Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Hornafjarðar - 341

Haldinn í ráðhúsi,
21.10.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Gauti Árnason aðalmaður,
Hjördís Edda Olgeirsdóttir aðalmaður,
Tinna Rut Sigurðardóttir 1. varamaður,
Eyrún Fríða Árnadóttir aðalmaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir 1. varaforseti,
Gunnar Ásgeirsson aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202410089 - Vegir í náttúru Íslands - Endurskoðun aðalskipulags
Lögð fram skrá yfir vegi í náttúru Íslands í samræmi við reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd, sbr. tengil á vefsjá https://geo.alta.is/hornafjordur/vini/.

Umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að skráin yrði send til umsagnar sbr. 2. mgr. 2. gr. framangreindrar reglugerðar. Jafnframt verði skráin auglýst samhliða aðalskipulagstillögu.

Mál tekið fyrir á 1:45 mínútu.


Forseti lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar og fela skipulagsfulltrúa að senda skránna til umsagnar skv. 2. mgr. 2.gr. reglugerðar nr. 260/2018.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
2. 202303123 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Lögð fram bókun umhverfis- og skipulagsnefndar frá 1. október sl. ásamt minnisblaði með svörum nefndarinnar við umsögnum sem bárust á kynningartíma aðalskipulagstillögu á vinnslustigi, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð fram eftirfarandi skipulagsgögn sem hafa verið uppfærð til samræmis við framangreind svör:
● Skipulagsgreinargerð (A1609-180-U4)
● Forsendu- og umhverfismatsskýrsla (A1609-179-U04)
● Fjórir skipulagsuppdrættir fyrir dreifbýli (A1609-181-U01 Öræfi, A1609-182-U01 Suðursveit og Mýrar, A1609-183-U01 Nes og Lón A1609-185-U01 Fjalllendi)
● Þéttbýlisuppdráttur fyrir Höfn og Nesjahverfi (A1609-184-U01)
● Þemauppdráttur um náttúruvernd (A1609-186-U01)
● Aðalskipulagsvefsjá (https://geo.alta.is/hornafjordur/ask/)
● Yfirlit umsagna um vinnslutillögu og svör samþykkt af umhverfis- og skipulagsnefnd.

Nefndin leggur til að bæjarstjórn sendi aðalskipulagstillöguna til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Eyrún Fríða Árnadóttir tók til máls.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tók til máls.

Mál tekið fyrir á 3:45 mínútu.


Bæjarstjórn hefur fjallað um framlögð skipulagsgögn.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar og að fela skipulagsfulltrúa að senda aðalskipulagstillöguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

Tillagan borin upp til atkvæða.
Samþykkt með sjö atkvæðum.
A1609-195-U02 Yfirlit umsagna um vinnslutillögu og svör samþ á nefndarfundi 1.10.2025.pdf
A1609-180-U04 SKIPULAGSGREINARGERD til ATH SKST með synilegum breytingum fra vinnslutillogu.pdf
A1609-179-U04 FORSENDU- OG UMHVERFISMATSSKYRSLA til ATH SKST m synil breyt f vinnslutillogu.pdf
A1609-186-U01 Þemauppdráttur um náttúruvernd.pdf
A1609-185-U01 S5 Fjalllendi.pdf
A1609-184-U01 S4 Höfn og Nesjahverfi.pdf
A1609-183-U01 S3 Nes og Lón.pdf
A1609-182-U01 S2 Suðursveit og Mýrar.pdf
A1609-181-U01 S1 Öræfi.pdf
3. 202306046 - Framkvæmd byggingar hjúkrunarheimilis
Sveitarfélagið veitti Framkvæmdasýslunni og Ríkiseignum (FSRE) umboð til að rifta verksamningi við Húsheild ehf. um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Höfn.

Sveitarfélagið hefur einnig undirritað samkomulag við íslenska ríkið um að ríkið taki yfir ábyrgð, skuldbindingar og réttindi sem tengjast framkvæmdinni, bæði hvað varðar nýbygginguna og endurbætur á eldra húsnæði Skjólgarðs.

Þetta er mikilvæg niðurstaða og við vonum að verkefnið nái nú framgangi með öruggum og farsælum hætti til hagsbóta fyrir íbúa á Skjólgarði og samfélagið í Hornafirði.

Mál tekið fyrir á 10:00 mínútu.


Málið var tekið fyrir og samþykkt í tölvupósti. Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:12 

Til baka Prenta