Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 338

Haldinn í ráðhúsi,
14.08.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Skúli Ingólfsson aðalmaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir 1. varaforseti,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Forseti lagði til að mál númer 202407038 : Kosning í nefndir verði bætt á dagskrá fundarins.
Samþykkt með sjö atkvæðum.


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2505021F - Bæjarstjórn Hornafjarðar - 337
Mál tekið fyrir á mínútu 2:00 í upptöku.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
2. 2506010F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1179
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 6 - Staða flugs til Hornafjarðar. Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls undir sama lið og lagði til að bókað yrði um málið.


Mál tekið fyrir á mínútu 2:20 í upptöku.


Forseti lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Hornafjarðar hvetur Vegagerðina og innviðaráðuneytið til að endurskoða tíðni flugferða og nýta það svigrúm sem er innan samningsins með það að markmiði að fjölga ferðum. Tíðnin skiptir lykilmáli upp á þjónustustigið svo að það sé raunhæf leið til að sækja þjónustu innan dagsins, ekki síst heilbrigðisþjónustu.
Bókunin borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
3. 2506015F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1180
Mál tekið fyrir á mínútu 14:20 í upptöku.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
4. 2507001F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1181
Mál tekið fyrir á mínútu 14:40 í upptöku.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
5. 2507009F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1182
Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls undir lið númer 9 - Ráðning sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls undir lið númer 12 - Hofgarður útleiga kennslurýma Fjallaskóli Íslands.

Mál tekið fyrir á mínútu 15:00 í upptöku.


Lagt fram til umræðu og kynningar.
6. 2507011F - Bæjarráð Hornafjarðar - 1183
Mál tekið fyrir á mínútu 19:00 í upptöku.

Lagt fram til umræðu og kynningar.
Almenn mál
7. 202407038 - Kosning í nefndir
Fulltrúi B- lista Björgvin Óskar Sigurjónsson fer í leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi frá 01.08.2025 til 30.11.2025. Breytingartillaga á bæjarfulltrúum var tekin fyrir í bæjarráði sem fór með umboð bæjarstjórnar þann 12.08.2025. Fyrirfórst að tilnefna 2. varaforseta bæjarstjórnar og er því lagt til að Gunnar Ásgeirsson taki sæti 2. varaforseta bæjarstjórnar á meðan leyfi stendur.

Mál tekið fyrir á mínútu 19:20 í upptöku.


Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykkti breytingu á nefndarmönnum.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20 

Til baka Prenta