Haldinn í ráðhúsi, 19.08.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Eyrún Fríða Árnadóttir formaður, Gauti Árnason varaformaður, Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður, Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2507002F - Fræðslu- og frístundanefnd - 127
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar númer 127 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Almenn mál
2. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar
Drög að erindisbréfi starfshóps um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar lagt fram.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið með áorðnum breytingum og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 202505068 - Innsent erindi frá Golfklúbbi Hornafjarðar
Erindi frá Golfklúbbi Hornafjarðar varðandi framlengingu göngustígs og ósk um framkvæmdarleyfi lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir frekari gögnum og vísar málinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
4. 202508033 - Hraðatakmarkanir og umferðaröryggi í sveitarfélaginu
Minnisblað um samantekt á þörf fyrir fleiri þveranir í sveitarfélaginu lagt fram.
Settar hafa verið þveranir á Kirkjubraut, Ránarslóð og Álaleiru. Í tengslum við endurskoðun umferðaröryggisáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs verður skoðað að kaupa fleiri. Bæjarráð óskar eftir tillögum á staðsetningum og tilboði í fleiri hraðavaraskilti.
Minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Höfn og viðræður stýrihóps við ríkið um yfirtöku á eignarhlut sveitarfélaga í fasteignum hjúkrunarheimila.
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu framkvæmda ásamt vinnu stýrihóps ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem bæjarstjóri situr í fyrir hönd Sambandsins. Lagt fram til kynningar.