|
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi |
|
|
|
1. 202312045 - Fjárhagsáætlun 2025-2027 |
Bæjarstjóri fer yfir undirbúning fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2025.
Óskað er eftir umræðum og áherslum sem íbúaráð myndi vilja sjá í fjárhagsáætlun fyrir sitt svæði.
|
Íbúaráð óskar eftir að farið verði í almennt viðhald á Mánagarði, þar sé bæði kalt og rakaskemmdir í veggjum. Eins þyrfti að laga lýsinguna bæði úti og inni.
|
|
|
|
2. 202409006 - Viðvera starfsmanna í sveitum |
Lagt er til að einstaka starfsmenn sveitarfélagsins verði með opna skrifstofutíma í dreifbýli ákveðið oft á ári. Óskað er eftir tillögum íbúaráðs um fyrirkomulagið.
|
Íbúaráð fagnar hugmyndinni og er reiðubúið að koma að hugmyndavinnu varðandi hana. |
|
|
|
3. 202211120 - Hverfisráð - Íbúaráð |
Íbúaráð Suðursveitar og Mýra og Nesja og Lóns lögðu til við bæjarráð að íbúaráðin fái að starfa áfram umfram árið sem upp var lagt með í erindisbréfi íbúaráða. Bæjarráð var jákvætt fyrir þessu og óskaði eftir því að núverandi fulltrúar íbúaráða sitji út kjörtímabilið sé það vilji fulltrúanna.
|
Íbúaráð er jákvætt fyrir því að sitja áfram út kjörtímabilið. |
|
|
|
4. 202404055 - Göngu- og hjólastígur í Nes |
Göngu- og hjólastígur í Nes er fyrirhugaður. Verið er í viðræðum við vegagerðina um þverun á nýja þjóðveginum. Þegar niðurstaða kemst í málið verður farið í leiðarval og hönnun. Lagt fram til upplýsinga.
|
Íbúaráð ítrekar mikilvægi þess að hafa samráð við hagsmunaaðila. |
|
|
|
5. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar |
Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur að endurskoðun aðalskipulags. Umhverfis- og skipulagsstjóri fer yfir stöðuna og óskar eftir aðstoð íbúaráðs við merkingu slóða.
|
Lagt fram til kynningar. Íbúaráð óskar eftir áframhaldandi samráði um skipulagsskilmála í aðalskipulagi. |
|
|
|
6. 202409003 - Helsingjar í Austur Skaftafellssýslu |
Umhverfisstofnun boðaði hagsmunaaðila til fundar vegna veiðistjórnunar á helsingja þann 16. ágúst sl. Austur-Grænlands-stofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Bæði varð stofninn fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu en einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024 og er því kominn nærri neðri viðmiðunarmörkum AEWA samningsins sem miðast við 54.000 fugla að vori. Taldar eru 24% líkur á að stofninn hafi nú þegar farið undir fyrrgreind mörk. Í júní á þessu ári sendi vinnuhópur EGMP (e. European Goose Management Platform), undir AEWA, skilaboð um að þær aðildaþjóðir sem bera ábyrgð á helsingjastofninum á varptíma, farleiðum og vetrarstöðvum (Ísland og Bretland) komist að samkomulagi um hvernig megi takmarka veiðar. Umhverfisstofnun sendi tillögur til ráðherra um aðgerðir sem felast í styttu veiðitímabili helsingja ásamt sölubanni.
|
Íbúaráð hvetur Búnaðarsambandið til þess að taka saman tjón bænda vegna ágang Helsingja svo hægt sé að leggja fram gögn sem styðja við hagsmuni bænda í veiðistjórnun Helsingja. Eins er mikilvægt að bændur geta sótt bætur vegna tjóns sem þeir verða fyrir vegna ágangs fugla. |
|
|
|
7. 202309087 - Hrægámur í Lóni |
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu hrægáma í Lóni og hvort hægt sé að fjölga losunarstöðvum á álagstímum. Umhverfis og skipulagsstjóri fer yfir stöðuna og upplýsir um að unnið sé að útfærslum á hvernig best sé að haga hrægámum á svæðinu.
|
Íbúaráð bendir þeim sem nota hrægámana að láta vita í afgreiðslu ráðhússins þegar gámarnir eru að fyllast. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
8. 202308010 - Lausaganga búfjár í Nesjum |
Óskað eftir upplýsingum um hvort lausagöngubann búfjárs verði lengt í samræmi við nýjan fljótaveg. Umhverfis og skipulagsstjóri fer yfir stöðuna og upplýsir um að ekki sé búið að gera samning við Vegagerðina sem gerir ráð fyrir því.
|
Íbúaráð óskar eftir að skoðað verði að banna lausagöngu búfjárs að Kolgrímu vegna legu nýja fljótavegarinns og ítrekar að það vanti ristahlið á margar heimreiðar í Nesjum. |
|
|
Gestir |
Brynja Dögg Ingólfsdóttir- Umhverfis-og skipulagsstjóri |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 |