|
|
10. 2504003F - Ungmennaráð Hornafjarðar - 101 |
Fundargerð ungmennaráðs lög fram.
|
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir 101. fundargerð ungmennaráðs. Nefndin tekur undir að það færi vel á því að hafa plattann frá UNICEF um að Hornafjörður sé Barnvænt sveitarfélag á steininum við blómabeðið á miðsvæðinu. |
|
|
Gestir |
Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
|
|
1. 202201046 - Hönnun.Stækkun leikskóla á Hornafirði - Sjónarhóll |
Fundur fræðslu og frístundanefndar hófst á skoðunarferð um nýju deildirnar á Sjónarhóli. Stefnt er að því að þær verði teknar í notkun um mánaðarmótin apríl - maí.
|
Nýju deildirnar sem eru svansvottaðar eru glæsilegar og rúmgóðar og það verður mikill munur fyrir börnin, starfsmenn og foreldra þegar þær verða komnar í gagnið. |
|
|
|
2. 202504027 - Ársskýrsla Hestamannafélagsins Hornfirðings 2024 |
Ársskýrsla Hestamannafélagsins Hornfirðings lögð fram til kynningar.
|
Magnús Skúlason formaður fylgdi ársskýrslu Hestamannafélagsins úr hlaði. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir góða kynninguna og óskar Hestamannafélaginu Hornfirðingi áframhaldandi góðs gengis. |
Hestamannafélagið Hornfirðingur-Starfsskýrsla ÍSÍ-UMFÍ 2024 2025-03-24_21-15.pdf |
Skýrsla Stjórnar HH. 2024.pdf |
Knapamerki skýrsla 2024.pdf |
Ársreikningur 23-24 - PDF.pdf |
|
|
Gestir |
Magnús Skúlason formaður Hestamannafélagsins Hornfirðings |
|
|
|
4. 202504031 - Leikjanámskeið sumarið 2025 |
Hluti af styrktarsamningi sveitarfélagsins við umf. Sindra felur í sér að Sindri sjái um leikjanámskeið fyrir börn í 1. - 4. bekk á sumrin. Mörg undanfarin ár hefur knattspyrnudeild Sindra séð um leikjanámskeiðin en nú hefur hún gefið verkefnið frá sér.
Námskeiðin eru samtals þrjú. Tvö tveggja vikna námskeið í júní og eitt í ágúst og standa þau frá 9:00-12:00 á daginn og boðið upp á gæslu frá 8:00.
|
Tvær deildir eru að skoða leikjanámskeiðið og framkvæmdastjóri umf. Sindra er bjartsýnn á að málið leysist. Niðurstöður eiga að vera ljósar fljótlega eftir páska. |
|
|
Gestir |
Margrét Kristinsdóttir framkvæmdastjóri umf. Sindra og Emil Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði |
|
|
5. 202503087 - Mánavöllur - beiðni um úrbætur |
Ungmennafélagið Máni hefur óskað eftir því að farið verði í endurbætur á Mánavöllum.
|
Fræðslu- og frístundanefnd ræddi málefni Mánavalla og telur eðlilegt að fara í ákveðnar endurbætur. Nefndin felur forstöðumanni íþróttamannvirkja að útfæra endurbæturnar í samráði við stjórn UMF Mána en vísar málinu að öðru leyti til bæjarráðs þar sem um nokkurn kostnað er að ræða. |
|
|
Gestir |
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
6. 202504029 - Vallarstjórn 2025 |
Farið yfir ástand á völlum og útisvæðum íþróttamannvirkja.
|
Jökulfellsvöllur kemur vel undan vetri og er í mun betra ástandi en á sama tíma í fyrr. Það er búið að gata hann og sanda og það verður gert aftur eftir mánuð. Í fyrra stóð til að fjárfesta í slátturróbót fyrir völlinn. Það frestaðist en áfram er verið að skoða málið jafnvel í samstarfi við aðra. Þá er sveitarfélagið að fjárfesta í um 60 m2 einingahúsi sem verður milli Bárunnar og Jökulfellsvallar. Það nýtist sem vallarhús og aðstaða fyrir vinnuskólann og vonir standa til þess að það eigi eftir að bæta aðstöðu bæði vallarstarfsmanna og notenda til muna. Þegar einingahúsin koma verða gámarnir sem eru á svæðinu núna fjarlægðir. Knattspyrnudeildin í samráði við sund- og frjálsíþróttadeild voru að kaupa vallarklukku sem verður utan á íþróttahúsinu. Möguleiki verður að hafa auglýsingar á henni. Ærslabelgurinn er kominn í gang eftir margra vikna bilun sem hlaust af frostklaka í loftbarka sem var mjög lengi að hverfa. Það væri æskilegt að hafa gúmímottur eða gatamottur eins og voru við gamla völlinn í kringum hann. |
|
|
Gestir |
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
7. 202504030 - Vallarsamningur 2025 |
Sveitarfélagið hefur mörg undanfarin ár gert samning við knattspyrnudeild Sindra um vallarumhirðu á Sindravöllum (nú Jökulfellsvelli) og umhverfi hans.
