Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Íbúaráð - Nes og Lón - 5

Haldinn í ráðhúsi,
26.09.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir aðalmaður,
Ásthildur Gísladóttir aðalmaður,
Ásta Steinunn Eiríksdóttir aðalmaður,
Arndís Lára Kolbrúnardóttir Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202312045 - Fjárhagsáætlun 2025-2027
Bæjarstjóri fer yfir undirbúning fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2025.

Óskað er eftir umræðum og áherslum sem íbúaráð myndi vilja sjá í fjárhagsáætlun fyrir sitt svæði.


Íbúaráð óskar eftir að farið verði í almennt viðhald á Mánagarði, þar sé bæði kalt og rakaskemmdir í veggjum. Eins þyrfti að laga lýsinguna bæði úti og inni.
2. 202409006 - Viðvera starfsmanna í sveitum
Lagt er til að einstaka starfsmenn sveitarfélagsins verði með opna skrifstofutíma í dreifbýli ákveðið oft á ári. Óskað er eftir tillögum íbúaráðs um fyrirkomulagið.

Íbúaráð fagnar hugmyndinni og er reiðubúið að koma að hugmyndavinnu varðandi hana.
3. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð
Íbúaráð Suðursveitar og Mýra og Nesja og Lóns lögðu til við bæjarráð að íbúaráðin fái að starfa áfram umfram árið sem upp var lagt með í erindisbréfi íbúaráða. Bæjarráð var jákvætt fyrir þessu og óskaði eftir því að núverandi fulltrúar íbúaráða sitji út kjörtímabilið sé það vilji fulltrúanna.

Íbúaráð er jákvætt fyrir því að sitja áfram út kjörtímabilið.
4. 202404055 - Göngu- og hjólastígur í Nes
Göngu- og hjólastígur í Nes er fyrirhugaður. Verið er í viðræðum við vegagerðina um þverun á nýja þjóðveginum. Þegar niðurstaða kemst í málið verður farið í leiðarval og hönnun.
Lagt fram til upplýsinga.


Íbúaráð ítrekar mikilvægi þess að hafa samráð við hagsmunaaðila.
5. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur að endurskoðun aðalskipulags. Umhverfis- og skipulagsstjóri fer yfir stöðuna og óskar eftir aðstoð íbúaráðs við merkingu slóða.

Lagt fram til kynningar. Íbúaráð óskar eftir áframhaldandi samráði um skipulagsskilmála í aðalskipulagi.
6. 202409003 - Helsingjar í Austur Skaftafellssýslu
Umhverfisstofnun boðaði hagsmunaaðila til fundar vegna veiðistjórnunar á helsingja þann 16. ágúst sl. Austur-Grænlands-stofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Bæði varð stofninn fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu en einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024 og er því kominn nærri neðri viðmiðunarmörkum AEWA samningsins sem miðast við 54.000 fugla að vori. Taldar eru 24% líkur á að stofninn hafi nú þegar farið undir fyrrgreind mörk. Í júní á þessu ári sendi vinnuhópur EGMP (e. European Goose Management Platform), undir AEWA, skilaboð um að þær aðildaþjóðir sem bera ábyrgð á helsingjastofninum á varptíma, farleiðum og vetrarstöðvum (Ísland og Bretland) komist að samkomulagi um hvernig megi takmarka veiðar. Umhverfisstofnun sendi tillögur til ráðherra um aðgerðir sem felast í styttu veiðitímabili helsingja ásamt sölubanni.

Íbúaráð hvetur Búnaðarsambandið til þess að taka saman tjón bænda vegna ágang Helsingja svo hægt sé að leggja fram gögn sem styðja við hagsmuni bænda í veiðistjórnun Helsingja. Eins er mikilvægt að bændur geta sótt bætur vegna tjóns sem þeir verða fyrir vegna ágangs fugla.
7. 202309087 - Hrægámur í Lóni
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu hrægáma í Lóni og hvort hægt sé að fjölga losunarstöðvum á álagstímum.
Umhverfis og skipulagsstjóri fer yfir stöðuna og upplýsir um að unnið sé að útfærslum á hvernig best sé að haga hrægámum á svæðinu.




Íbúaráð bendir þeim sem nota hrægámana að láta vita í afgreiðslu ráðhússins þegar gámarnir eru að fyllast.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
8. 202308010 - Lausaganga búfjár í Nesjum
Óskað eftir upplýsingum um hvort lausagöngubann búfjárs verði lengt í samræmi við nýjan fljótaveg. Umhverfis og skipulagsstjóri fer yfir stöðuna og upplýsir um að ekki sé búið að gera samning við Vegagerðina sem gerir ráð fyrir því.

Íbúaráð óskar eftir að skoðað verði að banna lausagöngu búfjárs að Kolgrímu vegna legu nýja fljótavegarinns og ítrekar að það vanti ristahlið á margar heimreiðar í Nesjum.
 
Gestir
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 

Til baka Prenta