|
|
1. 2508007F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 277 |
Fundargerð hafnarstjórnar númer 277 lögð fram.
|
Lagt fram til kynningar. Einnig var bréf frá Björgunarfélagi Hornafjarðar lagt fram og tekið til umræðu. Bæjarstjóra falið að svara bréfinu og leggja það fyrir næsta fund hafnarstjórnar. |
|
|
|
2. 2508010F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 78 |
Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar númer 78 lögð fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
Gestir |
Kristín Vala Þrastardóttir - Forstöðumaður menningarmiðstöðvar |
|
|
|
|
3. 202311131 - Álaugarey, lóðasamningur og stækkun lóðar - Fyrirspurn til skipulagsstjóra |
Ólöf Gísladóttir óskar eftir að lóðin Álaugarey verði stækkuð að Krosseyrarvegi 23 og að þeim stað þar sem innkeyrslan byrjar. Málsaðilar mæta á fundinn.
|
Bæjarráð þakkar fyrir góðann fund og felur starfsmönnum að vinna málið áfram. |
|
|
Gestir |
Ólöf Gísladóttir |
Jóhann Gunnarsson |
|
|
4. 202508077 - Ársþing SASS 2025 |
Ársþing SASS 2025 verður haldið á 23. og 24. október nk. í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. nk
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. 202508078 - Bakhópar Sambandsins í umhverfismálum |
Sambandið vill nú leiða saman fulltrúa sveitarfélaga í tvo bakhópa um umhverfismál. Markmiðið er að skapa vettvang þekkingar- og upplýsingamiðlunar hjá þeim sem sinna verkefnum umhverfismála fyrir hönd sveitarfélaga. Óskað er eftir einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi inn í hvorn bakhóp fyrir sig.
|
Málinu vísað til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd. |
|
|
|
6. 202202106 - Örútboð vegna reksturs tölvuþjónustu |
Verkefnastjóri stafrænna lausna og tækni leggur til að Sveitarfélagið nýti sér ákvæði í 3. lið í samningi um hýsing og rekstur við Advania og framlengi gildistíma samnings um eitt ár eða til 31. ágúst 2026.
|
Bæjarráð samþykkir að nýta sér ákvði í 3. lið í samning við Advania og heimilar verkefnastjóra stafrænna lausna- og tækni að framlengja gildistíma hans um 1 ár. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
7. 202504083 - Nýheimar - Eignarhald - samantekt á gögnum og fyrirliggjandi upplýsingar |
Stjórnsýslu- og fjármálasvið hafa verið að vinna í málefnum Nýheima unandfarin misseri ásamt umsjónar og eftirlitsmanni fasteigna. Núna liggur fyrir tillaga að nýrri eignaskiptingu og von er á uppfærðri eignaskiptayfirlýsingu í samræmi við það. Eignaskiptayfirlýsingin verður lögð fyrir bæjarráð til samþykktar. Í núverandi eignaskiptayfirlýsingu er ekki gert ráð fyrir öllum skrifstofum á austurgangi og er verið að setja þær inn. Gert er ráð fyrir að gangur og rými fyrir utan skrifstofur verði sameign. Þá er gert ráð fyrir að fyrirlestrarsalur verði sameign.
|
Lagt fram til umræðu og kynningar. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að vinna málið áfram. |
|
|
Gestir |
Jóna Benný Kristjánsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs |
|
|
8. 202508087 - Flugáætlun til Hornafjarðar veturinn 20252026 |
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um nýja flugáætlun Icelandair til Hornafjarðar, sem tekur gildi 1. september 2025 og gildir til 31. maí 2026.
|
Bæjarráð áréttar að sveitarfélagið hefur reglulega átt samtöl við Vegagerðina um flugmálin, þar sem skýrt hefur komið fram vilji Hornafjarðar til að halda tíðni fluga en jafnframt auka sætaframboð.
Það eru vonbrigði að í september verði ekki boðið upp á neinar ferðir fram og til baka samdægurs. Hins vegar er jákvætt að frá 1. október til 31. maí verði mögulegt að fljúga fram og til baka á miðvikudögum. Þó ber að undirstrika að tímasetningar flestra ferða, um miðjan dag, nýtast samfélaginu illa þar sem miklu meira gagn er af flugi snemma morguns eða síðdegis.
Bæjarráð skilur að staðan er snúin fyrir Vegagerðina sem vinnur með þá fjármuni sem henni eru úthlutaðir, en ríkið þarf að gera betur. Flugþjónusta á borð við þessa skiptir samfélög eins og Hornafjörð grundvallarmáli og er stórt hagsmunamál fyrir íbúa, atvinnulíf og þjónustu.
Bæjarráð mun áfram, eins og hingað til, halda lifandi samtali við stjórnvöld og Vegagerðina og berjast fyrir hagsmunum Hornafjarðar. |
|
|
|
9. 202309012 - Yfirtaka og uppbygging eigna - Félagslegt leiguhúsnæði |
Viljayfirlýsng var undirrituð í maí 2024 milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Leigufélagsins Bríetar ehf.
Í yfirlýsingunni kemur fram að í upphafi skuli lögð áhersla á uppbyggingu í þéttbýlinu á Höfn og tryggt að hagkvæmar lóðir standi til boða vegna nýbygginga.
Lagt er til að bæjarráð taki ákvörðun um að fylgja þessari forgangsröðun eftir og skoði úthlutun einnar fjölbýlishúsalóðar í nýja Hagahverfinu til verkefnisins, þar sem lóðir verða brátt boðnar til úthlutunar. Þetta yrði skýr byrjun á uppbyggingu í þéttbýlinu í samræmi við viljayfirlýsinguna.
|
Bæjarráð samþykkir að fylgja þeirri forgangsröðun sem fram kemur í viljayfirlýsingu frá 23. maí 2024, þar sem lögð er áhersla á að hefja uppbyggingu leiguíbúða í þéttbýlinu á Höfn. Í því skyni felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við Bríeti um uppbyggingu á fjölbýlishúsi í nýja Hagahverfinu.
|
|
|
|
10. 202501087 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 |
Viðauki 10 vegna leiðréttingu launa formanna nefnda og ráða afturvirkt um fjögur ár samkvæmt samþykkt um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar að upphæð 9,465 m.kr lagður fram. Viðbótarfjárheimildum verði mætt með lántöku.
|
Bæjarráð samþykkir viðauka 10 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða. |
|
|
Gestir |
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri |
|
|
11. 202508005 - Uppgjör 2025 |
Staðan á fjárfestingum samkvæmt fjárfestingaráætlun 2025-2028 lögð fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
Gestir |
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri |
|
|
12. 202508088 - Ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Kára |
Ársskýrsla og árskreikningur björgunarsveitarinnar Kára lagt fram.
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|