|
Gunnar Ingi kynnti samninginn. Búið er að fá aðila til að sjá um vallarumhirðuna í sumar. |
|
|
Gestir |
Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
8. 202504033 - Vinnuskóli Hornafjarðar 2025 |
Vinnuskólinn mun hefja störf í byrjun júní líkt og undanfarin ár. Börnum fæddum 2009-2012 er boðin vinna þar í 8 vikur í sumar. Þeim yngstu fyrir hádegi en elstu þremur árgöngunum býðst að vinna frá níu til fjögur.
|
Emil fór lauslega yfir starf vinnuskólans. Búið er að ráða fjóra flokkstjóra og einn yfirflokksstjóra en umsóknarfrestur fyrir börnin rennur út í lok maí. |
Minnisblað Fræðslu- og frístundasviðs_.pdf |
|
|
Gestir |
Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
9. 202504032 - Sumarfrístund 2025 |
Í sumar líkt og síðustu sumur verður boðið upp á sumarfrístund eftir hádegi fyrir börn í 1. - 4. bekk, sömu vikur og leikjanámskeiðin standa yfir. Fjórar vikur í júní og tvær í ágúst.
|
Nákvæm útfærsla á sumarfrístundinni mun liggja fyrir þegar nær dregur. |
|
|
Gestir |
Emil Örn Morávek verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði. |
|
|
11. 202307036 - Leikskólinn - starfshópur um leikskólamál |
Í framhaldi af tillögu um að fjölga starfsmannafundum á morgnana í leikskólanum var ráðist í stutta könnun til að kanna hug foreldra.
|
Í foreldrakönnun kemur fram að skiptar skoðanir eru til þess að hafa starfsmannafundi á morgnana. 51% þeirra sem svöruðu telja það henta sér illa að fjölga þeim á meðan 64% telja það ganga upp hjá sér að hafa þá fjórum sinnum yfir árið á morgnana. Nokkur hluti foreldra bendir á að það væri hentugra fyrir þá að hafa fundina milli 15:00 og 16:00 á daginn. Í ljósi niðurstöðu könnunarinnar hvetur fræðslu- og frístundanefnd til þess að starfsmannafundum á morgnana verði ekki fjölgað um sinn og jafnvel að prófa að hafa þá kl. 15:00. Sé þörf á fleiri starfsmannafundum er sjálfsagt mál að hafa þá milli 16:00 og 18:00. Stjórnendur leikskólans hafa lýst yfir ánægju með þessa könnun og vilja vinna á lausnamiðaðan hátt með niðurstöðurnar. |
Niðurstöður foreldrakönnunar vegna starfsmannafund á morgnana.pdf |
|
|
|
12. 202504024 - Íslensku menntaverðlaunin 2025 |
Opið er fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025. Tillögur þurfa að hafa borist fyrir 1. júni og á þessari slóð má nálgast frekari upplýsingar fyrir þá sem vilja tilnefna https://skolathroun.is/menntaverdlaun/.
Markmið Íslensku menntaverðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístunda starfi og auka veg menntaumbóta. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk sérstakrar hvatningar til aðila sem stuðlað hafa að framúrskarandi mennta umbótum. A. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. B. Framúrskarandi kennari. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr. C. Framúrskarandi þróunarverkefni. Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eða frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum og hafa ótvírætt mennta- og uppeldisgildi. D. Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. E. Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
|
Fræðslu- og frístundanefnd hvetur aðila skólasamfélagsins, foreldra, nemendur og aðra til að tilnefna verðuga aðila til íslensku menntaverðlaunanna. |
|
|
|