Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 10

Haldinn Víkurbraut 24,
13.01.2022 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Gunnhildur Imsland formaður,
Gunnar Stígur Reynisson varaformaður,
Sverrir Þórhallsson aðalmaður,
Þórey Bjarnadóttir aðalmaður,
Erla Björg Sigurðardóttir sviðstjóri velferðarsviðs.
Fundargerð ritaði: Erla Björg Sigurðardóttir, sviðstjóri velferðarsviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 202111060 - Farsældarlögin innleiðing og fleira
Hafin er undirbúningur innleiðingar á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 sem voru samþykkt 11. júní 2021. Um er að ræða kerfisbreytingar með markmiði að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra fái nauðsynlega þjónustu snemma og verði ekki send á eigin ábyrgð milli aðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana án aðstoðar. Skóla-og frístundasvið og velferðarsvið hafa unnið að undirbúningi innleiðingar á lögunum og hefur verið stofnaður verkefnishópur til þessa verkefnis. Í verkefnishóp sitja fulltrúar leik, grunn-og framhaldsskóla, velferðarsviðs og heilsugæslu.

Lagt fram til kynningar.
Innleiðing farsældarlaga í þágu farsældar barna.pdf
2. 202201012 - Barnaverndarlög
Með nýrri skipan barnaverndarþjónustu sem tekur gildi 28. maí 2022 verða pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir lagðar niður. Í stað barnaverndarnefndar verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Með nýrri skipan barnaverndarþjónustu verða sett á laggirnar umdæmi barnaverndarþjónustu. Í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu skulu vera í það minnsta 6.000 íbúar. Undanfarna mánuði hefur umræða um nýja skipan barnaverndarþjónustu farið fram á fundum með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sviðsstjóra/félagsmálastjóra velferðarsviða sveitarfélaga um umdæmisráð og skipan þeirra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um tilhögun umdæmisráða.

Lagt fram til kynningar.
Ný staða barnaverndarþjónustu.pdf
3. 202104011 - Reglur um akstursþjónustu aldraðra
Velferðarsvið vinnur að gerð reglna um akstursþjónustu aldraðra sem eru settar með vísan til ákvæða X. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Markmið með akstursþjónustu aldraðra er að gera öldruðum einstaklingum kleift að búa lengur heima.

Framkvæmd um mögulega akstursþjónustu aldraðra var rædd og umræður sköpuðust um hvort aksturinn yrði settur í verktöku eða að aksturinn væri á hendi starfmanna sveitarfélagsins. Ákveðið að fela starfmönnum velferðarsviðs að gera þarfa og kostnaðargreiningu.
Reglur um akstursþjónustu aldraðra.pdf
4. 202104012 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks
Velferðarsvið vinnur að gerð reglna um akstursþjónustu fatlaðs fólks sem eru settar skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Einnig er stuðst við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Skv. 1. gr. er markmið með akstursþjónustu fatlaðs fólks að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Jafnframt skal fatlað fólk eiga rétt á akstursþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir og vegna annarrar þjónustu sem það nýtur samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.


Framkvæmd um mögulega akstursþjónustu við fatlað fólk var rædd og umræður sköpuðust um hvort aksturinn yrði settur í verktöku eða að aksturinn væri á hendi starfmanna sveitarfélagsins. Ákveðið að fela starfmönnum velferðarsviðs að gera þarfa og kostnaðargreiningu.
5. 201811072 - Reglur um félagslegt húsnæði
Í 4. gr. í regum um félagslegt leiguhúsnæði segir að fjárhæðir um tekjur og eignaviðmið séu endurskoðaðar af velferðarnefnd árlega.

Samþykkt að fylgja viðmiðum um tekju-og eignamörk sem eru sett af félagsmálaráðuneytinu ár hvert.
Hækkun tekju og- eignaviðmiða í reglum um félagslegt leiguhúsnæði.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:19 

Til baka Prenta