Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1020

Haldinn í ráðhúsi,
11.01.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður,
Páll Róbert Matthíasson aðalmaður,
Sæmundur Helgason áheyrnarfulltrúi,
Kristján Sigurður Guðnason 1. varamaður,
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2201001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 31
Fundargerð samþykkt.
 
Gestir
Brynja D. Ingólfsdóttir
Almenn mál
2. 202105038 - Staða sveitarsjóðs 2021
Rekstrarstaða sveitarfélagsins m.v. 30.11.21 er í jafnvægi.
 
Gestir
Ólöf I. Björnsdóttir
3. 202201025 - Markaðsmál - umfjöllun um mannlíf, menningu, atvinnulíf á Suðurlandi
Erindi frá N4 varðandi gerð sjónvarpsefnis fyrir nokkur sveitarfélög á Suðurlandi. um er að ræða viðtöl, þættina "Að Sunnan", umfjöllun um atvinnulíf, nýsköpun og frumkvöðla og fleiri þætti.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur um þáttagerð á vegum N4 að upphæð 1,6 m.kr. Fjármagnið rúmast innan ramma markaðsmála í fjárhagsáætlun 2022.
4. 202112080 - Húsnæðisáætlun - Hornafjörður 2022
Húsnæðisáætlun er nú stafræn á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í fyrsta sinn. Starfsmenn hafa nú fyllt inn í gagnagáttina ákveðnar forsendur varðandi mannfjöldaþróun, innviði, lóðarframboð, íbúðir í byggingu o.fl. Miðað við þær forsendur er húsnæðisáætlunin nú tilbúin til samþykktar. Gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 0,5% á ári skv. lágspá, 1,25% skv. miðspá og 1,8% skv. háspá. Söguleg þróun er 1,23%.

Lagfæra þarf mannfjöldaspá áður en húsnæðisáætlun er samþykkt.
5. 202201017 - Íbúðir í eigu sveitarfélagsins
Töluverð hreyfing er á íbúðum í eigu sveitarfélagsins sem kallar á viðhald og endurbætur.

Lagt fram til kynningar.
6. 202201016 - Slökkvibílar
Slökkviliði Austur-Skaftafellssýslu býðst að taka þátt í útboði á slökkvibílum sem Ríkiskaup standa fyrir.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í útboði á vegum Ríkiskaupa.
7. 202201004 - Beiðni um samþykki á sölu á íbúð Víkurbraut 30
Erindi frá Valhöll fasteignasölu ehf. Óskað er samþykkis sveitarfélagsins á sölu íbúðar 01 0201 að Víkurbraut 30.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við sölu íbúðarinnar.
 
Gestir
Kristján S. Guðnason vék af fundi undir þessum lið.
8. 202201014 - Byggðakvóti - Úthlutun 2021-2022
Í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, er að finna ákvæði er varða skilyrði um úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum. Ráðherra setur almenn skilyrði fyrir úthlutun með reglugerð. Almennar reglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 er að finna í reglugerð nr. 995/2021, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.

Úthlutun Sveitarfélagsins Hornafjarðar er 1,51% af heildarúthlutun til allra byggðarlaga. Sveitarfélaginu er gefinn frestur til 21. janúar n.k. að senda ráðuneytingu tillögur um sérreglur. Bæjarráð felur starfsmönnum að óska eftir sérreglum í samræmi við það sem fékkst samþykkt á síðasta ári.
9. 202201001 - Hrollaugsstaðir - ósk um bætta aðstöðu í félagsheimilinu
Erindi frá Kvenfélaginu Ósk um að bæta aðstöðu í félagsheimilinu Hrollaugsstöðum.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur starfsmönnum að skoða hvernig hægt er að bæta aðstöðuna.
10. 202110040 - Íbúakosning um aðal- og deiliskipulag Innbæ
Sveitarstjórnaráðuneytið ráðleggur sveitarfélaginu að óska eftir heimild ráðherra til að framkvæma rafræna kosningu á ný. Það er stefnt að því að kosningar fari fram í mars.

Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir heimild ráðherra til að framkvæma rafræna íbúakosning um samþykkt aðal- og deiliskipulag. Íbúakönnunin verði ráðgefandi og að kosningaaldur verði miðaður við 16 ár. Lagt til að kosningin fari fram 5.-11. mars n.k.
11. 202012041 - Umsókn um lóð - Álaleira 6
Umsókn um frest á byggingaráformum að Álaleiru 6. Óskað er eftir 6 mánaða frest til að fá samþykkt byggingaráform vegna tafa við hönnun.

Bæjarráð veitir lóðarhafa 6 mánaða frest til að hefja framkvæmdir eða til 10. maí 2022.
12. 202103018 - Umsókn um lóð - Álaleira 15
Óskað er eftir frest til að leggja fram byggingaráform vegna byggingarframkvæmda á Álaleiru 15.

Bæjarráð veitir 3ja mánaða frest til að afla sér samþykki byggingaráforma eða til 30. apríl 2022.
13. 202111045 - Umsókn um lóð - Júllatún 10
Úthlutun lóðar Júllatún 10 féll sjálfkrafa úr gildi samkvæmt 7. gr. úthtlununarreglna þar sem staðfestingargjöld hafa ekki verið greitt innan tiltekins frests.

Starfsmönnum falið að auglýsa lóðina til úthlutunar.
14. 202201034 - Umsókn um lóð - Vesturbraut 6
Óskað eftir lóð að Vesturbraut 6. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Bæjarráð mælir með lóðarúthlutuninni og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
15. 202112085 - Umsögn um flugeldasýningu 6.janúar
Erindi frá Björgunarfélagi Hornafjarðar þar sem óskað er eftgir umsögn um flugeldasýningu 6. janúar.

Bæjarráð veitti jákvæða umsögn í gegn um tölvupóst.
16. 202112092 - Fundargerð stjórnar - Samtök sjávarútvegssvetarfélaga
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 64.pdf
17. 202002070 - Fundargerðir HAUST 2020 - 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
165. fundargerð.pdf
18. 202101051 - Fundargerðir stjórnar Nýheima þekkingarseturs
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
129.fundur 8.12.2021.pdf
19. 202201038 - Útboð Hofgarður endurbætur 2022
Bæjarráð heimilar að auglýsa útboð vegna framkvæmda í Hofgarði.
 
Gestir
Ásgerður Gylfadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta