþykktar um kjör fulltrúa skal formaður nefnda og ráða fá 2,5% af viðmiðunarlaunum á mánuði en breyting þess efnis var ekki innleidd hjá sveitarfélaginu á þeim tíma. Hingað til hafa formenn fengið þessa greiðslu fyrir hvern setinn fund, en ekki mánaðarlega.

Bæjarráð samþykkir að greiðslur til formanna nefnda og ráða verði leiðréttar afturvirkt um fjögur ár. Áætlaður leiðréttingarkostnaður er 8.180.564 kr. Málinu vísað til mats á fjárhagslegum áhrifum.
Samþykkt um kjör fulltrúa sveitarfélagsins hornafjarðar 2025.pdf
9. 202507089 - Ráðning sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs
Bæjarstjóri ásamt Hrefnu Ingimundardóttur framkvæmdastjóra Attentus, leiddu ráðningarferli vegna stöðu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Í ferlinu bárust umsóknir frá hæfu fólki og var farið í gegnum faglegt og gagnsætt matsferli. Viðtöl voru tekin við tvo hæfustu umsækjendurna samkvæmt fyrirliggjandi hæfniviðmiðum. Viðtölin voru stöðluð og mat byggt á fyrirfram skilgreindum þáttum eins og menntun, reynslu, faglegri hæfni, stjórnunarreynslu, samskiptahæfni og framtíðarsýn.

Að undangengnu þessu mati og í ljósi samhljóða niðurstöðu í viðtölum er lagt til að Bartek Andresson Kass verði ráðinn í stöðu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Hann býr yfir djúpri fagþekkingu, víðtækri stjórnunarreynslu innan sveitarfélagsins og hefur sýnt framúrskarandi hæfni og skýra sýn á sviðsstjórn og þjónustu við samfélagið.*


Bæjarráð samþykkir samhljóða að Bartek Andersson Kass verði ráðinn í stöðu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs frá og með 1. ágúst 2025 og bíður hann velkominn í nýtt hlutverk.*
10. 202506040 - Innviðir og öryggi í Öræfum
Bæjarstjóri fór yfir stöðu öryggismála í dreifbýli Hornafjarðar, einkum í Öræfum og Suðursveit, og greindi frá framtíðarsýn sveitarfélagsins um uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Öræfum. Bæjarstjóri óskaði eftir því að sveitarfélagið eigi fulltrúa í þeim starfshópi sem til stendur að stofna, sbr. tilkynningu stjórnvalda.

Bæjarráð Hornafjarðar felur bæjarstjóra að vinna áfram að málefnum er varða uppbyggingu öryggis- og viðbragðsaðstöðu í Öræfum. Bæjarráð samþykkir jafnframt að óska eftir því að sveitarfélagið eigi fulltrúa í þeim starfshópi sem boðað er til af hálfu stjórnvalda um samhæft viðbragð í svæðinu.

Samþykkt samhljóða.
11. 202212047 - Umferðaröryggisáætlun - Endurskoðun - 2025
Bæjarráð lagði til að staðfest yrði hvort tilboðin frá Eflu varðandi umferðaröryggisáætlun væru enn í gildi. EFLA hefur staðfest að svo sé, VSÓ staðfesti einnig, en tók fram að þau gætu ekki hafið verkefnið fyrr en um miðjan ágúst vegna sumarleyfa. Þau áskilja sér einnig rétt til að hækka áætlaðan tímagjaldsstofn (sem er nú 21.700 kr. vsk) í samræmi við vísitölubreytingar í lok árs, fyrir þann hluta vinnunnar sem unnin verður árið 2026. Minnisblað fjármálastjóra lagt fram.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að hefja vinnu við endurskoðun umferðaröryggisáætlun.
12. 202507088 - Hofgarður útleiga kennslurýma Fjallaskóli Íslands
Drög að leigusamning við Fjallaskóla Íslands í Hofgarði lagður fram.

Bæjarráð mun veita Fjallaskóla Íslands styrk í formi þess að fella niður leigugreiðslur vegna afnotar af kennslurými í Hofgarði.
Drög lögð fram til kynningar og umræðu, starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
13. 202507060 - Útboð - Múlagljúfur útivistarstígur
Árið 2024 fékk sveitarfélagið styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamálastaða til að láta framkvæma útivistarstig við Múlagljúfur. Hönnunar- og útboðsgögn eru nú tilbúin.

Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða verkið út.


Bæjarráð heimilar að verkið verði boðið út.
Samþykkt samhljóða.
14. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 8 lagður fram til samþykktar.*

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka 8.*
15. 202507090 - Hagaleira 1- tilfærsla á byggingarreit
Óskað er eftir tilfærslu á byggingarreit við Hagaleiru 1.

Bæjarráð heimilar tilfærslu á byggingarreitnum um 1 meter til norðvesturs.
Samþykkt samhljóða.
*Skv. 32. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Hornafjarðar kemur fram að, "meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella" og fer með fullnaðarákvörðun bæjarstjórnar skv. 337 fundi bæjarstjórnar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til baka Prenta