Haldinn í Holti, 29.09.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Ari Hannesson aðalmaður, Bjarni Haukur Bjarnason formaður, Erla Rún Guðmundsdóttir aðalmaður, Arndís Lára Kolbrúnardóttir .
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá:
Almenn mál
1. 202506063 - Símasamband í Suðursveit og Mýrum
Míla hefur fengið leyfi til þess að nota mastrið sem er í Holti og setja upp sendi sem vonandi ætti að bæta símasamband á svæðinu.
Íbúaráð fagnar því að setja eigi sendi við Holt en leggur um leið áherslu á að áfram verði unnið að bættu net og símasambandi í dreifbýlinu, sem er víða ekki öruggt.
2. 202310043 - Félagsheimili sveitarfélagsins
Viðhaldsáætlanir fyrir Holt og Hrollaugsstaði lagðar fram til umræðu og upplýsinga. Umsjónarmaður fasteigna mætir á fund í fjarbúnaði.
Íbúaráð þakkar umsjónarmanni fasteigna fyrir yfirferðina. Íbúaráð bendir á að klæða þyrfti utanhúss í Holti til þess að koma í veg fyrir leka og aðrar skemmdir. Einnig er óskað eftir að settir verði upp rafmagnstenglar utanhúss fyrir ferðavagna, en húsið er reglulega nýtt fyrir ættarmót á sumrin.
Gestir
Björn Þór Imsland - Umsjónarmaður fasteigna
3. 202509096 - Ósk um leiksvæði á Hrollaugsstöðum
Umræður um leiksvæði við Hrollaugsstaði.
Íbúaráð óskar eftir því við bæjarráð að sett verði upp leiksvæði við Hrollaugsstaði norðan við íþróttavöllinn og vestan við ruslaportið. Einnig er óskað eftir því að sett verði leiktæki við Holt og að körfuboltavöllurinn verði lagaður en malbikið þar er mjög gróft.